Stuðningurinn hófst í febrúar 2003 24. janúar 2005 00:01 Íslensk stjórnvöld gáfu leyfi til þess í febrúar árið 2003 að herflugvélar gætu flogið um íslenska lofthelgi og haft hér viðdvöl vegna innrásar í Írak. Listi hinna staðföstu þjóða var ekki birtur fyrr en 18. mars. Í millitíðinni töluðu formenn stjórnarflokkanna í austur og vestur í afstöðunni til Íraksdeilunnar. Íslensk stjórnvöld lofuðu stuðningi við Bandaríkjamenn vegna innrásar í Írak þegar í lok febrúar árið 2003. Bæði var leyft að herflugvélar mættu fljúga um lofthelgi landsins og eins hafa viðdvöl á Keflavíkurflugvelli eftir því sem þurfta þætti. Þetta fékkst staðfest í utanríkisráðuneytinu í dag. Ísland var þar í hópi fjörutíu og einnar þjóðar, þar af áttu þrjátíu þeirra eftir að vera á lista hinna viljugu þjóða. Þegar sá listi var birtur 18. mars sama ár lýsti Bandaríkjastjórn því yfir að fimmtán aðrar þjóðir styddu innrásina sem hefðu beðist undan að gera það opinberlega. Þá voru ein eða tvær þjóðir sem voru teknar af listanum þar sem þær höfðu lent þar inni gegn vilja sínum. Daginn eftir að listinn var birtur hvarf nafn Íslands af honum um tíma og menn hafa viljað túlka það svo að ósamkomulag hafi verið um það hjá ráðamönnum hér hvort nafn Íslands ætti að vera þar. Hvað sem er satt í því dúkkaði nafn landsins upp aftur fljótlega. Það er ljóst að þær þjóðir sem lofuðu Bandaríkjamönnum pólitískum stuðningi á lista hinna viljugu þjóða voru mestmegnis þær sömu og lofuðu hernaðarlegum stuðningi hvað varðaði afnot af landi eða lofthelgi í febrúar. Halldór Ásgrímsson, þáverandi utanríkisráðherra, lýsti því þráfaldlega yfir áður en nafn Íslands birtist á þessum lista, síðast í viðtali þann 17. mars árið 2003, daginn áður en hann var birtur með nafni Íslands, að hann teldi að öryggisráðið ætti að eiga síðasta orðið um Íraksdeiluna. Þá hafa þó verið liðnar að minnsta kosti þrjár vikur frá því að Ísland leyfði að flogið yrði um lofthelgi landsins og að herflugvélar hefðu hér viðdvöl vegna innrásar í Írak. Halldór hefur sagt að bandaríska sendiráðinu hafi verið tilkynnt um stuðninginn eftir ríkisstjórnarfund þann 18. mars. Þá varð stuðningur Íslands opinber ásamt stuðningi 29 annarra þjóða. Bandaríska sendiráðið neitar að upplýsa hvenær íslensk stjórnvöld skýrðu frá því að þau styddu innrásina í Írak og nafn landsins mætti birta á lista hinna viljugu þjóða. Hið sama gerði bandaríska utanríkisráðuneytið og vísa á utanríkisráðuneytið hér á landi. Albert Jónsson, sendiherra þar, sagðist ekki vita hvort slíkar upplýsingar væri að finna í ráðuneytinu. Fréttir Innlent Ríkisstjórn Stj.mál Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Íslensk stjórnvöld gáfu leyfi til þess í febrúar árið 2003 að herflugvélar gætu flogið um íslenska lofthelgi og haft hér viðdvöl vegna innrásar í Írak. Listi hinna staðföstu þjóða var ekki birtur fyrr en 18. mars. Í millitíðinni töluðu formenn stjórnarflokkanna í austur og vestur í afstöðunni til Íraksdeilunnar. Íslensk stjórnvöld lofuðu stuðningi við Bandaríkjamenn vegna innrásar í Írak þegar í lok febrúar árið 2003. Bæði var leyft að herflugvélar mættu fljúga um lofthelgi landsins og eins hafa viðdvöl á Keflavíkurflugvelli eftir því sem þurfta þætti. Þetta fékkst staðfest í utanríkisráðuneytinu í dag. Ísland var þar í hópi fjörutíu og einnar þjóðar, þar af áttu þrjátíu þeirra eftir að vera á lista hinna viljugu þjóða. Þegar sá listi var birtur 18. mars sama ár lýsti Bandaríkjastjórn því yfir að fimmtán aðrar þjóðir styddu innrásina sem hefðu beðist undan að gera það opinberlega. Þá voru ein eða tvær þjóðir sem voru teknar af listanum þar sem þær höfðu lent þar inni gegn vilja sínum. Daginn eftir að listinn var birtur hvarf nafn Íslands af honum um tíma og menn hafa viljað túlka það svo að ósamkomulag hafi verið um það hjá ráðamönnum hér hvort nafn Íslands ætti að vera þar. Hvað sem er satt í því dúkkaði nafn landsins upp aftur fljótlega. Það er ljóst að þær þjóðir sem lofuðu Bandaríkjamönnum pólitískum stuðningi á lista hinna viljugu þjóða voru mestmegnis þær sömu og lofuðu hernaðarlegum stuðningi hvað varðaði afnot af landi eða lofthelgi í febrúar. Halldór Ásgrímsson, þáverandi utanríkisráðherra, lýsti því þráfaldlega yfir áður en nafn Íslands birtist á þessum lista, síðast í viðtali þann 17. mars árið 2003, daginn áður en hann var birtur með nafni Íslands, að hann teldi að öryggisráðið ætti að eiga síðasta orðið um Íraksdeiluna. Þá hafa þó verið liðnar að minnsta kosti þrjár vikur frá því að Ísland leyfði að flogið yrði um lofthelgi landsins og að herflugvélar hefðu hér viðdvöl vegna innrásar í Írak. Halldór hefur sagt að bandaríska sendiráðinu hafi verið tilkynnt um stuðninginn eftir ríkisstjórnarfund þann 18. mars. Þá varð stuðningur Íslands opinber ásamt stuðningi 29 annarra þjóða. Bandaríska sendiráðið neitar að upplýsa hvenær íslensk stjórnvöld skýrðu frá því að þau styddu innrásina í Írak og nafn landsins mætti birta á lista hinna viljugu þjóða. Hið sama gerði bandaríska utanríkisráðuneytið og vísa á utanríkisráðuneytið hér á landi. Albert Jónsson, sendiherra þar, sagðist ekki vita hvort slíkar upplýsingar væri að finna í ráðuneytinu.
Fréttir Innlent Ríkisstjórn Stj.mál Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira