Þrír íslenskir hermenn í Írak 8. febrúar 2005 00:01 Ekki færri en þrír Íslendingar gegna nú hermennsku í Írak og sá fjórði er á leiðinni þangað. Átján ára piltur úr Vogum á Vatnsleysuströnd varð fyrir þeirri lífsreynslu á dögunum að eldflaug lenti við svefnskála hans en til allrar mildi sprakk hún ekki. Í þættinum Sjálfstætt fólk á Stöð 2 síðastliðinn sunnudag var fjallað um Steinunni Kjartansdóttur sem er liðþjálfi í bandaríska hernum í Írak. En hún er ekki eini Íslendingurinn sem gegnir hermennsku þessa dagana í Írak. Kristófer Kevin Turner, átján ára gamall, er í breska hernum og hefur síðastliðna þrjá mánuði verið í Basra. Hann er fæddur í Reykjavík en uppalinn í Vogum á Vatnsleysuströnd þar sem hann bjó þar til fyrir tveimur árum að hann ákvað að gerast hermaður. Hann starfar nú við birgðaflutninga. Foreldrar hans, hjónin Sigrún Stefánsdóttir og Dean Turner, búa í Vogunum. Dean er frá Bretlandi en starfar hjá Bros-auglýsingavörum í Reykjavík. Hann segist í fyrstu hafa lagst eindregið gegn því að sonur sinn gerðist hermaður en sættir sig nú við orðinn hlut og kveðst standa með honum. Dean segir Kristófer ánægðan með hættuförina en í síðasta mánuði var hann í mikilli hættu þegar eldflaug lenti fyrir utan svefnskála hans en slapp ómeiddur. Kristófer á eftir þrjá mánuði af dvöl sinni og vonast foreldrar hans til að sá tími líði sem fyrst. Stöð 2 hefur upplýsingar um fleiri Íslendinga í Írak. Tvítugur sonur Örnu Báru Arnarsdóttur, Sesar Arnar Sanches, en faður hans er bandarískur, er landgönguliði og staðsettur mitt á milli Falluja og Bagdad. Þá er Daníel Haraldsson, 25 ára hálfur Dani og hálfur Íslendingur, á leið til Íraks á vegum danska hersins þann 17. febrúar næstkomandi. Daníel er í herlögreglunni og hefur verið í Kósóvó að undanförnu. Að jafnaði er hann staðsettur í herstöðinni Hvorup í Álaborg. Annar Íslendingur í danska hernum var í Írak frá október 2003 til febrúar 2004. Hann er sem stendur í liðþjálfaskóla en vill ekki láta nafns síns getið. Fréttir Innlent Írak Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Fleiri fréttir Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Sjá meira
Ekki færri en þrír Íslendingar gegna nú hermennsku í Írak og sá fjórði er á leiðinni þangað. Átján ára piltur úr Vogum á Vatnsleysuströnd varð fyrir þeirri lífsreynslu á dögunum að eldflaug lenti við svefnskála hans en til allrar mildi sprakk hún ekki. Í þættinum Sjálfstætt fólk á Stöð 2 síðastliðinn sunnudag var fjallað um Steinunni Kjartansdóttur sem er liðþjálfi í bandaríska hernum í Írak. En hún er ekki eini Íslendingurinn sem gegnir hermennsku þessa dagana í Írak. Kristófer Kevin Turner, átján ára gamall, er í breska hernum og hefur síðastliðna þrjá mánuði verið í Basra. Hann er fæddur í Reykjavík en uppalinn í Vogum á Vatnsleysuströnd þar sem hann bjó þar til fyrir tveimur árum að hann ákvað að gerast hermaður. Hann starfar nú við birgðaflutninga. Foreldrar hans, hjónin Sigrún Stefánsdóttir og Dean Turner, búa í Vogunum. Dean er frá Bretlandi en starfar hjá Bros-auglýsingavörum í Reykjavík. Hann segist í fyrstu hafa lagst eindregið gegn því að sonur sinn gerðist hermaður en sættir sig nú við orðinn hlut og kveðst standa með honum. Dean segir Kristófer ánægðan með hættuförina en í síðasta mánuði var hann í mikilli hættu þegar eldflaug lenti fyrir utan svefnskála hans en slapp ómeiddur. Kristófer á eftir þrjá mánuði af dvöl sinni og vonast foreldrar hans til að sá tími líði sem fyrst. Stöð 2 hefur upplýsingar um fleiri Íslendinga í Írak. Tvítugur sonur Örnu Báru Arnarsdóttur, Sesar Arnar Sanches, en faður hans er bandarískur, er landgönguliði og staðsettur mitt á milli Falluja og Bagdad. Þá er Daníel Haraldsson, 25 ára hálfur Dani og hálfur Íslendingur, á leið til Íraks á vegum danska hersins þann 17. febrúar næstkomandi. Daníel er í herlögreglunni og hefur verið í Kósóvó að undanförnu. Að jafnaði er hann staðsettur í herstöðinni Hvorup í Álaborg. Annar Íslendingur í danska hernum var í Írak frá október 2003 til febrúar 2004. Hann er sem stendur í liðþjálfaskóla en vill ekki láta nafns síns getið.
Fréttir Innlent Írak Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Fleiri fréttir Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Sjá meira