Formennirnir viðurkenni mistök 30. janúar 2005 00:01 Steingrímur Hermannson, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, segist halda að Davíð Oddsson hafi einn tekið ákvörðun um að styðja innrásina í Írak. Halldór Ásgrímsson hafi staðið frammi fyrir gerðum hlut. Hann hvetur stjórnarherrana til að tala opinskátt um málið, birta fundargerðir utanríkismálanefndar og viðurkenna að mistök hafi verið gerð. Steingrímur sagði í Silfri Egils í dag það meiriháttar og alvarlega ákvörðun að hverfa frá þeirri áratuga stefnu Íslendinga að taka ekki þátt í árásarstríði og ófært að sú ákvörðun hafi verið tekin af einum eða tveimur mönnum. Hann segir að Davíð Oddsson hafi talað opinskátt um stuðning við Bandaríkjamenn en Halldór Ásgrímsson hafi alltaf verið með varnagla. Steingrímur segist ekki gera athugasemdir við það að ákvörðun um stuðning við Írak hafi ekki verið samþykkt í ríkisstjórn en það hafi verið ótrúlegt að bera málið ekki undir þingflokkana; þaðan fái ráðherrann sitt umboð. Þar sé veikleikinn að hans mati. „Og það er náttúrlega ekki hægt að halda því fram að málið sé svo veigalítið að það þurfi ekki samráð við utanríksimálanefnd,“ segir Steingrímur. Forsætisráðherrann fyrrverandi segir sjálfsagt að birta fundargerðir utanríkismálanefndar um málið. Það sé langsamlega hollast að tala opinskátt um málið eins og staðan sé og viðurkenna að mistök hafi verið gerð. Steingrímur gagnrýnir Davíð og Halldór fyrir að ræða ekki opinskátt um málið en segir um leið að að sumu leyti hafi fjölmiðlar farið offari í málinu, t.d. með því að vera sífellt að nuða um ríksistjórnarfundinn. Hann er algjört aukaatriði að mati Steingríms því það hafi ekki þurft samþykki ríkisstjórnarinnar. Ráðherrann fyrrverandi segir hins vegar boðið upp á þetta með því að tala ekki við fjölmiðla þegar þeir óski eftir því. „Það er miklu betra að tala við óánægðan blaðamann heldur en að láta hann fara óánægðan og skrifa einhverja vitlausa frétt,“ segir Steingrímur. Fréttir Innlent Ríkisstjórn Stj.mál Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Steingrímur Hermannson, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, segist halda að Davíð Oddsson hafi einn tekið ákvörðun um að styðja innrásina í Írak. Halldór Ásgrímsson hafi staðið frammi fyrir gerðum hlut. Hann hvetur stjórnarherrana til að tala opinskátt um málið, birta fundargerðir utanríkismálanefndar og viðurkenna að mistök hafi verið gerð. Steingrímur sagði í Silfri Egils í dag það meiriháttar og alvarlega ákvörðun að hverfa frá þeirri áratuga stefnu Íslendinga að taka ekki þátt í árásarstríði og ófært að sú ákvörðun hafi verið tekin af einum eða tveimur mönnum. Hann segir að Davíð Oddsson hafi talað opinskátt um stuðning við Bandaríkjamenn en Halldór Ásgrímsson hafi alltaf verið með varnagla. Steingrímur segist ekki gera athugasemdir við það að ákvörðun um stuðning við Írak hafi ekki verið samþykkt í ríkisstjórn en það hafi verið ótrúlegt að bera málið ekki undir þingflokkana; þaðan fái ráðherrann sitt umboð. Þar sé veikleikinn að hans mati. „Og það er náttúrlega ekki hægt að halda því fram að málið sé svo veigalítið að það þurfi ekki samráð við utanríksimálanefnd,“ segir Steingrímur. Forsætisráðherrann fyrrverandi segir sjálfsagt að birta fundargerðir utanríkismálanefndar um málið. Það sé langsamlega hollast að tala opinskátt um málið eins og staðan sé og viðurkenna að mistök hafi verið gerð. Steingrímur gagnrýnir Davíð og Halldór fyrir að ræða ekki opinskátt um málið en segir um leið að að sumu leyti hafi fjölmiðlar farið offari í málinu, t.d. með því að vera sífellt að nuða um ríksistjórnarfundinn. Hann er algjört aukaatriði að mati Steingríms því það hafi ekki þurft samþykki ríkisstjórnarinnar. Ráðherrann fyrrverandi segir hins vegar boðið upp á þetta með því að tala ekki við fjölmiðla þegar þeir óski eftir því. „Það er miklu betra að tala við óánægðan blaðamann heldur en að láta hann fara óánægðan og skrifa einhverja vitlausa frétt,“ segir Steingrímur.
Fréttir Innlent Ríkisstjórn Stj.mál Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira