Er verið að kjafta verðið upp? Svanborg Sigmarsdóttir skrifar 21. febrúar 2005 00:01 Í síðustu viku ásökuðu tveir þingmenn, þeir Ögmundur Jónasson og Hjálmar Árnason, bankana um að reyna að ganga af Íbúðalánasjóði dauðum. Bankarnir eru nú komnir í samkeppni við Íbúðalánasjóð um fasteignalán og hafa stóraukið hlutdeild sína undanfarið hálft ár. Vegna þessa kom til gríðarlegra uppgreiðslna á lánum Íbúðalánasjóðs. Þar sem sjóðurinn sjálfur tók lán fyrir þessum lánum sem hann svo endurlánaði til almennings, og greiðir þau lán ekki fyrr en eftir einhverja áratugi hafa sumir áhyggjur yfir því að Íbúðalánasjóður gæti í framtíðinni átt í greiðsluerfiðleikum sem getur kippt grundvellinum undan samkeppnishæfum lánum frá sjóðnum. Vextir Íbúðalánasjóðs yrðu þá hærri en vextir fasteignalána bankanna. Menn eins og Ögmundur hafa áhyggjur af þessu þar sem bankarnir bjóða ekki sömu kjör á landsbyggðinni og hér á höfuðborgarsvæðinu. Einnig gæti fólk með minni greiðslugetu þurft að taka dýrari lán hjá Íbúðalánasjóði en bjóðast hjá bönkum. Þetta skýrir hluta af upphrópunum síðastliðinnar viku. En ekki nema hluta. Það er ekki laust við að suma gruni að skoðanir Hjálmars Árnasonar, til dæmis, lýsi einnig áhyggjum af verðbólgunni í dag. Og þar sem 90 prósenta lán Íbúðalánasjóðs var kosningaloforð Framsóknarflokksins, gengur ekki fyrir Framsóknarmenn að líta á þau sem orsök vandans. Árni Magnússon félagsmálaráðherra viðurkennir þó í Fréttablaðinu í gær að kosningaloforðið um 90 prósent lán handa öllum hafi mögulega verið upphafið af hækkun fasteignaverðs. Hann segir þó að það hafi veirð ómögulegt að sjá fyrir þróun þessara mála. Það var kannski engin, nema yfirmenn í bönkunum, sem sáu fyrir að bankarnir færu að bjóða fasteignalán. En það verður að hafa í huga að hagfræðingar vöruðu eindregið við því í aðdraganda kosninga að aukin lán til húsnæðiskaupa myndu valda þenslu. Þegar KBbanki fór, fyrstu banka að bjóða fasteignalán, svöruðu aðrir bankar og sparisjóðir þeirri samkeppni um viðskiptavini. Bankarnir hafa ekki sama lánshæfimat og Íbúðalánasjóður og því ekki augljóst að allir bankarnir hafi frá upphafi grætt mikið á þessum útlánum, KBbanki þó mest. Viðskiptavild er þeim væntanlega mikilvægari en greiddir vextir. Sparisjóðirnir bjóða til dæmis fasteignalán (í samvinnu við Íbúðalánasjóð), þrátt fyrir að þurfa að greiða með hverju láni. Ef KBbanki sá þennan markaðsmöguleika, og gat boðið upp á fasteignalán á lægri vöxtum en Íbúðalánasjóður sem þó hefur betra lánshæfimat, af hverju var Íbúðalánasjóður þá ekki búinn að lækka vextina hjá sér? Því verður væntanlega einhvern tíman að svara, og þá sérstaklega hvort það hafi verið pólitísk ákvörðun að nota ekki þennan möguleika sem var á markaði til að lækka vextina. Átti að bíða eftir kerfisbreytingu, eða átti að nota vaxtastig Íbúðalánasjóðs til að sporna við verðbólgu? Þingmenn og félagsmálaráðherra hafa talað um ábyrgð bankanna í því að fasteignaverð hefur hækkað. Var það ábyrgðaleysi hjá bönkunum að bjóða upp á fasteignalán með lægri vöxtum en íbúðalánasjóður? Að bjóða svo upp á 90 prósent