Innlent

Bætur vegna ólöglegrar handtöku

Ríkið hefur verið dæmt til að greiða karlmanni 90 þúsund króna bætur vegna ólöglegrar handtöku í tengslum við heimsókn forseta Kína til Íslands sumarið 2002. Maðurinn var handtekinn við Geysi í Haukadal þar sem hann ásamt öðrum hugðist standa með borða sem á stóð "Frelsið Tíbet". Lögreglan hafði manninn í haldi í rúma klukkustund. Héraðsdómur Reykjavíkur telur að um ólöglega frelsiskerðingu hafi verið að ræða og dæmdi því ríkið til að greiða manninum bætur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×