Stjórnin framdi stjórnarskrárbrot 25. janúar 2005 00:01 Stjórnvöld frömdu stjórnarskrárbrot með því að heimila notkun landsins til árásar á Írak segir Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar. Hann hyggst krefja forsætisráðherra skýringa á því hvers vegna herir bandamanna fengu leyfi til að hafa hér viðdvöl vegna árásarinnar, löngu áður en listi hinna staðföstu þjóða varð að veruleika. Í fréttum Stöðvar 2 í gær kom fram að íslensk stjórnvöld gáfu leyfi til þess í febrúar árið 2003 að herflugvélar gætu flogið um íslenska lofthelgi og haft hér viðdvöl vegna innrásar í Írak. Listi hinna staðföstu þjóða var ekki birtur fyrr en 18. mars eða þremur vikum síðar. Össuri finnst með ólíkindum að heyra þetta og segir málstað íslenskra stjórnvalda miklu verri en hann hafi birst hingað til vegna þessa. Þau hafi nefnilega gefið í skyn að stuðningurinn við innrásina í Írak hafi ekki verið veittur fyrr en í bláaðdraganda hennar. Nú sé hins vegar hugsanlegt, í ljósi þessara upplýsinga, að ríkisstjórnin hafi farið á bak við þingið og þjóðina. „En ég vil ekki á þessu stigi draga þá ályktun sem liggur beinast við að draga. Ekki fyrr en ég hef átt kost á því að spyrja Halldór Ásgrímsson beint út um þetta í Alþingi Íslendinga. Það ætla ég að gera síðar í dag,“ segir Össur. Hártoganir hjá formanni Samfylkingarinnar segja eflaust einhverjir og benda má á að Eiríkur Tómasson lagaprófessor hefur sagt ákvörðunartöku utanríkis- og forsætisráðherra, um að styðja aðgerðir Bandaríkjamanna og Breta, löglega. Að þessu sinni er formaður Samfylkingarinnar ósammála lagaprófessornum og segist telja koma til álita að brotið hafi verið það ákvæði í stjórnarskránni þar sem segir að ekki megi leggja kvaðir á land nema með samþykki Alþingis. „Ég spyr nú Eirík Tómasson: Er hægt að leggja meiri kvaðir á land heldur en þær að heimila notkun þess til árása sem eru í andstöðu við stofnskrá Sameinuðu þjóðanna og þar af leiðandi ólögmætar að alþjóðalögum eins og Kofi Annan hefur sagt?“ segir Össur Skarphéðinsson. Fréttir Innlent Ríkisstjórn Stj.mál Mest lesið „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Innlent Fleiri fréttir Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Alþingi að ljúka og bjartsýnistónn í deiluaðilum í Karphúsinu Þarf að greiða á sjöunda þúsund fyrir að kjósa Frost en þurrt þegar bílarnir skullu saman Tóku skref í rétta átt um helgina Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Ríkissáttasemjari segir viðræðum miða ágætlega Sjá meira
Stjórnvöld frömdu stjórnarskrárbrot með því að heimila notkun landsins til árásar á Írak segir Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar. Hann hyggst krefja forsætisráðherra skýringa á því hvers vegna herir bandamanna fengu leyfi til að hafa hér viðdvöl vegna árásarinnar, löngu áður en listi hinna staðföstu þjóða varð að veruleika. Í fréttum Stöðvar 2 í gær kom fram að íslensk stjórnvöld gáfu leyfi til þess í febrúar árið 2003 að herflugvélar gætu flogið um íslenska lofthelgi og haft hér viðdvöl vegna innrásar í Írak. Listi hinna staðföstu þjóða var ekki birtur fyrr en 18. mars eða þremur vikum síðar. Össuri finnst með ólíkindum að heyra þetta og segir málstað íslenskra stjórnvalda miklu verri en hann hafi birst hingað til vegna þessa. Þau hafi nefnilega gefið í skyn að stuðningurinn við innrásina í Írak hafi ekki verið veittur fyrr en í bláaðdraganda hennar. Nú sé hins vegar hugsanlegt, í ljósi þessara upplýsinga, að ríkisstjórnin hafi farið á bak við þingið og þjóðina. „En ég vil ekki á þessu stigi draga þá ályktun sem liggur beinast við að draga. Ekki fyrr en ég hef átt kost á því að spyrja Halldór Ásgrímsson beint út um þetta í Alþingi Íslendinga. Það ætla ég að gera síðar í dag,“ segir Össur. Hártoganir hjá formanni Samfylkingarinnar segja eflaust einhverjir og benda má á að Eiríkur Tómasson lagaprófessor hefur sagt ákvörðunartöku utanríkis- og forsætisráðherra, um að styðja aðgerðir Bandaríkjamanna og Breta, löglega. Að þessu sinni er formaður Samfylkingarinnar ósammála lagaprófessornum og segist telja koma til álita að brotið hafi verið það ákvæði í stjórnarskránni þar sem segir að ekki megi leggja kvaðir á land nema með samþykki Alþingis. „Ég spyr nú Eirík Tómasson: Er hægt að leggja meiri kvaðir á land heldur en þær að heimila notkun þess til árása sem eru í andstöðu við stofnskrá Sameinuðu þjóðanna og þar af leiðandi ólögmætar að alþjóðalögum eins og Kofi Annan hefur sagt?“ segir Össur Skarphéðinsson.
Fréttir Innlent Ríkisstjórn Stj.mál Mest lesið „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Innlent Fleiri fréttir Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Alþingi að ljúka og bjartsýnistónn í deiluaðilum í Karphúsinu Þarf að greiða á sjöunda þúsund fyrir að kjósa Frost en þurrt þegar bílarnir skullu saman Tóku skref í rétta átt um helgina Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Ríkissáttasemjari segir viðræðum miða ágætlega Sjá meira