Pólitísk tíðindi við Tjörnina? 15. febrúar 2005 00:01 Pólitískra tíðinda gæti verið að vænta úr tólf manna matarveislu við Tjörnina í kvöld. Þingmenn Framsóknarflokksins ætla að snæða saman og ræða málefni flokksins, þar á meðal stöðu Kristins H. Gunnarssonar sem útilokaður var frá nefndarstarfi í haust. Sáttatónn virðist vera kominn í menn. Hjálmar Árnason, formaður þingflokks Framsóknarflokksins, segir ekkert óvenjulegt við fundinn í kvöld en miðað við samtöl fréttastofu við þingmenn flokksins í dag er greinilegt að menn búast við að til tíðinda kunni að draga. Ekki þó þannig að Kristinn H. fái aftur sæti í þingnefndum heldur tali menn um að sættir verði í áföngum. Fyrsti áfangi verði tekinn í kvöld þó viðræður hafi staðið yfir allt frá kjördæmisþinginu í Norðvesturkjördæmi fyrir jól. Þingmennirnir segja að allir verði að gefa eitthvað eftir, þetta verði aldrei einhliða sátt. Kristinn tekur undir þetta en segist þó ekki vera tilbúinn að gangast undir kröfur um eins konar skilorð. Litið er á tilraunir til sátta innan þingflokksins sem eins konar viðbrögð við mótbárum að undanförnu, þar á meðal slælegri útkomu í skoðanakönnunum. Einnig er talið skipta máli að stutt er í flokksþing og þá vilji menn sýna samstilltan flokk. Flokksstjórnin geti heldur ekki lengi litið fram hjá kjósendum Kristins á Vestfjörðum sem margir hverjir líti svo á að þeir hafi verið settir út í kuldann með Kristni. Þessa skoðun fékk Halldór Ásgrímsson, formaður flokksins, meðal annars að heyra á opnum stjórnmálafundi á Ísafirði í síðustu viku. Svo er bara að sjá hversu vel stemmdir þingmenn Framsóknarflokksins verða í kvöld og hvort sáttaskref verði tekið. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu Innlent Fleiri fréttir Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Sjá meira
Pólitískra tíðinda gæti verið að vænta úr tólf manna matarveislu við Tjörnina í kvöld. Þingmenn Framsóknarflokksins ætla að snæða saman og ræða málefni flokksins, þar á meðal stöðu Kristins H. Gunnarssonar sem útilokaður var frá nefndarstarfi í haust. Sáttatónn virðist vera kominn í menn. Hjálmar Árnason, formaður þingflokks Framsóknarflokksins, segir ekkert óvenjulegt við fundinn í kvöld en miðað við samtöl fréttastofu við þingmenn flokksins í dag er greinilegt að menn búast við að til tíðinda kunni að draga. Ekki þó þannig að Kristinn H. fái aftur sæti í þingnefndum heldur tali menn um að sættir verði í áföngum. Fyrsti áfangi verði tekinn í kvöld þó viðræður hafi staðið yfir allt frá kjördæmisþinginu í Norðvesturkjördæmi fyrir jól. Þingmennirnir segja að allir verði að gefa eitthvað eftir, þetta verði aldrei einhliða sátt. Kristinn tekur undir þetta en segist þó ekki vera tilbúinn að gangast undir kröfur um eins konar skilorð. Litið er á tilraunir til sátta innan þingflokksins sem eins konar viðbrögð við mótbárum að undanförnu, þar á meðal slælegri útkomu í skoðanakönnunum. Einnig er talið skipta máli að stutt er í flokksþing og þá vilji menn sýna samstilltan flokk. Flokksstjórnin geti heldur ekki lengi litið fram hjá kjósendum Kristins á Vestfjörðum sem margir hverjir líti svo á að þeir hafi verið settir út í kuldann með Kristni. Þessa skoðun fékk Halldór Ásgrímsson, formaður flokksins, meðal annars að heyra á opnum stjórnmálafundi á Ísafirði í síðustu viku. Svo er bara að sjá hversu vel stemmdir þingmenn Framsóknarflokksins verða í kvöld og hvort sáttaskref verði tekið.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu Innlent Fleiri fréttir Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Sjá meira