120 millur, bravó! 16. janúar 2005 00:01 Sæll Egill Ég stóð reiður og hneykslaður upp frá sjónvarpinu. Harmur, volæði og hörmungar meðbræðra okkar við Indlandshaf urðu okkur tilefni til “skemmtikvölds” fyrir fjölskylduna. Aldrei hafa ljósvakamiðlarnir boðið okkur upp á aðra eins laugardagsskemmtun. Þarna voru öll helstu fjöðmiðlafífl þjóðarinnar sameinuð í ósmekklegri uppákomu sem þau bjuggu til sjálfum sér til upphefðar og fengu til liðs þá sem af hégóma eða hagsmunaástæðum töldu sig þurfa að auglýsa manngæsku sína. Hversvegna getur Baugur ekki stutt þá sem þjást, án þess að Jóhannes í Bónus skipti á 10 millum og röndóttum jakkafötum við Björgólf? Hvaða mannúð felst í því að bjóða upp Evrovisjónfrakka Pálma Gunnarssonar? Hvað meinar minn gamli kunningi Villi naglbítur, gáfaður og vel gerður piltur, með því að gera sig að einu fíflalegasa skoffíni ljósvakamiðlanna um þessar mundir? Hann getur ekki einusinni sýnt áhorfendum náttúruna án þess að gera sjálfan sig að aðalatriði og það sem hann ætlar að sýna að aukatriði. Fátt er dapurlegra en fórnarlömb skyndifrægðar. Verst er þó þegar gamalreyndir sjónvarpsjaxlar geta ekki hamið sjálfsdýrkun sína, eins og glöggt kom fram í fallegasta og heiðarlegasta atriði þessarar makalausu samkomu, þegar fram komu tvö börn sem höfðu eytt dögum til að ganga í hús í Hlíðunum og safna fé handa nauðstöddum; afraksturinn, rúmar tvö þúsund krónur, dugir að minnstakosti tveim fjölskyldum á hamfarasvæðunum fyrir segldúksskýli og eldunaráhöldum. Þessi fallegu og einlægu börn voru meðhöndluð eins og aukaatriði sem á ekki heima meðal alvöru fólks. Hljóðneminn var rekinn upp að nefinu á þeim í flýti og asnaleg spurning borin fram. Börn kunna ekki að svara asnalegum spurningum og þá skipti engum togum, þau voru gefin upp á bátinn og Logi Bergmann og Svanhildur (heitir hún ekki Svanhildur?) tróðu sér framfyrir börnin og tóku að gorta af því hvað tekist hafði að hala inn fyrir hálsbindið hans Loga. Dapurlegasta atriði þessarar ósmekklegu montsamkomu var þó kapphlaup Sivjar, Þorgerðar og Steinunnar Valdísar ásamt meðreiðarsveinunum Sveppa, Pétri og Audda. Er þessu sjálfhverfa fólki ómögulegt að neita sér um fíflalæti, ef það telur sig geta með því vakið athygli? Hefði það ekki vakið meiri athygli, og jákvæðari, ef þessir sexmenningar hefðu sameinast í einlægni og samúðarfullri alvöru, án fíflaláta, og reynt að varpa ljósi á þær óendanlega þungu raunir sem lagðar eru á fólk á hamfarasvæðunum? Hvernig hefðu fórnarlömb hamfaranna á Flateyri og í Súðavík brugðist við ef þjóðin hefði efnt til ærslafullrar sjónvarpsskemmtunar með Stuðmönnum, Bubba og Bjögga af því að henni gafst með því kærkomið tækifæri til að auglýsa gæsku (hræsni) sína? Er mælikvarði manngæskunnar fólginn í því hve magnaða kvöldskemmtun við getum gert úr því þegar tugir eða hundruð þúsunda meðbræðra okkar tapa öllu, jafnvel lífinu? Af hverju voru ekki Karl biskup, Halldór forsætisráðherra og Ólafur forseti látnir keppa í hamborgaraáti, með Davíð sem tímavörð og Vigdísi sem dómara? Það hefði áreiðanlega hrært streng í brjóstum Íslendinga og orðið mörgum tilefni til gjafmildi. Það vakti athygli mína að Dorrit tók ekki þátt í þessum fíflalátum. Gott hjá henni. Sigurður Heiðar Jónsson ps. Undirritaður gaf ekki svo mikið sem krónu í kvöld, en hafði áður látið fáeinar krónur af hendi rakna, til Rauða krossins, minnugur þess sem móðir Teresa sagði - “þú skalt gefa svo mikið að þig muni um það” Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Silfur Egils Silfur-Bréf Mest lesið Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Ólögleg meðvirkni lækna Teitur Ari Theodórsson Skoðun Afleiðingar verkfallsaðgerða á minnstu börnin - krafa um svör Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Innflutt skautun í boði Viðreisnar Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Varðhundar kerfisins Lára Herborg Ólafsdóttir Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Dálkur Kristrúnar í bak Dags B. var ekki mistök, heldur vísvitandi niðrun Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skoðun Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson skrifar Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist skrifar Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Kyrrstöðuna verður að rjúfa! Lausn fyrir verðandi innviðaráðherra Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Íslenskan og menningararfurinn Sólveig Dagmar Þórisdóttir skrifar Skoðun Mannúðlegri úrræði Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Læknar á landsbyggðinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íslensk verðtrygging á mannamáli! Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Varðhundar kerfisins Lára Herborg Ólafsdóttir skrifar Skoðun Mótum stefnu um iðn- og tæknimenntun á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Kolkrabbinn og fjármálafjötrar Íslands Ágústa Árnadóttir skrifar Sjá meira
