Viðskipti innlent

Úrvalsvísitala hækkaði um 10%

Úrvalsvísitalan hækkaði um 10% í janúar, að því er segir í morgunkorni Íslandsbanka. Hlutabréf í Flugleiðum hafa hækkað mest það sem af er ári,  eða um 37 prósent, en Landsbankinn kemur næstur með 19,7 prósenta hækkun. Önnur félög sem hækka umfram vísitöluna í mánuðinum eru Kaupþing og Burðarás, en hlutabréf í fyrirtækjunum tveimur hækkuðu um annars vegar 12,6 prósent og hins vegar 10,1 prósent. Eina félagið sem lækkar í mánuðinum er Medcare - Flaga, en bréf fyrirtækisins lækka um 3,6 prósent. Þessa þróun má helst skýra með því að uppgjör hafi almennt verið góð og umfram væntingar og spár.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×