Er verið að kjafta verðið upp? Svanborg Sigmarsdóttir skrifar 21. febrúar 2005 00:01 Í síðustu viku ásökuðu tveir þingmenn, þeir Ögmundur Jónasson og Hjálmar Árnason, bankana um að reyna að ganga af Íbúðalánasjóði dauðum. Bankarnir eru nú komnir í samkeppni við Íbúðalánasjóð um fasteignalán og hafa stóraukið hlutdeild sína undanfarið hálft ár. Vegna þessa kom til gríðarlegra uppgreiðslna á lánum Íbúðalánasjóðs. Þar sem sjóðurinn sjálfur tók lán fyrir þessum lánum sem hann svo endurlánaði til almennings, og greiðir þau lán ekki fyrr en eftir einhverja áratugi hafa sumir áhyggjur yfir því að Íbúðalánasjóður gæti í framtíðinni átt í greiðsluerfiðleikum sem getur kippt grundvellinum undan samkeppnishæfum lánum frá sjóðnum. Vextir Íbúðalánasjóðs yrðu þá hærri en vextir fasteignalána bankanna. Menn eins og Ögmundur hafa áhyggjur af þessu þar sem bankarnir bjóða ekki sömu kjör á landsbyggðinni og hér á höfuðborgarsvæðinu. Einnig gæti fólk með minni greiðslugetu þurft að taka dýrari lán hjá Íbúðalánasjóði en bjóðast hjá bönkum. Þetta skýrir hluta af upphrópunum síðastliðinnar viku. En ekki nema hluta. Það er ekki laust við að suma gruni að skoðanir Hjálmars Árnasonar, til dæmis, lýsi einnig áhyggjum af verðbólgunni í dag. Og þar sem 90 prósenta lán Íbúðalánasjóðs var kosningaloforð Framsóknarflokksins, gengur ekki fyrir Framsóknarmenn að líta á þau sem orsök vandans. Árni Magnússon félagsmálaráðherra viðurkennir þó í Fréttablaðinu í gær að kosningaloforðið um 90 prósent lán handa öllum hafi mögulega verið upphafið af hækkun fasteignaverðs. Hann segir þó að það hafi veirð ómögulegt að sjá fyrir þróun þessara mála. Það var kannski engin, nema yfirmenn í bönkunum, sem sáu fyrir að bankarnir færu að bjóða fasteignalán. En það verður að hafa í huga að hagfræðingar vöruðu eindregið við því í aðdraganda kosninga að aukin lán til húsnæðiskaupa myndu valda þenslu. Þegar KBbanki fór, fyrstu banka að bjóða fasteignalán, svöruðu aðrir bankar og sparisjóðir þeirri samkeppni um viðskiptavini. Bankarnir hafa ekki sama lánshæfimat og Íbúðalánasjóður og því ekki augljóst að allir bankarnir hafi frá upphafi grætt mikið á þessum útlánum, KBbanki þó mest. Viðskiptavild er þeim væntanlega mikilvægari en greiddir vextir. Sparisjóðirnir bjóða til dæmis fasteignalán (í samvinnu við Íbúðalánasjóð), þrátt fyrir að þurfa að greiða með hverju láni. Ef KBbanki sá þennan markaðsmöguleika, og gat boðið upp á fasteignalán á lægri vöxtum en Íbúðalánasjóður sem þó hefur betra lánshæfimat, af hverju var Íbúðalánasjóður þá ekki búinn að lækka vextina hjá sér? Því verður væntanlega einhvern tíman að svara, og þá sérstaklega hvort það hafi verið pólitísk ákvörðun að nota ekki þennan möguleika sem var á markaði til að lækka vextina. Átti að bíða eftir kerfisbreytingu, eða átti að nota vaxtastig Íbúðalánasjóðs til að sporna við verðbólgu? Þingmenn og félagsmálaráðherra hafa talað um ábyrgð bankanna í því að fasteignaverð hefur hækkað. Var það ábyrgðaleysi hjá bönkunum að bjóða upp á fasteignalán með lægri vöxtum en íbúðalánasjóður? Að bjóða svo upp á 90 prósent lán handa öllum, líkt og Íbúðalánasjóður sem bankarnir eru í samkeppni við? Var það ábyrgðaleysi að lækka svo aftur vexti, eftir að Íbúðalánasjóður lækkaði vexti? Blaðamenn hafa verið of óduglegir að fá nánari útlistingu á því hvar ábyrgð bankanna liggur að mati þessara þingmanna og félagsmálaráðherra og hvað bankarnir hafa átt að gera betur. Hvað varðar þá hugmynd að hundruðir fasteignasala hafi einhvern hátt komið sér saman um að "kjafta upp verðið" þarf ekki annað en skoða hvernig markaðurinn er. Fyrir um tveimur árum þótti það eðlilegt að kaupendur undirbuðu uppgefið verð. Uppgefið verð fasteignasala var nokkurs konar efri mörk. Mun oftar heyrist um yfirboðin í dag. Ef fólk er að bjóða í og kaupa íbúðir á verði sem er langt umfram þeirra greiðslugetu, er það varla fasteignasölunum að kenna. Á sama tíma virðist leigumarkaðurinn standa í stað, eða fara lækkandi, þannig að ekki er hægt að segja að fólk hafi ekki val. Áður en öskrað er Úlfur, Úlfur! og bent er á banka og fasteignasala sem holdgervinga hins illa á fasteignamarkaði í dag (og rætur verðbólgunnar), ætti að skoða alvarlega hvort þessi verðkippur sé að einhverju leiti því að kenna að takmarkaðir lánamöguleikar hafi haldið fasteignaverði niðri. Ef svo er, er það ekki sjálfgefið að fasteignaverðið í dag sé einhver bóla sem muni svo springa. Ekki nema lánamarkaðurinn takmarkist aftur.Svanborg Sigmarsdóttirsvanborg@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Í brennidepli Svanborg Sigmarsdóttir Mest lesið Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Keld Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson Skoðun Skoðun Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Keld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar Sjá meira
Í síðustu viku ásökuðu tveir þingmenn, þeir Ögmundur Jónasson og Hjálmar Árnason, bankana um að reyna að ganga af Íbúðalánasjóði dauðum. Bankarnir eru nú komnir í samkeppni við Íbúðalánasjóð um fasteignalán og hafa stóraukið hlutdeild sína undanfarið hálft ár. Vegna þessa kom til gríðarlegra uppgreiðslna á lánum Íbúðalánasjóðs. Þar sem sjóðurinn sjálfur tók lán fyrir þessum lánum sem hann svo endurlánaði til almennings, og greiðir þau lán ekki fyrr en eftir einhverja áratugi hafa sumir áhyggjur yfir því að Íbúðalánasjóður gæti í framtíðinni átt í greiðsluerfiðleikum sem getur kippt grundvellinum undan samkeppnishæfum lánum frá sjóðnum. Vextir Íbúðalánasjóðs yrðu þá hærri en vextir fasteignalána bankanna. Menn eins og Ögmundur hafa áhyggjur af þessu þar sem bankarnir bjóða ekki sömu kjör á landsbyggðinni og hér á höfuðborgarsvæðinu. Einnig gæti fólk með minni greiðslugetu þurft að taka dýrari lán hjá Íbúðalánasjóði en bjóðast hjá bönkum. Þetta skýrir hluta af upphrópunum síðastliðinnar viku. En ekki nema hluta. Það er ekki laust við að suma gruni að skoðanir Hjálmars Árnasonar, til dæmis, lýsi einnig áhyggjum af verðbólgunni í dag. Og þar sem 90 prósenta lán Íbúðalánasjóðs var kosningaloforð Framsóknarflokksins, gengur ekki fyrir Framsóknarmenn að líta á þau sem orsök vandans. Árni Magnússon félagsmálaráðherra viðurkennir þó í Fréttablaðinu í gær að kosningaloforðið um 90 prósent