Erlent

Myndband með bandarískum gísl

Myndband sem sýnir bandarískan gísl í haldi mannræningja í Írak hefur dúkkað upp en þar sést karlmaður biðja sér griða á meðan byssu er beint að höfði hans. Maðurinn virðist afar hræddur, segist heita Roy Hallams og hafa unnið fyrir bandaríska herliðið í Írak. Hann biður leiðtoga arabaríkja um aðstoð en tekur fram að hann vilji ekki aðstoð frá Bush Bandaríkjaforseta, enda sé honum sama um þá sem í Írak séu. Ekki hefur tekist að staðfesta að myndbandið sé ófalsað og bandaríska sendiráðið í Írak hefur enn sem komið er engar upplýsingar um málið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×