Ekki nóg að sigra í könnunum 9. febrúar 2005 00:01 Ingibjörg Sólrún Gísladóttir segir ekki nóg að sigra í könnunum. Það séu kosningarnar sjálfar sem gildi. Hún segist þó gleðjast yfir nýrri könnun sem sýnir að átta af hverjum tíu Samfylkingarmönnum telja hana hæfari til formennsku í flokknum en sitjandi formann, Össur Skarphéðinsson. Sjötíu prósent kjósenda Samfylkingarinnar telja Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur hæfari til að gegna formennsku í flokknum. Átján prósent veðja hins vegar á Össur Skarphéðinsson. Tólf prósent eru hlutlaus. Sé einungis litið til þeirra sem tóku afstöðu vilja átta af hverjum tíu að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir leiði flokkinn. Þetta kemur fram í skoðanakönnun sem Gallup gerði fyrir tímaritið Mannlíf og birtist í nýjasta tölublaði þess. Þar voru 1288 spurðir en 801 svaraði. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir er talin vænlegri kostur í formannsembættið af rúmum 65 prósentum fólks úr öllum flokkum sé einungis litið til þeirra sem tóku afstöðu. Tæp 35 prósent veðja hins vegar á Össur. Nokkur munur er á milli kynja en þannig telja 72 prósent kvenna að Ingibjörg Sólrún sé hæfari en 59 prósent karla eru sömu skoðunar. Séu niðurstöðurnar hins vegar skoðaðar eftir flokkum eru línurnar öðruvísi. Sextíu prósent sjálfstæðismanna telja Össur hæfari en Ingibjörgu Sólrúnu til að leiða Samfylkinguna og 53 prósent framsóknarmanna að sama skapi. Sjötíu og sex prósent vinstri - grænna veðja hins vegar á Ingibjörgu Sólrúnu. Ingibjörg Sólrún segir ánægjulegt að fá svo góðan stuðning en hún sé ágætlega raunsæ og hafi reynslu af pólitík og könnunum og hún viti að það sé ekki nóg að sigra í könnunum, það þurfi að sigra í kosningum. Aðpurð hvort hún hafi átt von á þessu segist Ingibjörg ekki hafa vita á hverju hún ætti von. Hún hafi bara vitað það að hún hefði tekið áhættu fyrir tveimur árum vegna þess að vika í pólitík sé langur tími, hvað þá tvö ár. Hún hafi engu að síður látið slag standa og boðið sig fram vitandi það að hún hefði góðan stuðning og að þrýst væri á hana að bjóða sig fram. Henni hafi fundist hún þurfa að ljúka ákveðnum leiðangri sem hún hafi verið í en auðvitað sé þetta ferð út í óvissuna. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Tvær á toppnum Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Fleiri fréttir Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjá meira
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir segir ekki nóg að sigra í könnunum. Það séu kosningarnar sjálfar sem gildi. Hún segist þó gleðjast yfir nýrri könnun sem sýnir að átta af hverjum tíu Samfylkingarmönnum telja hana hæfari til formennsku í flokknum en sitjandi formann, Össur Skarphéðinsson. Sjötíu prósent kjósenda Samfylkingarinnar telja Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur hæfari til að gegna formennsku í flokknum. Átján prósent veðja hins vegar á Össur Skarphéðinsson. Tólf prósent eru hlutlaus. Sé einungis litið til þeirra sem tóku afstöðu vilja átta af hverjum tíu að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir leiði flokkinn. Þetta kemur fram í skoðanakönnun sem Gallup gerði fyrir tímaritið Mannlíf og birtist í nýjasta tölublaði þess. Þar voru 1288 spurðir en 801 svaraði. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir er talin vænlegri kostur í formannsembættið af rúmum 65 prósentum fólks úr öllum flokkum sé einungis litið til þeirra sem tóku afstöðu. Tæp 35 prósent veðja hins vegar á Össur. Nokkur munur er á milli kynja en þannig telja 72 prósent kvenna að Ingibjörg Sólrún sé hæfari en 59 prósent karla eru sömu skoðunar. Séu niðurstöðurnar hins vegar skoðaðar eftir flokkum eru línurnar öðruvísi. Sextíu prósent sjálfstæðismanna telja Össur hæfari en Ingibjörgu Sólrúnu til að leiða Samfylkinguna og 53 prósent framsóknarmanna að sama skapi. Sjötíu og sex prósent vinstri - grænna veðja hins vegar á Ingibjörgu Sólrúnu. Ingibjörg Sólrún segir ánægjulegt að fá svo góðan stuðning en hún sé ágætlega raunsæ og hafi reynslu af pólitík og könnunum og hún viti að það sé ekki nóg að sigra í könnunum, það þurfi að sigra í kosningum. Aðpurð hvort hún hafi átt von á þessu segist Ingibjörg ekki hafa vita á hverju hún ætti von. Hún hafi bara vitað það að hún hefði tekið áhættu fyrir tveimur árum vegna þess að vika í pólitík sé langur tími, hvað þá tvö ár. Hún hafi engu að síður látið slag standa og boðið sig fram vitandi það að hún hefði góðan stuðning og að þrýst væri á hana að bjóða sig fram. Henni hafi fundist hún þurfa að ljúka ákveðnum leiðangri sem hún hafi verið í en auðvitað sé þetta ferð út í óvissuna.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Tvær á toppnum Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Fleiri fréttir Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjá meira