Lífið

Þátttöku Ylfu Lindar lokið

Ylfa Lind Gylfadóttir, tvítug stúlka úr Hveragerði, var í kvöld kosin út úr keppni í Idol stjörnuleitinni. Fimm manna úrslit fóru fram í Vetrargarðinum í Smáralind í beinni útsendingu Stöðvar 2. Þátttakendur sungu Big Band lög við undirleik Stórsveitar Reykjavíkur, stjórn undir stjórn Samúels Samúelssonar,  "Samma í Jagúar". Ragnar Bjarnason var gestadómari. Fjórir keppendur eru eftir og syngja næsta föstudagskvöld. Stemningin var mikil og umgjörðin hin glæsilegasta í Vetragarðinum. Prúðbúnir keppendur stóðu sig með glans með dyggri aðstoð frábærrar Stórsveitar Reykjavíkur. Raggi Bjarna lét sitt ekki eftir liggja sem gestadómari og dómarnir voru að vanda hressir. Allir keppendurnir fimm stóðu sig með sóma, en örlög þeirra voru í höndum þjóðarinnar nú sem endra nær.  Ylfa Lind söng Mack the Knife. Þjóðin kaus og Ylfa Lind féll úr keppni. Mátti sjá mikinn söknuð hjá hinum keppendunum, kynnunum og áhorfendum í sal. Næsta föstudag verða 4 manna úrslit þar sem Davíð Smári, Heiða, Hildur Vala og Lísa keppa um að komast áfram í undanúrslit Idol-Stjörnuleitar.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×