Ofsaveður á Hellisheiði 19. janúar 2005 00:01 Ofsaveður gekk yfir Hellisheiði og Hveragerði í dag. Loka þurfti heiðinni fyrir umferð vegna veðurs og björgunarsveitarmenn hjálpuðu gangandi vegfarendum og skólabörn í Hveragerði. Hellisheiði var lokað fyrir umferð um eittleytið í dag vegna veðurs. Ökumenn á leið austur leituðu skjóls í Litlu kaffistofunni auk annarra sem áttu leið um vegna starfa sinna. Einn þeirra, Ólafur Íshólm Jónsson, sagði að glórulaus stórhríð væri á heiðinni. Hann sagðist þó ekki hafa séð bíla sem væru fastir. Og hinum megin heiðarinnar, við Hveragerði, var lögregluvörður sem varnaði fólki að fara lengra enda blindbylur og skafrenningur. Guðmundur Axelsson lögregluþjónn sagði mikið af yfirgefnum bílum uppi á heiði og að björgunarsveitir frá Selfossi, Hveragerði og Þorlákshöfn hafi unnið við það að bjarga fólki. Einhverjir árekstrar urðu en engin slys. En það var heldur ekki fallegt um að litast í Hveragerði þar sem björgunarsveitir þurftu að annast flutninga skólabarna í allan dag. Í bænum var ekki stætt á milli húsa lengst af dagsins þótt ýmsir létu sig hafa það. Og ekki var ástandið betra í Kömbunum. Þar festi fjöldinn allur af bílum sig og björgunarsveitarmenn þurftu að hjálpa eigendunum og öðrum farþegum til byggða. En þrátt fyrir aftakaveður og að margir sætu fastir í skafli, fykju út af veginum eða þaðan af verra, þá slasaðist enginn sem betur fer. Fréttir Innlent Veður Mest lesið Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Fleiri fréttir Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Sjá meira
Ofsaveður gekk yfir Hellisheiði og Hveragerði í dag. Loka þurfti heiðinni fyrir umferð vegna veðurs og björgunarsveitarmenn hjálpuðu gangandi vegfarendum og skólabörn í Hveragerði. Hellisheiði var lokað fyrir umferð um eittleytið í dag vegna veðurs. Ökumenn á leið austur leituðu skjóls í Litlu kaffistofunni auk annarra sem áttu leið um vegna starfa sinna. Einn þeirra, Ólafur Íshólm Jónsson, sagði að glórulaus stórhríð væri á heiðinni. Hann sagðist þó ekki hafa séð bíla sem væru fastir. Og hinum megin heiðarinnar, við Hveragerði, var lögregluvörður sem varnaði fólki að fara lengra enda blindbylur og skafrenningur. Guðmundur Axelsson lögregluþjónn sagði mikið af yfirgefnum bílum uppi á heiði og að björgunarsveitir frá Selfossi, Hveragerði og Þorlákshöfn hafi unnið við það að bjarga fólki. Einhverjir árekstrar urðu en engin slys. En það var heldur ekki fallegt um að litast í Hveragerði þar sem björgunarsveitir þurftu að annast flutninga skólabarna í allan dag. Í bænum var ekki stætt á milli húsa lengst af dagsins þótt ýmsir létu sig hafa það. Og ekki var ástandið betra í Kömbunum. Þar festi fjöldinn allur af bílum sig og björgunarsveitarmenn þurftu að hjálpa eigendunum og öðrum farþegum til byggða. En þrátt fyrir aftakaveður og að margir sætu fastir í skafli, fykju út af veginum eða þaðan af verra, þá slasaðist enginn sem betur fer.
Fréttir Innlent Veður Mest lesið Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Fleiri fréttir Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Sjá meira