Er þjóðin í afneitun? 10. febrúar 2005 00:01 Í nýjasta tölublaði Birtu er viðtal við Helgu Björnsdóttur mannfræðing sem varði þremur árum í félagsskap heimilislausra. Hún skrifaði svo mastersritgerð um málefnið. Þar kemur margt athyglisvert fram og greinilegt að heimilislausir eru hópur sem þjóðfélagið hefur gefist upp á. Kannski af því að þeir hafa tilhneigingu til að gefast upp sjálfir og lenda aftur í sama farinu eftir að hafa fengið það sem nánast er hægt að kalla fyrstu hjálp. Þeir hafa nefnilega yfirleitt ekki að neinu að hverfa þegar meðferð lýkur. Umræðan um alkólhólisma hefur tekið margar u-beygjur á undanförnum árum og margir sem eiga erfitt með að sætta sig við sjúkdómshugtakið. Viðhorfið er að "allt sé gert fyrir þetta lið, þessa bölvuðu aumingja sem geta svo ekki rifið sig upp á rassgatinu og orðið eins og fólk." Staðreyndin er hins vegar sú að sáralítið er gert fyrir þetta fólk. Það er nánast afskrifað, bæði af stjórnvöldum og samborgurunum. Þjóðfélagið hefur breyst og fyrir nokkrum árum þótti okkur vænt um rónana okkar. Þetta voru mest góðlátlegir karlar sem voru engum til vandræða, þáðu eina og eina rettu og 100 kall fyrir kogara. Fóru svo með ættjarðarljóð og grétu svolítið meðan þeir yljuðu sér við gamlar minningar. Reykvíkingar þekktu utangarðsmennina sína og báru umhyggju fyrir þeim. Nú er allt með öðrum brag. Heimilislausum hefur fjölgað í réttu hlutfalli við fjölgun borgarbúa og fólk er ýmist smeykt við þá eða vill ekkert af þeim vita. Best er að þeir séu sem ósýnilegastir því þá er hægt að telja sér trú um að allt sé í himnalagi. Og auðvitað eiga þeir ekki að vera ranglandi um Austurvöll þar sem búið er að setja upp fína myndlistarsýningu fyrir útlendinga. Hrein torg-fögur borg slagorðið hefur fengið nýja merkingu. Það er líka athyglisvert að konum fjölgar stöðugt í hópi heimilislausra þó þær séu enn miklu færri en karlarnir. Þessar konur lifa við ömurlegar aðstæður, selja sig fyrir áfengi og dópi og þvælast um í hörmulegu ástandi. Þær mæta fyrirlitningu hvar sem þær koma og sjálfsvirðingin er löngu farin veg allrar veraldar. Stundum er það eina sem þær kunna að rífa kjaft. Samt eiga þær svo bágt, svo bágt. Í nóvember síðastliðnum var efnt til söfnunar fyrir Konukot sem er fyrsta athvarfið í Reykjavík fyrir heimilislausar konur. Það söfnuðust 90 þúsund krónur. Skömmu síðar sameinaðist þjóðin í söfnunarátaki fyrir fórnarlömb flóðanna í Asíu. Þar söfnuðust tugir milljóna. Það er fínt mál að við kunnum að sýna samúð í verki þegar fólk úti í heimi á um sárt að binda. Og sorglegt að á sama tíma nennum við ekki að huga að okkar eigin bágstadda fólki og afskrifum fárveikt fólk sem aumingja. Edda Jóhannsdóttir -edda@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Edda Jóhannsdóttir Í brennidepli Mest lesið Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Í nýjasta tölublaði Birtu er viðtal við Helgu Björnsdóttur mannfræðing sem varði þremur árum í félagsskap heimilislausra. Hún skrifaði svo mastersritgerð um málefnið. Þar kemur margt athyglisvert fram og greinilegt að heimilislausir eru hópur sem þjóðfélagið hefur gefist upp á. Kannski af því að þeir hafa tilhneigingu til að gefast upp sjálfir og lenda aftur í sama farinu eftir að hafa fengið það sem nánast er hægt að kalla fyrstu hjálp. Þeir hafa nefnilega yfirleitt ekki að neinu að hverfa þegar meðferð lýkur. Umræðan um alkólhólisma hefur tekið margar u-beygjur á undanförnum árum og margir sem eiga erfitt með að sætta sig við sjúkdómshugtakið. Viðhorfið er að "allt sé gert fyrir þetta lið, þessa bölvuðu aumingja sem geta svo ekki rifið sig upp á rassgatinu og orðið eins og fólk." Staðreyndin er hins vegar sú að sáralítið er gert fyrir þetta fólk. Það er nánast afskrifað, bæði af stjórnvöldum og samborgurunum. Þjóðfélagið hefur breyst og fyrir nokkrum árum þótti okkur vænt um rónana okkar. Þetta voru mest góðlátlegir karlar sem voru engum til vandræða, þáðu eina og eina rettu og 100 kall fyrir kogara. Fóru svo með ættjarðarljóð og grétu svolítið meðan þeir yljuðu sér við gamlar minningar. Reykvíkingar þekktu utangarðsmennina sína og báru umhyggju fyrir þeim. Nú er allt með öðrum brag. Heimilislausum hefur fjölgað í réttu hlutfalli við fjölgun borgarbúa og fólk er ýmist smeykt við þá eða vill ekkert af þeim vita. Best er að þeir séu sem ósýnilegastir því þá er hægt að telja sér trú um að allt sé í himnalagi. Og auðvitað eiga þeir ekki að vera ranglandi um Austurvöll þar sem búið er að setja upp fína myndlistarsýningu fyrir útlendinga. Hrein torg-fögur borg slagorðið hefur fengið nýja merkingu. Það er líka athyglisvert að konum fjölgar stöðugt í hópi heimilislausra þó þær séu enn miklu færri en karlarnir. Þessar konur lifa við ömurlegar aðstæður, selja sig fyrir áfengi og dópi og þvælast um í hörmulegu ástandi. Þær mæta fyrirlitningu hvar sem þær koma og sjálfsvirðingin er löngu farin veg allrar veraldar. Stundum er það eina sem þær kunna að rífa kjaft. Samt eiga þær svo bágt, svo bágt. Í nóvember síðastliðnum var efnt til söfnunar fyrir Konukot sem er fyrsta athvarfið í Reykjavík fyrir heimilislausar konur. Það söfnuðust 90 þúsund krónur. Skömmu síðar sameinaðist þjóðin í söfnunarátaki fyrir fórnarlömb flóðanna í Asíu. Þar söfnuðust tugir milljóna. Það er fínt mál að við kunnum að sýna samúð í verki þegar fólk úti í heimi á um sárt að binda. Og sorglegt að á sama tíma nennum við ekki að huga að okkar eigin bágstadda fólki og afskrifum fárveikt fólk sem aumingja. Edda Jóhannsdóttir -edda@frettabladid.is
Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun
Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir Skoðun
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun
Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir Skoðun