Menning

Góð afslöppun frá daglegu amstri

"Það er skemmtilegt áhugamál og góð afslöppun frá öllu stressi og daglegu amstri að fást við liti og form," segir Rúna þegar farið er að ræða um listina við hana og efnið sem hún kennir í skólanum. "Ég hef þetta í námskeiðaformi þannig að fólk mætir einu sinni í viku í 8-10 vikur. Ég hef byrjendur sér og framhaldsnemendur sér og svo verður oft framhald á framhaldinu því margir eru hjá mér ár eftir ár," segir Rúna sem er til húsa á Látraströnd 7 á Seltjarnarnesi. Hún er með kennsluna á kvöldin, kl. 17 og kl. 20, þrjá til fjóra hópa í viku og kennir listmálun með vatnslitum, akrýllitum og olíulitum auk þess sem teikning er innifalin í námskeiðunum. "Það er nauðsynlegt að hafa hana með," segir hún brosandi og lýsir fyrirkomulagi námskeiðanna nánar. "Í byrjendahópunum kenni ég alla undirstöðu en þegar fólk er búið að vera lengur getur það valið sér myndefni. Þó er ég alltaf með viss verkefni í gangi, við tökum kannski fyrir ákveðin mottó og vinnum út frá þeim. Einnig bendi ég á dæmi í listasögunni til að opna augu fólks fyrir því sem hægt er að gera og við förum alltaf á sýningar einu sinni eða oftar á námskeiðunum svo nemendur kynnist því sem er að gerast í listaheiminum." gun@frettabladid.is





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.