Danska stjórnin heldur meirihluta 7. febrúar 2005 00:01 Aukin spenna er hlaupin í kosningabaráttuna í Danmörku, en þingkosningar fara þar fram á morgun. Bilið minnkar milli tveggja stærstu flokkanna en stjórnin heldur naumum meirihluta samkvæmt skoðanakönnunum. Forsætisráðherrann segist ekki hrósa sigri fyrr en eftir talningu atkvæða og fyrrverandi formaður Jafnaðarmannaflokksins blæs á orðróm um að framtíð núverandi formanns sé í hættu. Danskir stjórnmálamenn geysast um landið þvert og endilangt þessa síðustu daga fyrir kosningarnar. Anders Fogh Rasmussen forsætisráðherra kom meðal annars fram á opnum fundi með nemendum í Árósarháskóla. „Við viljum fá Anders Fogh,“ sungu stuðningsmenn forsætisráðherrans sem tóku vel á móti honum í Árósum. Svona uppákomur og samskonar kappræður og fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum hafa velt upp umræðu um hvort kosningabaráttan hér í Danmörku sé að verða full bandarísk. Anders Curill, ritstjóri háskólablaðsins For Campus, segir sönginn minna svolítið á bandarískar aðferðir. „Þetta er vísir að öðrum aðferðum en hafa þekkst í Danmörku fram að þessu,“ segir Curill. En innandyra var það alvaran. Nýlegar tölur um að að útgjöld á hvern nemanda hafi lækkað á svo til öllum skólastigum komu til tals. Anders Fogh svaraði þannig að heildarútgjöld til menntamála hefðu hækkað frá því að hann tók við 2001 „Við þurfum því að styðja verulega við menntun, allt frá grunnskólanum upp í endurmenntun. Það er mikil áskorun að gera Danmörku að forystulandi í menntamálum,“ sagði ráðherrann. Venstre missir aðeins flugið í nýjustu skoðanakönnunum en meirihlutinn heldur þó velli. Rasmussen sagði í stuttu spjalli við Stöð 2 eftir fundinn í Árósum að hann vildi ekki hrósa sigri fyrr en búið væri að telja uppúr kjörkössunum. Jafnaðarmönnum hefur verið spáð verstu úrslitum í 30 ár og rætt um að formaðurinn, Mogens Lykketoft, sé valtur í sessi. Formaður flokksins á undan Lykketoft og Poul Nyrup Rasmussen var Svend Auken. Hann segir jafnaðarmenn hafa langa reynslu af því að styðja sitt fólk þótt á móti blási. Aðspurður hvað honum finnist um að rætt hafi verið um að Lykketoft hætti sem formaður segir Auken vissulega mikið hafa verið rætt um það en það hafi mest verið meðal almennra borgara. „Að minnsta kosti styð ég hann og ég held að langflestir meðlimir flokksins telji Mogens Lykketoft vera góðan formann,“ segir Auken. Staða fimm stærstu flokka er þessi samkvæmt skoðanakönnun Megafone í dag: Frjálslyndi hægri flokkurinn Venstre missir tvö prósent, jafnaðarmenn missa fjögur prósent en miðjuflokkurinn Radikale Venstre bætir við sig fimm prósentum. Danski þjóðarflokkurinn og Íhaldsflokkurinn eru á svipuðu róli og í síðustu kosningum. Það er því útlit fyrir spennandi þingkosningar í Danmörku á morgun Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu Innlent Fleiri fréttir Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Sjá meira
Aukin spenna er hlaupin í kosningabaráttuna í Danmörku, en þingkosningar fara þar fram á morgun. Bilið minnkar milli tveggja stærstu flokkanna en stjórnin heldur naumum meirihluta samkvæmt skoðanakönnunum. Forsætisráðherrann segist ekki hrósa sigri fyrr en eftir talningu atkvæða og fyrrverandi formaður Jafnaðarmannaflokksins blæs á orðróm um að framtíð núverandi formanns sé í hættu. Danskir stjórnmálamenn geysast um landið þvert og endilangt þessa síðustu daga fyrir kosningarnar. Anders Fogh Rasmussen forsætisráðherra kom meðal annars fram á opnum fundi með nemendum í Árósarháskóla. „Við viljum fá Anders Fogh,“ sungu stuðningsmenn forsætisráðherrans sem tóku vel á móti honum í Árósum. Svona uppákomur og samskonar kappræður og fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum hafa velt upp umræðu um hvort kosningabaráttan hér í Danmörku sé að verða full bandarísk. Anders Curill, ritstjóri háskólablaðsins For Campus, segir sönginn minna svolítið á bandarískar aðferðir. „Þetta er vísir að öðrum aðferðum en hafa þekkst í Danmörku fram að þessu,“ segir Curill. En innandyra var það alvaran. Nýlegar tölur um að að útgjöld á hvern nemanda hafi lækkað á svo til öllum skólastigum komu til tals. Anders Fogh svaraði þannig að heildarútgjöld til menntamála hefðu hækkað frá því að hann tók við 2001 „Við þurfum því að styðja verulega við menntun, allt frá grunnskólanum upp í endurmenntun. Það er mikil áskorun að gera Danmörku að forystulandi í menntamálum,“ sagði ráðherrann. Venstre missir aðeins flugið í nýjustu skoðanakönnunum en meirihlutinn heldur þó velli. Rasmussen sagði í stuttu spjalli við Stöð 2 eftir fundinn í Árósum að hann vildi ekki hrósa sigri fyrr en búið væri að telja uppúr kjörkössunum. Jafnaðarmönnum hefur verið spáð verstu úrslitum í 30 ár og rætt um að formaðurinn, Mogens Lykketoft, sé valtur í sessi. Formaður flokksins á undan Lykketoft og Poul Nyrup Rasmussen var Svend Auken. Hann segir jafnaðarmenn hafa langa reynslu af því að styðja sitt fólk þótt á móti blási. Aðspurður hvað honum finnist um að rætt hafi verið um að Lykketoft hætti sem formaður segir Auken vissulega mikið hafa verið rætt um það en það hafi mest verið meðal almennra borgara. „Að minnsta kosti styð ég hann og ég held að langflestir meðlimir flokksins telji Mogens Lykketoft vera góðan formann,“ segir Auken. Staða fimm stærstu flokka er þessi samkvæmt skoðanakönnun Megafone í dag: Frjálslyndi hægri flokkurinn Venstre missir tvö prósent, jafnaðarmenn missa fjögur prósent en miðjuflokkurinn Radikale Venstre bætir við sig fimm prósentum. Danski þjóðarflokkurinn og Íhaldsflokkurinn eru á svipuðu róli og í síðustu kosningum. Það er því útlit fyrir spennandi þingkosningar í Danmörku á morgun
Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu Innlent Fleiri fréttir Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Sjá meira