Fischer fær ekki ríkisborgararétt

Allsherjarnefnd Alþingis ákvað í morgun að leggja ekki til við Alþingi að svo stöddu að Bobby Fisher skákmeistari fái ríkisborgararétt hér á landi. Ekki ríkti einhugur í nefndinni um þessa niðurstöðu en eftir sem áður stendur það að honum er boðið landvistarleyfi hér á landi.