Sæll Egill Ég stóð reiður og hneykslaður upp frá sjónvarpinu. Harmur, volæði og hörmungar meðbræðra okkar við Indlandshaf urðu okkur tilefni til “skemmtikvölds” fyrir fjölskylduna. Aldrei hafa ljósvakamiðlarnir boðið okkur upp á aðra eins laugardagsskemmtun. Þarna voru öll helstu fjöðmiðlafífl þjóðarinnar sameinuð í ósmekklegri uppákomu sem þau bjuggu til sjálfum sér til upphefðar og fengu til liðs þá sem af hégóma eða hagsmunaástæðum töldu sig þurfa að auglýsa manngæsku sína. Hversvegna getur Baugur ekki stutt þá sem þjást, án þess að Jóhannes í Bónus skipti á 10 millum og röndóttum jakkafötum við Björgólf? Hvaða mannúð felst í því að bjóða upp Evrovisjónfrakka Pálma Gunnarssonar? Hvað meinar minn gamli kunningi Villi naglbítur, gáfaður og vel gerður piltur, með því að gera sig að einu fíflalegasa skoffíni ljósvakamiðlanna um þessar mundir? Hann getur ekki einusinni sýnt áhorfendum náttúruna án þess að gera sjálfan sig að aðalatriði og það sem hann ætlar að sýna að aukatriði. Fátt er dapurlegra en fórnarlömb skyndifrægðar. Verst er þó þegar gamalreyndir sjónvarpsjaxlar geta ekki hamið sjálfsdýrkun sína, eins og glöggt kom fram í fallegasta og heiðarlegasta atriði þessarar makalausu samkomu, þegar fram komu tvö börn sem höfðu eytt dögum til að ganga í hús í Hlíðunum og safna fé handa nauðstöddum; afraksturinn, rúmar tvö þúsund krónur, dugir að minnstakosti tveim fjölskyldum á hamfarasvæðunum fyrir segldúksskýli og eldunaráhöldum. Þessi fallegu og einlægu börn voru meðhöndluð eins og aukaatriði sem á ekki heima meðal alvöru fólks. Hljóðneminn var rekinn upp að nefinu á þeim í flýti og asnaleg spurning borin fram. Börn kunna ekki að svara asnalegum spurningum og þá skipti engum togum, þau voru gefin upp á bátinn og Logi Bergmann og Svanhildur (heitir hún ekki Svanhildur?) tróðu sér framfyrir börnin og tóku að gorta af því hvað tekist hafði að hala inn fyrir hálsbindið hans Loga. Dapurlegasta atriði þessarar ósmekklegu montsamkomu var þó kapphlaup Sivjar, Þorgerðar og Steinunnar Valdísar ásamt meðreiðarsveinunum Sveppa, Pétri og Audda. Er þessu sjálfhverfa fólki ómögulegt að neita sér um fíflalæti, ef það telur sig geta með því vakið athygli? Hefði það ekki vakið meiri athygli, og jákvæðari, ef þessir sexmenningar hefðu sameinast í einlægni og samúðarfullri alvöru, án fíflaláta, og reynt að varpa ljósi á þær óendanlega þungu raunir sem lagðar eru á fólk á hamfarasvæðunum? Hvernig hefðu fórnarlömb hamfaranna á Flateyri og í Súðavík brugðist við ef þjóðin hefði efnt til ærslafullrar sjónvarpsskemmtunar með Stuðmönnum, Bubba og Bjögga af því að henni gafst með því kærkomið tækifæri til að auglýsa gæsku (hræsni) sína? Er mælikvarði manngæskunnar fólginn í því hve magnaða kvöldskemmtun við getum gert úr því þegar tugir eða hundruð þúsunda meðbræðra okkar tapa öllu, jafnvel lífinu? Af hverju voru ekki Karl biskup, Halldór forsætisráðherra og Ólafur forseti látnir keppa í hamborgaraáti, með Davíð sem tímavörð og Vigdísi sem dómara? Það hefði áreiðanlega hrært streng í brjóstum Íslendinga og orðið mörgum tilefni til gjafmildi. Það vakti athygli mína að Dorrit tók ekki þátt í þessum fíflalátum. Gott hjá henni. Sigurður Heiðar Jónsson ps. Undirritaður gaf ekki svo mikið sem krónu í kvöld, en hafði áður látið fáeinar krónur af hendi rakna, til Rauða krossins, minnugur þess sem móðir Teresa sagði - “þú skalt gefa svo mikið að þig muni um það”
Dálkur Kristrúnar í bak Dags B. var ekki mistök, heldur vísvitandi niðrun Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Dálkur Kristrúnar í bak Dags B. var ekki mistök, heldur vísvitandi niðrun Ole Anton Bieltvedt Skoðun