lán handa öllum, líkt og Íbúðalánasjóður sem bankarnir eru í samkeppni við? Var það ábyrgðaleysi að lækka svo aftur vexti, eftir að Íbúðalánasjóður lækkaði vexti? Blaðamenn hafa verið of óduglegir að fá nánari útlistingu á því hvar ábyrgð bankanna liggur að mati þessara þingmanna og félagsmálaráðherra og hvað bankarnir hafa átt að gera betur. Hvað varðar þá hugmynd að hundruðir fasteignasala hafi einhvern hátt komið sér saman um að "kjafta upp verðið" þarf ekki annað en skoða hvernig markaðurinn er. Fyrir um tveimur árum þótti það eðlilegt að kaupendur undirbuðu uppgefið verð. Uppgefið verð fasteignasala var nokkurs konar efri mörk. Mun oftar heyrist um yfirboðin í dag. Ef fólk er að bjóða í og kaupa íbúðir á verði sem er langt umfram þeirra greiðslugetu, er það varla fasteignasölunum að kenna. Á sama tíma virðist leigumarkaðurinn standa í stað, eða fara lækkandi, þannig að ekki er hægt að segja að fólk hafi ekki val. Áður en öskrað er Úlfur, Úlfur! og bent er á banka og fasteignasala sem holdgervinga hins illa á fasteignamarkaði í dag (og rætur verðbólgunnar), ætti að skoða alvarlega hvort þessi verðkippur sé að einhverju leiti því að kenna að takmarkaðir lánamöguleikar hafi haldið fasteignaverði niðri. Ef svo er, er það ekki sjálfgefið að fasteignaverðið í dag sé einhver bóla sem muni svo springa. Ekki nema lánamarkaðurinn takmarkist aftur.Svanborg Sigmarsdóttirsvanborg@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Í brennidepli Svanborg Sigmarsdóttir Mest lesið Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Hvers vegna er ungbarnadauði lægstur á Íslandi? Þórður Þórkelsson Skoðun Skoðun Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Sjá meira
Í síðustu viku ásökuðu tveir þingmenn, þeir Ögmundur Jónasson og Hjálmar Árnason, bankana um að reyna að ganga af Íbúðalánasjóði dauðum. Bankarnir eru nú komnir í samkeppni við Íbúðalánasjóð um fasteignalán og hafa stóraukið hlutdeild sína undanfarið hálft ár. Vegna þessa kom til gríðarlegra uppgreiðslna á lánum Íbúðalánasjóðs. Þar sem sjóðurinn sjálfur tók lán fyrir þessum lánum sem hann svo endurlánaði til almennings, og greiðir þau lán ekki fyrr en eftir einhverja áratugi hafa sumir áhyggjur yfir því að Íbúðalánasjóður gæti í framtíðinni átt í greiðsluerfiðleikum sem getur kippt grundvellinum undan samkeppnishæfum lánum frá sjóðnum. Vextir Íbúðalánasjóðs yrðu þá hærri en vextir fasteignalána bankanna. Menn eins og Ögmundur hafa áhyggjur af þessu þar sem bankarnir bjóða ekki sömu kjör á landsbyggðinni og hér á höfuðborgarsvæðinu. Einnig gæti fólk með minni greiðslugetu þurft að taka dýrari lán hjá Íbúðalánasjóði en bjóðast hjá bönkum. Þetta skýrir hluta af upphrópunum síðastliðinnar viku. En ekki nema hluta. Það er ekki laust við að suma gruni að skoðanir Hjálmars Árnasonar, til dæmis, lýsi einnig áhyggjum af verðbólgunni í dag. Og þar sem 90 prósenta lán Íbúðalánasjóðs var kosningaloforð Framsóknarflokksins, gengur ekki fyrir Framsóknarmenn að líta á þau sem orsök vandans. Árni Magnússon félagsmálaráðherra viðurkennir þó í Fréttablaðinu í gær að kosningaloforðið