Innlent

Ferðaskrifstofa Íslands sýknuð

Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði Ferðaskrifstofu Íslands í morgun af tæplega sex milljóna króna skaðabótakröfu stúlku sem slasaðist í sumarfríi með fjölskyldu sinni í Portúgal fyrir fimm árum, en ferðin var farin á vegum ferðaskrifstofunnar. Stúlkan var þá 13 ára gömul og skarst hún í andliti þegar hún rakst á stiga í sundlaug við hótelið sem hún dvaldi á eftir að hafa stungið sér til sunds. Hún hefur í kjölfarið þurft að gangast undir lýtaaðgerðir og er í dag úrskurðuð 20 prósent öryrki. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að ekkert benti til þess að stiginn sem stúlkan rakst á hafi verið öðruvísi en aðrir sundlaugastigar og að ekki hafi tekist að sanna að hann hafi verið vanbúinn. Því beri Ferðaskrifstofa Íslands ekki ábyrgð á skaða stúlkunnar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×