Kjarnorkuvopnaeign helsta ógnin 17. febrúar 2005 00:01 Kjarnorkuvopnaeign Asíuríkja er meðal helstu ógna sem Bandaríkjamenn þurfa að fylgjast með að mati yfirmanns bandarísku leyniþjónustunnar, CIA. Hryðjuverk eru áfram ofarlega á lista yfir ógnir. Það kvað við nýjan tón í vitnisburði Porters Goss, yfirmanns leyniþjónustunnar CIA, á Bandaríkjaþingi í gær. Hann gerði þar grein fyrir þeim ógnunum sem steðjuðu að Bandaríkjunum og í ár virðist sem Kína sé á þeim lista. Goss ræddi umbætur hjá kínverska hernum og sagði þær breyta valdajafnvæginu í Asíu, Bandaríkjamönnum í óhag. Einkum var hann á því að kjarnorkuvopnabúri Kínverja hefði fleygt fram og að þeir væru nú færir um að valda verulegum usla í Taívan. Hernaðarmáttur Kínverja væri í vaxandi mæli ógn við bandarískar hersveitir á svæðinu. Hann taldi Kínverja staðráðna í að bregðast við því sem þeir teldu tilraunir Bandaríkjamanna til að einangra Kínverja. Fram til þessa hafa yfirmenn CIA ávallt lagt áherslu á samvinnu Bandaríkjanna og Kína í vitnisburði sínum á Bandaríkjaþingi og því þykir orðaval Goss í gær bera vitni um breytta hugsun hjá leyniþjónustunni - ef ekki bandarískum stjórnvöldum yfirleitt. Hermt er að Bandaríkjamenn hafi af því töluverðar áhyggjur að átök geti brotist út á milli Kína og Taívan en sérfræðingar í málefnum ríkjanna telja vaxandi viðskipti og samgöngur draga úr líkunum á því. Kjarnorkuvopnabúr fleiri Asíuríkja eru þó þess eðlis að ástæða sé til þess að fylgjast með að mati Goss. Hann segir upplýsingar CIA benda til þess að vopnabúr Norður-Kóreumanna sé mun stærra en talið var þegar Bush forseti nefndi Norður-Kóreu sem hluta af öxulveldi hins illa. Goss vildi þó ekki gefa upp hversu stórt búrið væri nú talið eða hvers vegna, þar sem þær upplýsingar væru trúnaðarmál. Hann sagði hins vegar liggja fyrir að fleira en kjarnorkuvopn væru ofarlega á lista stjórnvalda í Pjongjang; þar væri til að mynda unnið að þróun sýkla- og efnavopna og hugsanlega væri til nokkurt magn slíkra vopna. Að auki væru Norður-Kóreumenn fúsir að selja hverjum sem er upplýsingar um hvernig smíða ætti vopn af því tagi sem þeim hefði tekist að þróa. Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Sjá meira
Kjarnorkuvopnaeign Asíuríkja er meðal helstu ógna sem Bandaríkjamenn þurfa að fylgjast með að mati yfirmanns bandarísku leyniþjónustunnar, CIA. Hryðjuverk eru áfram ofarlega á lista yfir ógnir. Það kvað við nýjan tón í vitnisburði Porters Goss, yfirmanns leyniþjónustunnar CIA, á Bandaríkjaþingi í gær. Hann gerði þar grein fyrir þeim ógnunum sem steðjuðu að Bandaríkjunum og í ár virðist sem Kína sé á þeim lista. Goss ræddi umbætur hjá kínverska hernum og sagði þær breyta valdajafnvæginu í Asíu, Bandaríkjamönnum í óhag. Einkum var hann á því að kjarnorkuvopnabúri Kínverja hefði fleygt fram og að þeir væru nú færir um að valda verulegum usla í Taívan. Hernaðarmáttur Kínverja væri í vaxandi mæli ógn við bandarískar hersveitir á svæðinu. Hann taldi Kínverja staðráðna í að bregðast við því sem þeir teldu tilraunir Bandaríkjamanna til að einangra Kínverja. Fram til þessa hafa yfirmenn CIA ávallt lagt áherslu á samvinnu Bandaríkjanna og Kína í vitnisburði sínum á Bandaríkjaþingi og því þykir orðaval Goss í gær bera vitni um breytta hugsun hjá leyniþjónustunni - ef ekki bandarískum stjórnvöldum yfirleitt. Hermt er að Bandaríkjamenn hafi af því töluverðar áhyggjur að átök geti brotist út á milli Kína og Taívan en sérfræðingar í málefnum ríkjanna telja vaxandi viðskipti og samgöngur draga úr líkunum á því. Kjarnorkuvopnabúr fleiri Asíuríkja eru þó þess eðlis að ástæða sé til þess að fylgjast með að mati Goss. Hann segir upplýsingar CIA benda til þess að vopnabúr Norður-Kóreumanna sé mun stærra en talið var þegar Bush forseti nefndi Norður-Kóreu sem hluta af öxulveldi hins illa. Goss vildi þó ekki gefa upp hversu stórt búrið væri nú talið eða hvers vegna, þar sem þær upplýsingar væru trúnaðarmál. Hann sagði hins vegar liggja fyrir að fleira en kjarnorkuvopn væru ofarlega á lista stjórnvalda í Pjongjang; þar væri til að mynda unnið að þróun sýkla- og efnavopna og hugsanlega væri til nokkurt magn slíkra vopna. Að auki væru Norður-Kóreumenn fúsir að selja hverjum sem er upplýsingar um hvernig smíða ætti vopn af því tagi sem þeim hefði tekist að þróa.
Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Sjá meira