lán handa öllum hafi mögulega verið upphafið af hækkun fasteignaverðs. Hann segir þó að það hafi veirð ómögulegt að sjá fyrir þróun þessara mála. Það var kannski engin, nema yfirmenn í bönkunum, sem sáu fyrir að bankarnir færu að bjóða fasteignalán. En það verður að hafa í huga að hagfræðingar vöruðu eindregið við því í aðdraganda kosninga að aukin lán til húsnæðiskaupa myndu valda þenslu. Þegar KBbanki fór, fyrstu banka að bjóða fasteignalán, svöruðu aðrir bankar og sparisjóðir þeirri samkeppni um viðskiptavini. Bankarnir hafa ekki sama lánshæfimat og Íbúðalánasjóður og því ekki augljóst að allir bankarnir hafi frá upphafi grætt mikið á þessum útlánum, KBbanki þó mest. Viðskiptavild er þeim væntanlega mikilvægari en greiddir vextir. Sparisjóðirnir bjóða til dæmis fasteignalán (í samvinnu við Íbúðalánasjóð), þrátt fyrir að þurfa að greiða með hverju láni. Ef KBbanki sá þennan markaðsmöguleika, og gat boðið upp á fasteignalán á lægri vöxtum en Íbúðalánasjóður sem þó hefur betra lánshæfimat, af hverju var Íbúðalánasjóður þá ekki búinn að lækka vextina hjá sér? Því verður væntanlega einhvern tíman að svara, og þá sérstaklega hvort það hafi verið pólitísk ákvörðun að nota ekki þennan möguleika sem var á markaði til að lækka vextina. Átti að bíða eftir kerfisbreytingu, eða átti að nota vaxtastig Íbúðalánasjóðs til að sporna við verðbólgu? Þingmenn og félagsmálaráðherra hafa talað um ábyrgð bankanna í því að fasteignaverð hefur hækkað. Var það ábyrgðaleysi hjá bönkunum að bjóða upp á fasteignalán með lægri vöxtum en íbúðalánasjóður? Að bjóða svo upp á 90 prósent lán handa öllum, líkt og Íbúðalánasjóður sem bankarnir eru í samkeppni við? Var það ábyrgðaleysi að lækka svo aftur vexti, eftir að Íbúðalánasjóður lækkaði vexti? Blaðamenn hafa verið of óduglegir að fá nánari útlistingu á því hvar ábyrgð bankanna liggur að mati þessara þingmanna og félagsmálaráðherra og hvað bankarnir hafa átt að gera betur. Hvað varðar þá hugmynd að hundruðir fasteignasala hafi einhvern hátt komið sér saman um að "kjafta upp verðið" þarf ekki annað en skoða hvernig markaðurinn er. Fyrir um tveimur árum þótti það eðlilegt að kaupendur undirbuðu uppgefið verð. Uppgefið verð fasteignasala var nokkurs konar efri mörk. Mun oftar heyrist um yfirboðin í dag. Ef fólk er að bjóða í og kaupa íbúðir á verði sem er langt umfram þeirra greiðslugetu, er það varla fasteignasölunum að kenna. Á sama tíma virðist leigumarkaðurinn standa í stað, eða fara lækkandi, þannig að ekki er hægt að segja að fólk hafi ekki val. Áður en öskrað er Úlfur, Úlfur! og bent er á banka og fasteignasala sem holdgervinga hins illa á fasteignamarkaði í dag (og rætur verðbólgunnar), ætti að skoða alvarlega hvort þessi verðkippur sé að einhverju leiti því að kenna að takmarkaðir lánamöguleikar hafi haldið fasteignaverði niðri. Ef svo er, er það ekki sjálfgefið að fasteignaverðið í dag sé einhver bóla sem muni svo springa. Ekki nema lánamarkaðurinn takmarkist aftur.Svanborg Sigmarsdóttirsvanborg@frettabladid.is
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Keld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun