Innlent

Sýknaður en lögmaðurinn sektaður

Karlmaður var sýknaður í Hæstarétti í dag af líkamsárás á skemmtistað fyrir tveimur árum. Héraðsdómur hafði áður dæmt manninn til fimm mánaða fangelsisvistar. Héraðsdómur hafði einnig sektað verjanda mannsins fyrir að hafa virt ábendingar dómara að vettugi, gert dómara upp skoðanir, truflað yfirheyrslur saksóknara og sýnt af sér ósæmilega framkomu í dómsal. Hæstiréttur staðfesti sektina upp á 40.000 krónur yfir lögmanninum og sagði hann hafa sýnt réttinum fádæma óvirðingu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×