Innlent

Hæstiréttur staðfestir lögbann

Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Norðurlands vestra um lögbann við því að stofnfé í Sparisjóði Skagafjarðar verði aukið. Meirihlutinn í sparisjóðnum samþykkti á fundi stofnfjáreigenda í nóvember að auka stofnféð í sjóðnum úr 22 milljónum króna í 88 milljónir. Miklar deilur urðu um málið því í raun var verið að takast á um völdin í sparisjóðnum. Kaupfélag Skagfirðinga átti 40 prósenta hlut í sparisjóðnum en mátti bara fara með 5 prósenta atkvæðisrétt. Á fundi stofnfjáreigenda í nóvember seldi kaupfélagið einstaklingum og fyrirtækjum hlut í sjóðnum til að fullnýta atkvæðisréttinn og komast framhjá fimm prósenta reglunni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×