Innlent

Vann prófmál gegn Skífunni

Gunnlaugur Briem trommuleikari vann í gær dómsmál gegn Skífunni. Málið snýst um rétt Skífunnar til að gefa út hljóðfæraleik Gunnlaugs á alls kyns safnplötum, án þess að greiða Gunnlaugi sérstaklega fyrir. Þetta mál var prófmál og snérist um eina útgáfu geisladisks sem gefin var með pulsupökkum í stórmörkuðum. Gunnlaugi voru dæmdar 100 þúsund krónur í bætur en hann segir málið mun stærra og að dómurinn sé stór sigur í réttindabaráttur íslenskra tónlistarmanna. Þetta þýði Skífan þurfi að gera reikningsskil á endurútgáfum. Í framhaldinu þurfi að setja lög um hvernig þessu verði háttað í framtíðinni „sem kemur sér vel fyrir öll „Idol-in“ og „Nylon-böndin“,“ segir Gunnlaugur. Gunnlaugur segir að þarna sé um að ræða hundruð útgáfna og flytjenda en hann vill ekki giska á hversu háar upphæðir geti verið um að ræða.  



Fleiri fréttir

Sjá meira


×