Bandarískir hermenn á nálum 24. janúar 2005 00:01 Gríðarleg spenna liggur í loftinu í Írak nú þegar aðeins sex dagar eru í þingkosningar. Bandarískir hermenn í landinu eru á nálum því að árásir andspyrnumanna eru eins og rigningin: maður veit aldrei hvar hún lendir. Þetta segir sjónvarpsmaðurinn Jón Ársæll Þórðarson sem er á ferð með bandaríska hernum í Írak. Jón Ársæll og Ingi R. Ragnarsson kvikmyndatökumaður eru staddir í bandarískum herbúðum um 180 kílómetra norðvestur af Bagdadborg. Þar eru þeir að taka upp þætti fyrir þáttaröðina um Sjálfstætt fólk um íslenska stúlku sem er hermaður í Bandaríkjaher. Þeir félagar segjast ekki hafa farið varhluta af spennunni sem nú magnast í Írak vegna þingkosninganna sem haldnar verða um næstu helgi. Jón segir greinilegt að Bandaríkjamenn ætli að leggja allt í sölurnar til að þær geti farið eðlilega fram, enda kosningarnar þeim augljóslega mikils virði. Hermenn verða t.d. á kjörstöðum víða um landið. Jón Ársæll segir að þrátt fyrir daglegar fréttir frá Írak hafi ástandið þar komið sér verulega á óvart. Ekki sé um venjulega hersetu Bandaríkjahers að ræða, það fari ekki á milli mála að enn geisar stríð í landinu og bandarísku hermennirnir í Írak óttist um líf sitt. Árásir séu gerðar daglega og hermennirnir í rauninni í stríði við allt og alla því þeir viti ekki hvernig óvinurinn líti út. Hann stekkur bara óforvarandis út úr mannfjöldanum. Hvað sitt öryggi varðar segir Jón að hann og Ingi séu á svæði sem sé tiltölulega öruggt. Þó gildi vissulega strangar reglur sem þeim hafi verið settar og fylgja þeir þeim í hvívetna. „En þetta er eins og rigningin: maður veit aldrei hvar skúrirnar koma,“ segir Jón Ársæll. Erlent Fréttir Írak Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Sjá meira
Gríðarleg spenna liggur í loftinu í Írak nú þegar aðeins sex dagar eru í þingkosningar. Bandarískir hermenn í landinu eru á nálum því að árásir andspyrnumanna eru eins og rigningin: maður veit aldrei hvar hún lendir. Þetta segir sjónvarpsmaðurinn Jón Ársæll Þórðarson sem er á ferð með bandaríska hernum í Írak. Jón Ársæll og Ingi R. Ragnarsson kvikmyndatökumaður eru staddir í bandarískum herbúðum um 180 kílómetra norðvestur af Bagdadborg. Þar eru þeir að taka upp þætti fyrir þáttaröðina um Sjálfstætt fólk um íslenska stúlku sem er hermaður í Bandaríkjaher. Þeir félagar segjast ekki hafa farið varhluta af spennunni sem nú magnast í Írak vegna þingkosninganna sem haldnar verða um næstu helgi. Jón segir greinilegt að Bandaríkjamenn ætli að leggja allt í sölurnar til að þær geti farið eðlilega fram, enda kosningarnar þeim augljóslega mikils virði. Hermenn verða t.d. á kjörstöðum víða um landið. Jón Ársæll segir að þrátt fyrir daglegar fréttir frá Írak hafi ástandið þar komið sér verulega á óvart. Ekki sé um venjulega hersetu Bandaríkjahers að ræða, það fari ekki á milli mála að enn geisar stríð í landinu og bandarísku hermennirnir í Írak óttist um líf sitt. Árásir séu gerðar daglega og hermennirnir í rauninni í stríði við allt og alla því þeir viti ekki hvernig óvinurinn líti út. Hann stekkur bara óforvarandis út úr mannfjöldanum. Hvað sitt öryggi varðar segir Jón að hann og Ingi séu á svæði sem sé tiltölulega öruggt. Þó gildi vissulega strangar reglur sem þeim hafi verið settar og fylgja þeir þeim í hvívetna. „En þetta er eins og rigningin: maður veit aldrei hvar skúrirnar koma,“ segir Jón Ársæll.
Erlent Fréttir Írak Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Sjá meira