Erlent

Lykilmaður Al-Zarqawis handtekinn

Írakskir þjóðvarnarliðar hafa handtekið lykilmann innan uppreisnarhóps Abu Musabs Al-Zarqawis. Maðurinn, sem kallar sig Abu-Omar al Kurdi, er sakaður um að hafa staðið á bak við þrjátíu og tvær bílsprengjuárásir síðan innrásin í Írak hófst. Hann hefur verið í haldi í rúma viku en ekki var tilkynnt um handtökuna fyrr en í morgun. Þrátt fyrir handtökuna heldur hópur Al-Zarqawis áfram að valda óskunda. Stuðningsmenn hans hafa lýst ábyrgð á sprengjuárás sem varð nálægt höfuðstöðvum Iyads Allawi, forsætisráðherra bráðabirgarstjórnarinnar í Írak, í morgun. Að minnsta kosti fimm létust í árásinni og fimmtán særðust.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×