Innlent

Framsóknarkonur á rökstólum

Konur í Landssambandi framsóknarkvenna, með Siv Friðleifsdóttur, ritara Framsóknarflokksins, fremsta í flokki, sitja nú á fundi til að ræða meðal annars nýjustu hræringar innan flokksins. Formaður landssambandsins, Una María Óskarsdóttir, sem jafnframt er fyrrverandi aðstoðarmaður Sivjar, var felld úr stjórn Félags framsóknarkvenna í Kópavogi í fyrradag. Þetta stjórnarkjör þykir endurspegla ákveðna valdabaráttu innan flokksins. Á heimasíðu sinni sér Siv ástæðu til að nefna það sérstaklega að eiginkonur bræðranna Páls Magnússonar, aðstoðarmanns iðnaðarráðherra, og Árna Magnússonar félagsmálaráðherra hafi komið að þessu stjórnarkjöri. Siv segir jafnframt að Framsóknarmenn séu reiðir yfir þessu máli og misbjóði að trekk í trekk skuli stofnað til ófriðar í flokknum. Aðalheiður Sigursveinsdóttir, eiginkona Páls Magnússonar, gagnrýndi framgöngu Sivjar harkalega í fréttum Stöðvar 2 í gær og vísaði á bug öllum ásökunum að þetta væri liður í valdatafli bræðranna Páls og Árna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×