Erlent

Guðni hugsaði ekki nógu vítt

Framsóknarmaðurinn Valgerður Sverrisdóttir viðskiptaráðherra ræðir á heimasíðu sinni um átökin varðandi Íraksmálið. Þar segir hún að ummæli Guðna Ágústssonar, varaformanns flokksins, um að tveir menn hefðu tekið ákvörðunina um stuðning við Íraksinnrásina beri vott um að hann hafi ekki hugsað nógu vítt og verið að reyna að spila frítt. Guðni hafi ekki munað að innrásin hafi verið rædd á ríkisstjórnarfundi í aðdraganda hennar. Ákvörðun um stuðning Íslands hafi verið endanlega tekin af tveimur mönnum, Halldóri Ásgrímssyni og Davíð Oddssyni, og það sé fyllilega í samræmi við stjórnskipan landsins og þeim hafi ekki borið skylda til að taka málið upp í utanríkismálanefnd. „Umræðan endalausa um listann er óttalegt rugl,“ segir Valgerður. Þá segir Valgerður að enginn þriggja prófessora frá Háskóla Íslands hafi svarað þeirri spurningu játandi að ákvörðunina hafi þurft að ræða í utanríkismálanefnd. Nefnir Valgerður prófessorana Gunnar Helga Kristinsson, Björgu Thorarensen og Ólaf Þ. Harðarson.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×