Erlent

Fresturinn framlengdur í Írak

mynd/ap
Frestur til að kjósa utan kjörfundar í Írak hefur verið framlengdur vegna dræmrar kjörsóknar. Meira en milljón Írakar í fjórtán löndum hafa átt þess kost að kjósa utan kjörstaða síðan í byrjun síðustu viku. Um miðjan dag í gær höfðu aðeins ríflega 130 þúsund, eða í kringum 13%, nýtt atkvæðarétt sinn. Því var gripið til þess ráðs að framlengja skráningu utankjörstaðaatkvæða sem hefði annars átt að ljúka í dag.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×