um 90 prósent lán handa öllum hafi mögulega verið upphafið af hækkun fasteignaverðs. Hann segir þó að það hafi veirð ómögulegt að sjá fyrir þróun þessara mála. Það var kannski engin, nema yfirmenn í bönkunum, sem sáu fyrir að bankarnir færu að bjóða fasteignalán. En það verður að hafa í huga að hagfræðingar vöruðu eindregið við því í aðdraganda kosninga að aukin lán til húsnæðiskaupa myndu valda þenslu. Þegar KBbanki fór, fyrstu banka að bjóða fasteignalán, svöruðu aðrir bankar og sparisjóðir þeirri samkeppni um viðskiptavini. Bankarnir hafa ekki sama lánshæfimat og Íbúðalánasjóður og því ekki augljóst að allir bankarnir hafi frá upphafi grætt mikið á þessum útlánum, KBbanki þó mest. Viðskiptavild er þeim væntanlega mikilvægari en greiddir vextir. Sparisjóðirnir bjóða til dæmis fasteignalán (í samvinnu við Íbúðalánasjóð), þrátt fyrir að þurfa að greiða með hverju láni. Ef KBbanki sá þennan markaðsmöguleika, og gat boðið upp á fasteignalán á lægri vöxtum en Íbúðalánasjóður sem þó hefur betra lánshæfimat, af hverju var Íbúðalánasjóður þá ekki búinn að lækka vextina hjá sér? Því verður væntanlega einhvern tíman að svara, og þá sérstaklega hvort það hafi verið pólitísk ákvörðun að nota ekki þennan möguleika sem var á markaði til að lækka vextina. Átti að bíða eftir kerfisbreytingu, eða átti að nota vaxtastig Íbúðalánasjóðs til að sporna við verðbólgu? Þingmenn og félagsmálaráðherra hafa talað um ábyrgð bankanna í því að fasteignaverð hefur hækkað. Var það ábyrgðaleysi hjá bönkunum að bjóða upp á fasteignalán með lægri vöxtum en íbúðalánasjóður? Að bjóða svo upp á 90 prósent lán handa öllum, líkt og Íbúðalánasjóður sem bankarnir eru í samkeppni við? Var það ábyrgðaleysi að lækka svo aftur vexti, eftir að Íbúðalánasjóður lækkaði vexti? Blaðamenn hafa verið of óduglegir að fá nánari útlistingu á því hvar ábyrgð bankanna liggur að mati þessara þingmanna og félagsmálaráðherra og hvað bankarnir hafa átt að gera betur. Hvað varðar þá hugmynd að hundruðir fasteignasala hafi einhvern hátt komið sér saman um að "kjafta upp verðið" þarf ekki annað en skoða hvernig markaðurinn er. Fyrir um tveimur árum þótti það eðlilegt að kaupendur undirbuðu uppgefið verð. Uppgefið verð fasteignasala var nokkurs konar efri mörk. Mun oftar heyrist um yfirboðin í dag. Ef fólk er að bjóða í og kaupa íbúðir á verði sem er langt umfram þeirra greiðslugetu, er það varla fasteignasölunum að kenna. Á sama tíma virðist leigumarkaðurinn standa í stað, eða fara lækkandi, þannig að ekki er hægt að segja að fólk hafi ekki val. Áður en öskrað er Úlfur, Úlfur! og bent er á banka og fasteignasala sem holdgervinga hins illa á fasteignamarkaði í dag (og rætur verðbólgunnar), ætti að skoða alvarlega hvort þessi verðkippur sé að einhverju leiti því að kenna að takmarkaðir lánamöguleikar hafi haldið fasteignaverði niðri. Ef svo er, er það ekki sjálfgefið að fasteignaverðið í dag sé einhver bóla sem muni svo springa. Ekki nema lánamarkaðurinn takmarkist aftur.Svanborg Sigmarsdóttirsvanborg@frettabladid.is
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun