Eru söfnin of uppskrúfuð? 23. febrúar 2005 00:01 Sem unnandi nútímalistar hefur það oftar en ekki komið mér á óvart hversu fáir það eru í raun sem njóta hennar, og spyr því hvað veldur. Eftir óvísindalega skoðanakönnun meðal fólks í kringum mig komst ég að því að mörgum þykir hún óskiljanleg og óttalegt bull, listamennirnir setji sig á háan stall og tali eitthvað sem enginn skilur. Algengasta svarið var að fólki finnist eins og listin tæki sig svo hátíðlega og ætti að vera svo merkileg að það væri ekkert fyrir venjulega manneskju að skilja hana og fólk þyrfti helst prófgráður í listum og listasögu til að geta notið hennar. Algengast er að fólk nálgist nútímalist í gegnum söfnin og þá er ég aðallega að tala um myndlist. Í þessari óformlegu könnun minni komst ég nefnilega að því að mörgum þykja söfnin of uppskrúfuð til þess að áhugi sé á að sækja þau sér til gagns og gamans, og fannst áhugavert að velta þeirri spurningu upp hvort það hafi eitthvað að segja hvað varðar almennt áhugaleysi almennings á nútímalist. Ég veit vel að það er fjöldi fólks sem fer á söfn og í gallerý og skoðar list af miklum áhuga. Fyrirbæri eins og Kling & Bang hafa hleypt miklu grósku í hlutina og margt spennandi að gerast, en það er ekki beint hægt að segja að meirihluti fólks sé að kynna sér þessa list. Ég er sannfærð um það að nánast hver einasta manneskja sem komin er yfir 16 ára aldurinn getur nefnt um fimm nöfn á kvikmyndastjörnum á nokkrum sekúndum en gæti varla stunið upp einu nafni á núlifandi myndlistarmanni eða konu. Listin er vissulega erfið og ekki hlaupið að því að skilja hana, því hún er eins og þraut og verkefnið er að leggja það á sig myndast við að skilja hana fordómalaust. Og á meðan í okkur blundar mannlegur áhugi á manneskjunni ætti listin að vekja áhuga hjá mun fleirum en hún gerir í dag, því listinni er ekkert óviðkomandi og hún er ekki yfir neitt eða neinn hafinn. Allir hafa skoðun á nútímalist og það er einmitt það sem gerir hana spennandi, hún vekur upp spurningar, tilfinningar og ýtir við fólki. Þess vegna finnst mér það vera hlutverk safnsins að færa mann nær listinni og gera hana aðgengilega en ekki ýta fólki frá. Andrúmsloftið á safninu skiptir öllu máli og að safnið taki vel á móti manni. Á Laugaveginum er starfandi listasafn í einkaeign sem heitir því einfalda nafni Safn og er sennilega besta safn landsins. Fyrir það fyrsta eru munirnir á safninu einstakir, sýningarnar uppsettar af mikilli fagmennsku og einlægni, og þess helsti kostur er ef til vill sá að gestum safnins líður eins og heima hjá sér. Gestunum er gert kleift að njóta listaverkanna í nálægð, og starfsmaður safnsins ber virðingu fyrir gestinum og leyfir honum að njóta safnsins í friði. Það eru að sjálfsögðu eftirlitsmyndavélar út um allt en án þess að nokkur taki eftir þeim. Sá sem horfir á gestinn er því algerlega ósýnilegur og truflar á engan hátt. Um þessar mundir er þar verk eftir Jóhann Jóhannsson tónlistarmann sem tekur um klukkutíma og leggur hann til í sýningaskránni að fólk tylli sér niður og gefi sér tíma til að njóta þess. Hann segir jafnframt: "Í raun er listasafn einn af fáum opinberum stöðum þar sem fólk getur íhugað í næði, hugleitt og virt hlutina gaumgæfilega fyrir sér, ekki ósvipað því sem fólk gerir í kirkjum." En til þess að það gangi vel þarf manni að líða að maður sé velkominn á safnið. Til þess að fá þetta næði þarf frið, en ekki endilega eins frið og maður sækir sér á bókasafn þar sem allir þegja af því að allir þurfa að einbeita sér við lesturinn. Maður þarf kannski ekki svo mikið að einbeita sér við að stara á listaverkið heldur að hafa frið til að íhuga það og týnast jafnvel í því litla stund. Það er hægt að vera í friði og íhugun þó það sé fólk að tala, þó það sé fólk að teikna, þó það sé fólk sem stendur við hlið manns og starir á sama listaverkið og maður sjálfur. Sá sem gleymir sér í íhugun þarf ekki endilega þögn, heldur einfaldlega fá að vera í friði. Virðing safnsins fyrir gestunum og virðing gestanna fyrir hvorum öðrum skiptir því sköpum. Hinsvegar snýst virðing safnanna oft um listaverkin sjálf og svo mikið er verið að passa upp á þau og upphefja að venjulega manneskjan sem bregður sér inn á safnið er nánast fyrir, og maður fær á tilfinninguna að næst þega tortryggni safnavörðurinn kíkir á manna að maður ætti bara að fara að koma sér út. Söfnin geta nefnilega verið uppskrúfuð vegna þess að þau meta listaverkin meira en gestinn sem kemur að líta á þau og kemur þannig í veg fyrir að samtal milli listaverks á áhorfanda eigi sér stað. Kristín Eva Þórhallsdóttir -kristineva@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Í brennidepli Kristín Eva Þórhallsdóttir Mest lesið Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Hvers vegna er ungbarnadauði lægstur á Íslandi? Þórður Þórkelsson Skoðun Skoðun Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Sjá meira
Sem unnandi nútímalistar hefur það oftar en ekki komið mér á óvart hversu fáir það eru í raun sem njóta hennar, og spyr því hvað veldur. Eftir óvísindalega skoðanakönnun meðal fólks í kringum mig komst ég að því að mörgum þykir hún óskiljanleg og óttalegt bull, listamennirnir setji sig á háan stall og tali eitthvað sem enginn skilur. Algengasta svarið var að fólki finnist eins og listin tæki sig svo hátíðlega og ætti að vera svo merkileg að það væri ekkert fyrir venjulega manneskju að skilja hana og fólk þyrfti helst prófgráður í listum og listasögu til að geta notið hennar. Algengast er að fólk nálgist nútímalist í gegnum söfnin og þá er ég aðallega að tala um myndlist. Í þessari óformlegu könnun minni komst ég nefnilega að því að mörgum þykja söfnin of uppskrúfuð til þess að áhugi sé á að sækja þau sér til gagns og gamans, og fannst áhugavert að velta þeirri spurningu upp hvort það hafi eitthvað að segja hvað varðar almennt áhugaleysi almennings á nútímalist. Ég veit vel að það er fjöldi fólks sem fer á söfn og í gallerý og skoðar list af miklum áhuga. Fyrirbæri eins og Kling & Bang hafa hleypt miklu grósku í hlutina og margt spennandi að gerast, en það er ekki beint hægt að segja að meirihluti fólks sé að kynna sér þessa list. Ég er sannfærð um það að nánast hver einasta manneskja sem komin er yfir 16 ára aldurinn getur nefnt um fimm nöfn á kvikmyndastjörnum á nokkrum sekúndum en gæti varla stunið upp einu nafni á núlifandi myndlistarmanni eða konu. Listin er vissulega erfið og ekki hlaupið að því að skilja hana, því hún er eins og þraut og verkefnið er að leggja það á sig myndast við að skilja hana fordómalaust. Og á meðan í okkur blundar mannlegur áhugi á manneskjunni ætti listin að vekja áhuga hjá mun fleirum en hún gerir í dag, því listinni er ekkert óviðkomandi og hún er ekki yfir neitt eða neinn hafinn. Allir hafa skoðun á nútímalist og það er einmitt það sem gerir hana spennandi, hún vekur upp spurningar, tilfinningar og ýtir við fólki. Þess vegna finnst mér það vera hlutverk safnsins að færa mann nær listinni og gera hana aðgengilega en ekki ýta fólki frá. Andrúmsloftið á safninu skiptir öllu máli og að safnið taki vel á móti manni. Á Laugaveginum er starfandi listasafn í einkaeign sem heitir því einfalda nafni Safn og er sennilega besta safn landsins. Fyrir það fyrsta eru munirnir á safninu einstakir, sýningarnar uppsettar af mikilli fagmennsku og einlægni, og þess helsti kostur er ef til vill sá að gestum safnins líður eins og heima hjá sér. Gestunum er gert kleift að njóta listaverkanna í nálægð, og starfsmaður safnsins ber virðingu fyrir gestinum og leyfir honum að njóta safnsins í friði. Það eru að sjálfsögðu eftirlitsmyndavélar út um allt en án þess að nokkur taki eftir þeim. Sá sem horfir á gestinn er því algerlega ósýnilegur og truflar á engan hátt. Um þessar mundir er þar verk eftir Jóhann Jóhannsson tónlistarmann sem tekur um klukkutíma og leggur hann til í sýningaskránni að fólk tylli sér niður og gefi sér tíma til að njóta þess. Hann segir jafnframt: "Í raun er listasafn einn af fáum opinberum stöðum þar sem fólk getur íhugað í næði, hugleitt og virt hlutina gaumgæfilega fyrir sér, ekki ósvipað því sem fólk gerir í kirkjum." En til þess að það gangi vel þarf manni að líða að maður sé velkominn á safnið. Til þess að fá þetta næði þarf frið, en ekki endilega eins frið og maður sækir sér á bókasafn þar sem allir þegja af því að allir þurfa að einbeita sér við lesturinn. Maður þarf kannski ekki svo mikið að einbeita sér við að stara á listaverkið heldur að hafa frið til að íhuga það og týnast jafnvel í því litla stund. Það er hægt að vera í friði og íhugun þó það sé fólk að tala, þó það sé fólk að teikna, þó það sé fólk sem stendur við hlið manns og starir á sama listaverkið og maður sjálfur. Sá sem gleymir sér í íhugun þarf ekki endilega þögn, heldur einfaldlega fá að vera í friði. Virðing safnsins fyrir gestunum og virðing gestanna fyrir hvorum öðrum skiptir því sköpum. Hinsvegar snýst virðing safnanna oft um listaverkin sjálf og svo mikið er verið að passa upp á þau og upphefja að venjulega manneskjan sem bregður sér inn á safnið er nánast fyrir, og maður fær á tilfinninguna að næst þega tortryggni safnavörðurinn kíkir á manna að maður ætti bara að fara að koma sér út. Söfnin geta nefnilega verið uppskrúfuð vegna þess að þau meta listaverkin meira en gestinn sem kemur að líta á þau og kemur þannig í veg fyrir að samtal milli listaverks á áhorfanda eigi sér stað. Kristín Eva Þórhallsdóttir -kristineva@frettabladid.is
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun