Kolbrún Pálína með lítinn gullmola 9. febrúar 2005 00:01 "Ég er enn heima og nýt þess," segir Kolbrún Pálína Helgadóttir fyrrverandi fegurðardrottning sem eignaðist soninn Sigurð Viðar þann 27. ágúst. "Móðurhlutverkið leggst ótrúlega vel í mig og það kemur mér á óvart hversu mikið ég er búin að drekkja mér í þetta hlutverk. Ég held að ég hafi ekki lagt mig jafn mikið fram við neitt annað annað hingað til og þetta er bara ótrúlega skemmtilegt." Kolbrún Pálína býr í Árbænum ásamt kærastanum sínum, Þresti Jóni. Hann er einn af eigendum Iceland spa & fitnes sem er stór líkamsræktarkeðja hér á landi en Kolbrún starfaði sem einkaþjálfari í Sporthúsinu í Kópavogi áður en hún fór í barneignarleyfi. "Ég og Þröstur Jón kynntumst vorið 2003 þannig að þetta hefur allt gerst mjög hratt. Þá átti hann þetta hús sem við búum í en nú höfum við komið okkur vel fyrir saman," segir Kolbrún Pálína sem verður 25 ára í sumar. Kolbrún segir Sigurð Viðar ótrúlega væran og góðan og skilur reyndar ekki hvað hún hafi gert til að verðskulda svona gullmola. "Ég var eiginlega búin að búa mig undir meiri átök. Fyrstu næturnar var smá brölt en hann er glaður og skemmtilegur í dag." Kolbrún segist ekki vita hvenær hún ætli að mæta aftur í vinnuna en hún sé aðeins byrjuð að mæta í ræktina. "Ég nýt þess að vera heima við og eins og er finnst mér hræðileg tilhugsun að setja hann í pössun. Ég ætla að njóta þess að vera með honum í sumar en svo fer maður að kynna sér málin með dagmömmurnar. Vinnan mín er þannig að ég get byrjað rólega ef mig langar að komast innan um fólk en ég er aðeins farin að mæta svona ef ég er í stuði en langt því frá af krafti. Það er samt gott að koma þarna og kjafta enda var ég þar svo lengi og félagslífið í ræktinni er mjög skemmtilegt. Ég er líka lærður förðunarfræðingur og hef það alltaf í bakhöndinni og svo hef ég verið með framkomunámskeið fyrir unglinga hjá Eskimo models. Ég hafði mjög gaman af því og það er aldrei að vita nema maður snúi sér að því aftur. Ég fékk sjálf mikið út úr þessu og styrktist í leiðinni og það var mjög gaman að sjá framfarirnar hjá þessum litlu skvísum sem þorðu í fyrstu ekki að tala fyrir framan hópinn. Maður man alveg hvernig maður var á þessum aldri og því gaman að leggja öðrum lið." Lestu ítarlegt viðtal við Kolbrúnu Pálínu í tímaritinu Magasín sem fylgir DV í dag. Menning Tilveran Mest lesið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Brenton Wood er látinn Lífið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið Bráðum verður hún frú Beast Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Lífið Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
"Ég er enn heima og nýt þess," segir Kolbrún Pálína Helgadóttir fyrrverandi fegurðardrottning sem eignaðist soninn Sigurð Viðar þann 27. ágúst. "Móðurhlutverkið leggst ótrúlega vel í mig og það kemur mér á óvart hversu mikið ég er búin að drekkja mér í þetta hlutverk. Ég held að ég hafi ekki lagt mig jafn mikið fram við neitt annað annað hingað til og þetta er bara ótrúlega skemmtilegt." Kolbrún Pálína býr í Árbænum ásamt kærastanum sínum, Þresti Jóni. Hann er einn af eigendum Iceland spa & fitnes sem er stór líkamsræktarkeðja hér á landi en Kolbrún starfaði sem einkaþjálfari í Sporthúsinu í Kópavogi áður en hún fór í barneignarleyfi. "Ég og Þröstur Jón kynntumst vorið 2003 þannig að þetta hefur allt gerst mjög hratt. Þá átti hann þetta hús sem við búum í en nú höfum við komið okkur vel fyrir saman," segir Kolbrún Pálína sem verður 25 ára í sumar. Kolbrún segir Sigurð Viðar ótrúlega væran og góðan og skilur reyndar ekki hvað hún hafi gert til að verðskulda svona gullmola. "Ég var eiginlega búin að búa mig undir meiri átök. Fyrstu næturnar var smá brölt en hann er glaður og skemmtilegur í dag." Kolbrún segist ekki vita hvenær hún ætli að mæta aftur í vinnuna en hún sé aðeins byrjuð að mæta í ræktina. "Ég nýt þess að vera heima við og eins og er finnst mér hræðileg tilhugsun að setja hann í pössun. Ég ætla að njóta þess að vera með honum í sumar en svo fer maður að kynna sér málin með dagmömmurnar. Vinnan mín er þannig að ég get byrjað rólega ef mig langar að komast innan um fólk en ég er aðeins farin að mæta svona ef ég er í stuði en langt því frá af krafti. Það er samt gott að koma þarna og kjafta enda var ég þar svo lengi og félagslífið í ræktinni er mjög skemmtilegt. Ég er líka lærður förðunarfræðingur og hef það alltaf í bakhöndinni og svo hef ég verið með framkomunámskeið fyrir unglinga hjá Eskimo models. Ég hafði mjög gaman af því og það er aldrei að vita nema maður snúi sér að því aftur. Ég fékk sjálf mikið út úr þessu og styrktist í leiðinni og það var mjög gaman að sjá framfarirnar hjá þessum litlu skvísum sem þorðu í fyrstu ekki að tala fyrir framan hópinn. Maður man alveg hvernig maður var á þessum aldri og því gaman að leggja öðrum lið." Lestu ítarlegt viðtal við Kolbrúnu Pálínu í tímaritinu Magasín sem fylgir DV í dag.
Menning Tilveran Mest lesið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Brenton Wood er látinn Lífið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið Bráðum verður hún frú Beast Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Lífið Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira