Lífið

Helgi Þór sendur heim

Helgi Þór Arason féll í kvöld út úr úrslitakeppni Idol stjörnuleitarinnar. Sex manna úrslit fóru fram í beinni útsendingu Stöðvar 2 frá Vetrargarðinum í Smáralind í kvöld. Þema kvöldsins var kvikmyndatónlist. Gestadómari var Guðrún Gunnarsdóttir. Helgi Þór söng "Can´t fight the moonlight" úr kvikmyndinni Cyote Ugly. Frammistaða hans var að mati dómara sú versta sem hann hefur sýnt og áhorfendur heima voru sammála dómnefndinni. Líkt og í fyrri þáttum greiddu sjónvarpsáhorfendur atkvæði um keppendur með því að hringja inn eða senda SMS. Úrslitakeppnin heldur áfram að viku liðinni. Fimm manna úrslit verða í beinni útsendingu Stöðvar 2 frá Smáralind næstkomandi föstudag, 18. febrúar klukkan 20:30. Þá fellur enn einn úr keppni. Keppendur í 5 manna úrslitum eru; Davíð Smári, Ylfa Lind, Lísa, Hildur Vala og Heiða. Örlög þeirra verða sem fyrr í höndum þjóðarinnar. Hægt er að sjá og heyra frammistöðu allra keppenda í sex manna úrslitum í VefTívíi Vísis.IDOL-síðan





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.