Hundruð flugfarþega biðu í vélunum 16. febrúar 2005 00:01 Hundruð flugfarþega þurftu að bíða tímunum saman úti í vélum við flugstöðina á Keflavíkurflugvelli í morgun þar sem vélarnar ýmist komust ekki frá flugstöðinni eða ekki að henni vegna veðurofsa. Allt innanlandsflug lá líka niðri í morgun. Flugmenn lögðu hreinlega ekki í hann vegna vinds og blindu á vellinum en sjálfar brautirnar voru hins vegar í góðu lagi. Fraktvél frá Flugleiðum komst í loftið snemma í morgun eftir að flugmennirnir höfðu beðið í nokkra stund á flugbrautinni og sættu lagi þegar veðrið dúraði aðeins. Um svipað leyti lenti líka vél að vestan og gat ekið að flugstöðinni, en skömmu síðar lenti önnur vél að vestan og þurftu farþegar að sitja í henni í tvær og hálfa klukkustund eftir lendingu þar sem ekki þótti hættandi á að aka henni upp að landganginum. Var loks brugðið á það ráð að skýla vélinni með stórum slökkvibílum og komst hún þá að landgangi. Flugleiðavél til London ók út á flugbraut fyrir stundu og bíða flugmenn lags við að komast á loft. Þrjár vélar Flugleiða bíða enn, þar af tvær við flugstöðina, en ein hefur ekki náðst út úr skýli fyrir hvassviðri. Fyrir stundu komst Kaupmannahafnarvélin í loftið eftir nokkra bið á flugbrautinni en vél Iceland Express, sem ekið var í flugtaksstöðu fyrir klukkustund, var snúið aftur þar sem hún þurfti afísingu á ný en síðan var brottför hennar seinkað til klukkan tvö. Spáð er illviðri fram yfir hádegi og óljóst hvenær vélarnar komast í loftið en ljóst er að millilandaflug er allt úr skorðum gengið og seinkanir verða á öllum vélum til baka. Þá hafa hvorki Landsflug né Flugfélag Íslands flogið innanlands í morgun og hefur öllu flugi verið frestað að minnsta kosti til klukkan tvö þegar skilyrði verða könnuð á ný. Mjög slæmt veður var á vestanverðu landinu í morgun og varð að loka Hellisheiði. Björgunarsveit úr Hveragerði var send á heiðina til að hjálpa fólki sem sat þar í bílum sínum og komst hvergi. Þá var illviðri á Holtavörðuheiði og þungfært um Steingrímsfjarðarheiði svo það helsta sé nefnt, en ekki er vitað um alvarleg óhöpp eða slys á vegunum. Fréttir Innlent Veður Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Ætlar að hitta kónginn í dag Erlent Fleiri fréttir Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Sjá meira
Hundruð flugfarþega þurftu að bíða tímunum saman úti í vélum við flugstöðina á Keflavíkurflugvelli í morgun þar sem vélarnar ýmist komust ekki frá flugstöðinni eða ekki að henni vegna veðurofsa. Allt innanlandsflug lá líka niðri í morgun. Flugmenn lögðu hreinlega ekki í hann vegna vinds og blindu á vellinum en sjálfar brautirnar voru hins vegar í góðu lagi. Fraktvél frá Flugleiðum komst í loftið snemma í morgun eftir að flugmennirnir höfðu beðið í nokkra stund á flugbrautinni og sættu lagi þegar veðrið dúraði aðeins. Um svipað leyti lenti líka vél að vestan og gat ekið að flugstöðinni, en skömmu síðar lenti önnur vél að vestan og þurftu farþegar að sitja í henni í tvær og hálfa klukkustund eftir lendingu þar sem ekki þótti hættandi á að aka henni upp að landganginum. Var loks brugðið á það ráð að skýla vélinni með stórum slökkvibílum og komst hún þá að landgangi. Flugleiðavél til London ók út á flugbraut fyrir stundu og bíða flugmenn lags við að komast á loft. Þrjár vélar Flugleiða bíða enn, þar af tvær við flugstöðina, en ein hefur ekki náðst út úr skýli fyrir hvassviðri. Fyrir stundu komst Kaupmannahafnarvélin í loftið eftir nokkra bið á flugbrautinni en vél Iceland Express, sem ekið var í flugtaksstöðu fyrir klukkustund, var snúið aftur þar sem hún þurfti afísingu á ný en síðan var brottför hennar seinkað til klukkan tvö. Spáð er illviðri fram yfir hádegi og óljóst hvenær vélarnar komast í loftið en ljóst er að millilandaflug er allt úr skorðum gengið og seinkanir verða á öllum vélum til baka. Þá hafa hvorki Landsflug né Flugfélag Íslands flogið innanlands í morgun og hefur öllu flugi verið frestað að minnsta kosti til klukkan tvö þegar skilyrði verða könnuð á ný. Mjög slæmt veður var á vestanverðu landinu í morgun og varð að loka Hellisheiði. Björgunarsveit úr Hveragerði var send á heiðina til að hjálpa fólki sem sat þar í bílum sínum og komst hvergi. Þá var illviðri á Holtavörðuheiði og þungfært um Steingrímsfjarðarheiði svo það helsta sé nefnt, en ekki er vitað um alvarleg óhöpp eða slys á vegunum.
Fréttir Innlent Veður Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Ætlar að hitta kónginn í dag Erlent Fleiri fréttir Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Sjá meira