Ferð Rice til Evrópu og Ísraels 8. febrúar 2005 00:01 Utanríkisráðherra Bandaríkjanna Condoleezza Rice er nú í fyrstu utanlandsferð sinni sem utanríkisráðherra. Hún heimsækir valin ríki í Evrópu auk Mið-Austurlanda. Heimsókn hennar þangað nú um og eftir helgina á vonandi eftir að bera ríkulegan ávöxt, þótt hún sitji ekki leiðtogafundinn í Egyptalandi. Hún byrjaði á því fyrir helgi að heimsækja helsta bandamann Bandaríkjanna í Evrópu, Tony Blair forsætisráherra Breta, til að innsigla vináttu þjóðanna og samstöðuna í Íraksstríðinu. Ferðaáætlun Rice er eftirtektarverð og speglar vel áherslur Bandaríkjastjórnar í samskiptum sínum við Evrópulönd. Eftir fundi með Blair og fleiri ráðamönnum í Bretlandi fór utanríkisráðherrann til fundar við Gerhard Schröder kanslara Þýskalands, sem hefur ekki verið alveg sammála Bandaríkjastjórn í afstöðunni til Íraks. Þau hafa væntanlega skýrt sjónarmið sín til sameiginlegra mála. Næst lá leiðin til Póllands, sem hefur verið að gera sig sífellt meira gildandi á alþjóðavettvangi. Þeir hafa sent lið til Íraks og heimsókn bandaríska utanríkisráðherrans til Varsjár er því engin tilviljun. Norðurlönd eru hvergi á dagskrá heimsóknar Condoleezzu Rice til Evrópu, enda kalda stríðinu fyrir löngu lokið og Norður - Atlantshafið ekki eins mikilvægt fyrir Bandaríkin og áður. Nú er mikilvægara fyrir Bandaríkjastjórn að rétta við málstað sinn í Bretlandi og á meginlandi Evrópu og endurgjalda stuðning við Íraksstríðið. Þess vegna lá leið ráðherrans frá Póllandi til Tyrklands, en án aðstöðunnar í Tyrklandi hefði verið erfitt fyrir Bandaríkjamenn að stunda hernaðinn í Írak. Ráðherrann hvatti í gær Ísraela og Palestínumenn til að leysa mál sín sjálfir. Jafnframt tilkynnti hún um skipan sérstaks öryggisfulltrúa Bandaríkjastjórnar til að fylgjast með þróun mála á svæðinu og greiðslu fyrstu upphæðarinnar af því fjárframlagi sem Bush Bandaríkjaforseti hefur heitið Palestínumönnum til að endurreisa fjárhag þeirra. Í síðari hluta ferðarinnar leggur svo bandaríski utanríkisráðherrann leið sína til Ítalíu og Frakklands, en endar svo í Brussel þar sem hún á fund með utanríkisráðherrum Nató-ríkjanna. Íslendingar fylgjast kannski einkum og sér í lagi með þeim fundi, þar sem Davíð Oddsson utanríkisráðherra verður væntanlega okkar fulltrúi. Fundur Condoleezzu með starfsbræðrum sínum í Evrópu er stuttur, en það er á fundum sem þessum sem hlutirnir gerast. Stjórnvöld hér hafa átt í viðræðum við Bandaríkjastjórn um veru Varnarliðsins á Íslandi , en nú um nokkurn tíma hefur ekkert heyrst um það mál sem á að vera í höndum embættismanna. Vonandi kemst skriður á málið ef Davíð nær fundi Condoleezzu í Brussel svo einhverjar skýrar línur fáist í það á næstu mánuðum . Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Kári Jónasson Mest lesið Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon Skoðun Mikilvægi samfélagslöggæslu Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson Skoðun Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Geðheilbrigðiskerfi án sálfræðinga, hvernig hljómar það? María Mjöll Björnsdóttir Skoðun Betra heilbrigðiskerfi fyrir konur Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun
Utanríkisráðherra Bandaríkjanna Condoleezza Rice er nú í fyrstu utanlandsferð sinni sem utanríkisráðherra. Hún heimsækir valin ríki í Evrópu auk Mið-Austurlanda. Heimsókn hennar þangað nú um og eftir helgina á vonandi eftir að bera ríkulegan ávöxt, þótt hún sitji ekki leiðtogafundinn í Egyptalandi. Hún byrjaði á því fyrir helgi að heimsækja helsta bandamann Bandaríkjanna í Evrópu, Tony Blair forsætisráherra Breta, til að innsigla vináttu þjóðanna og samstöðuna í Íraksstríðinu. Ferðaáætlun Rice er eftirtektarverð og speglar vel áherslur Bandaríkjastjórnar í samskiptum sínum við Evrópulönd. Eftir fundi með Blair og fleiri ráðamönnum í Bretlandi fór utanríkisráðherrann til fundar við Gerhard Schröder kanslara Þýskalands, sem hefur ekki verið alveg sammála Bandaríkjastjórn í afstöðunni til Íraks. Þau hafa væntanlega skýrt sjónarmið sín til sameiginlegra mála. Næst lá leiðin til Póllands, sem hefur verið að gera sig sífellt meira gildandi á alþjóðavettvangi. Þeir hafa sent lið til Íraks og heimsókn bandaríska utanríkisráðherrans til Varsjár er því engin tilviljun. Norðurlönd eru hvergi á dagskrá heimsóknar Condoleezzu Rice til Evrópu, enda kalda stríðinu fyrir löngu lokið og Norður - Atlantshafið ekki eins mikilvægt fyrir Bandaríkin og áður. Nú er mikilvægara fyrir Bandaríkjastjórn að rétta við málstað sinn í Bretlandi og á meginlandi Evrópu og endurgjalda stuðning við Íraksstríðið. Þess vegna lá leið ráðherrans frá Póllandi til Tyrklands, en án aðstöðunnar í Tyrklandi hefði verið erfitt fyrir Bandaríkjamenn að stunda hernaðinn í Írak. Ráðherrann hvatti í gær Ísraela og Palestínumenn til að leysa mál sín sjálfir. Jafnframt tilkynnti hún um skipan sérstaks öryggisfulltrúa Bandaríkjastjórnar til að fylgjast með þróun mála á svæðinu og greiðslu fyrstu upphæðarinnar af því fjárframlagi sem Bush Bandaríkjaforseti hefur heitið Palestínumönnum til að endurreisa fjárhag þeirra. Í síðari hluta ferðarinnar leggur svo bandaríski utanríkisráðherrann leið sína til Ítalíu og Frakklands, en endar svo í Brussel þar sem hún á fund með utanríkisráðherrum Nató-ríkjanna. Íslendingar fylgjast kannski einkum og sér í lagi með þeim fundi, þar sem Davíð Oddsson utanríkisráðherra verður væntanlega okkar fulltrúi. Fundur Condoleezzu með starfsbræðrum sínum í Evrópu er stuttur, en það er á fundum sem þessum sem hlutirnir gerast. Stjórnvöld hér hafa átt í viðræðum við Bandaríkjastjórn um veru Varnarliðsins á Íslandi , en nú um nokkurn tíma hefur ekkert heyrst um það mál sem á að vera í höndum embættismanna. Vonandi kemst skriður á málið ef Davíð nær fundi Condoleezzu í Brussel svo einhverjar skýrar línur fáist í það á næstu mánuðum .