Danska stjórnin heldur meirihluta 7. febrúar 2005 00:01 Aukin spenna er hlaupin í kosningabaráttuna í Danmörku, en þingkosningar fara þar fram á morgun. Bilið minnkar milli tveggja stærstu flokkanna en stjórnin heldur naumum meirihluta samkvæmt skoðanakönnunum. Forsætisráðherrann segist ekki hrósa sigri fyrr en eftir talningu atkvæða og fyrrverandi formaður Jafnaðarmannaflokksins blæs á orðróm um að framtíð núverandi formanns sé í hættu. Danskir stjórnmálamenn geysast um landið þvert og endilangt þessa síðustu daga fyrir kosningarnar. Anders Fogh Rasmussen forsætisráðherra kom meðal annars fram á opnum fundi með nemendum í Árósarháskóla. „Við viljum fá Anders Fogh,“ sungu stuðningsmenn forsætisráðherrans sem tóku vel á móti honum í Árósum. Svona uppákomur og samskonar kappræður og fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum hafa velt upp umræðu um hvort kosningabaráttan hér í Danmörku sé að verða full bandarísk. Anders Curill, ritstjóri háskólablaðsins For Campus, segir sönginn minna svolítið á bandarískar aðferðir. „Þetta er vísir að öðrum aðferðum en hafa þekkst í Danmörku fram að þessu,“ segir Curill. En innandyra var það alvaran. Nýlegar tölur um að að útgjöld á hvern nemanda hafi lækkað á svo til öllum skólastigum komu til tals. Anders Fogh svaraði þannig að heildarútgjöld til menntamála hefðu hækkað frá því að hann tók við 2001 „Við þurfum því að styðja verulega við menntun, allt frá grunnskólanum upp í endurmenntun. Það er mikil áskorun að gera Danmörku að forystulandi í menntamálum,“ sagði ráðherrann. Venstre missir aðeins flugið í nýjustu skoðanakönnunum en meirihlutinn heldur þó velli. Rasmussen sagði í stuttu spjalli við Stöð 2 eftir fundinn í Árósum að hann vildi ekki hrósa sigri fyrr en búið væri að telja uppúr kjörkössunum. Jafnaðarmönnum hefur verið spáð verstu úrslitum í 30 ár og rætt um að formaðurinn, Mogens Lykketoft, sé valtur í sessi. Formaður flokksins á undan Lykketoft og Poul Nyrup Rasmussen var Svend Auken. Hann segir jafnaðarmenn hafa langa reynslu af því að styðja sitt fólk þótt á móti blási. Aðspurður hvað honum finnist um að rætt hafi verið um að Lykketoft hætti sem formaður segir Auken vissulega mikið hafa verið rætt um það en það hafi mest verið meðal almennra borgara. „Að minnsta kosti styð ég hann og ég held að langflestir meðlimir flokksins telji Mogens Lykketoft vera góðan formann,“ segir Auken. Staða fimm stærstu flokka er þessi samkvæmt skoðanakönnun Megafone í dag: Frjálslyndi hægri flokkurinn Venstre missir tvö prósent, jafnaðarmenn missa fjögur prósent en miðjuflokkurinn Radikale Venstre bætir við sig fimm prósentum. Danski þjóðarflokkurinn og Íhaldsflokkurinn eru á svipuðu róli og í síðustu kosningum. Það er því útlit fyrir spennandi þingkosningar í Danmörku á morgun Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Fleiri fréttir Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Sjá meira
Aukin spenna er hlaupin í kosningabaráttuna í Danmörku, en þingkosningar fara þar fram á morgun. Bilið minnkar milli tveggja stærstu flokkanna en stjórnin heldur naumum meirihluta samkvæmt skoðanakönnunum. Forsætisráðherrann segist ekki hrósa sigri fyrr en eftir talningu atkvæða og fyrrverandi formaður Jafnaðarmannaflokksins blæs á orðróm um að framtíð núverandi formanns sé í hættu. Danskir stjórnmálamenn geysast um landið þvert og endilangt þessa síðustu daga fyrir kosningarnar. Anders Fogh Rasmussen forsætisráðherra kom meðal annars fram á opnum fundi með nemendum í Árósarháskóla. „Við viljum fá Anders Fogh,“ sungu stuðningsmenn forsætisráðherrans sem tóku vel á móti honum í Árósum. Svona uppákomur og samskonar kappræður og fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum hafa velt upp umræðu um hvort kosningabaráttan hér í Danmörku sé að verða full bandarísk. Anders Curill, ritstjóri háskólablaðsins For Campus, segir sönginn minna svolítið á bandarískar aðferðir. „Þetta er vísir að öðrum aðferðum en hafa þekkst í Danmörku fram að þessu,“ segir Curill. En innandyra var það alvaran. Nýlegar tölur um að að útgjöld á hvern nemanda hafi lækkað á svo til öllum skólastigum komu til tals. Anders Fogh svaraði þannig að heildarútgjöld til menntamála hefðu hækkað frá því að hann tók við 2001 „Við þurfum því að styðja verulega við menntun, allt frá grunnskólanum upp í endurmenntun. Það er mikil áskorun að gera Danmörku að forystulandi í menntamálum,“ sagði ráðherrann. Venstre missir aðeins flugið í nýjustu skoðanakönnunum en meirihlutinn heldur þó velli. Rasmussen sagði í stuttu spjalli við Stöð 2 eftir fundinn í Árósum að hann vildi ekki hrósa sigri fyrr en búið væri að telja uppúr kjörkössunum. Jafnaðarmönnum hefur verið spáð verstu úrslitum í 30 ár og rætt um að formaðurinn, Mogens Lykketoft, sé valtur í sessi. Formaður flokksins á undan Lykketoft og Poul Nyrup Rasmussen var Svend Auken. Hann segir jafnaðarmenn hafa langa reynslu af því að styðja sitt fólk þótt á móti blási. Aðspurður hvað honum finnist um að rætt hafi verið um að Lykketoft hætti sem formaður segir Auken vissulega mikið hafa verið rætt um það en það hafi mest verið meðal almennra borgara. „Að minnsta kosti styð ég hann og ég held að langflestir meðlimir flokksins telji Mogens Lykketoft vera góðan formann,“ segir Auken. Staða fimm stærstu flokka er þessi samkvæmt skoðanakönnun Megafone í dag: Frjálslyndi hægri flokkurinn Venstre missir tvö prósent, jafnaðarmenn missa fjögur prósent en miðjuflokkurinn Radikale Venstre bætir við sig fimm prósentum. Danski þjóðarflokkurinn og Íhaldsflokkurinn eru á svipuðu róli og í síðustu kosningum. Það er því útlit fyrir spennandi þingkosningar í Danmörku á morgun
Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Fleiri fréttir Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Sjá meira