Innlent

Brunabótamatið ónothæft

Nýverið samþykkti Alþingi breytingu á lögum um Íbúðaánasjóð, þar sem lánshlutfall var hækkað í 90% og félagsmálaráðherra gaf út reglugerð þar sem hámarkslánin voru hækkuð í 14.9 milljónir króna.Vegna mikils misræmis á milli brunabótamats og kaupverðs íbúða hafa þessir auknu lánamöguleikar ekki nýtst sem skyldi. Ekki er óalgengt að munur á kaupverði og brunabótamati geti verið 2-5 milljónir á litlum og meðalstórum íbúðum með þeim afleiðingum að íbúðarkaupendur geta einungis fengið verulega skert lán hjá Íbúðarlánasjóði þrátt fyrir næga greiðslugetu. Fjöldi fólks sem leitað hefur til Íbúðalánasjóðs um lánafyrirgreiðslur hefur því orðið að hröklast frá og leita til bankanna sem hafa rýmri veðhæfnisskilyrði. Brunbótamat er ónothæfur grundvöllur til að ákvarða veðhæfni eigna. Því ber að breyta strax og miða lánveitingar við kaupverð eigna, en þak á hámarki lánveitinga tryggir síðan að ekki er lánað hærra en hámarkið er hverju sinni. Heimasíða Jóhönnu Sigurðardóttur



Fleiri fréttir

Sjá meira


×