Hörð átök um Evrópustefnuna 26. febrúar 2005 00:01 Hörð átök eru um Evrópustefnuna á flokksþingi framsóknarmanna. Skoðanamunur formanns og varaformanns kristallaðist í ræðum þeirra í dag. Þar upplýsti Halldór Ásgrímsson að forsætisráðherra Noregs hefði hringt í sig í morgun til að kanna hvort Ísland ætlaði að fara að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Það kom ekki á óvart að tillaga um að hefja aðildarviðræður við Evrópusambandið á skyldi hafa verið þurrkuð út úr ályktunardrögum þegar þingfulltrúar hófu umræður í dag. Í staðinn var komin setning þar sem sagði að vegna óljósrar stöðu og framtíðar EES-samningsins væru líkur á að hagsmunum Íslands yrði betur borgið innan Evrópusambandsins. Aðildarviðræður gætu hugsanlega hafist strax á næsta kjörtímabili og á vettvangi Framsóknarflokksins skyldi strax hefjast vinna við mótun samningsmarkmiða og undirbúning aðildarviðræðna. Varaformaður flokksins, Guðni Ágústsson, lýsti sig ósáttan við ályktunina og sagði að það yrði að orða hana með öðrum hætti til að kljúfa ekki flokkinn. Það væri engin leið að fullyrða um það á þessu stigi að Ísland sé betur komið innan ESB Formaðurinn, Halldór Ásgrímsson, varði hins vegar þetta orðalag og sagði á margan hátt stigið varlega til jarðar í tillögunni - þar væru allir fyrirvarar. Hins vegar verði menn að átta sig á því í hvað stefni og athuga hvað aðild geti gefið Íslendingum. Halldór bauð svo að hún yrði tekin til frekari skoðunar í nefnd fyrir morgundaginn. Halldór kvaðst gera sér grein fyrir því að málið sé mjög viðkvæmt, og ekki eingöngu inn á við heldur líka gagnvart öðrum þjóðum innan EES. Í því sambandi upplýsti Halldór að forsætisráðherra Noregs hefði hringt í sig í morgun til að kanna hvort Ísland ætlaði að fara að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Guðni Ágústsson segir þá sterka innan Framsóknarflokksins sem vilji skoða aðild að ESB en þeir sem vilji fara mjög varlega í þeim efnum séu einnig mjög fjölmennir. Niðurstöðu flokksþingsins um afstöðu til Reykjavíkurflugvallar er einnig beðið með eftirvæntingu en framtíð hans var í fyrirspurn Hjalta Björnssonar þingfulltrúa til ráðherra tengd uppbyggingu Landspítalans. Spurt var hvort eitt af aðalatriðum í staðarvali fyrir spítalann hafi ekki verið að flugvöllurinn yrði þar sem hann er. Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra sagði það vissulega hafa verið verið svo. Nálægðin við flugvöllinn sé mjög stór kostur þó það sé ekki algert skilyrði. En Halldór slapp ekki við gagnrýni. Hjalti Björnsson sagði það skilyrði hafa verið sett þegar Ísland gekk í NATO árið 1949 að þjóðin þyrfti og myndi aldrei, með beinum eða óbeinum hætti, taka þátt í stríðsrekstri eða hernaðarlegum ákvörðunum. í framhldinu spurði hann hverjir hefðu breytt þessu og hvenær. Halldór sagði Íslendinga ekki hafa sent fólk til að taka þátt í beinum átökum, aðeins „ ... til að hjálpa til við að halda friðinn. Og ég tel að við Íslendingar eigum að vera stoltir af því,“ sagði Halldór. Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Sjá meira
Hörð átök eru um Evrópustefnuna á flokksþingi framsóknarmanna. Skoðanamunur formanns og varaformanns kristallaðist í ræðum þeirra í dag. Þar upplýsti Halldór Ásgrímsson að forsætisráðherra Noregs hefði hringt í sig í morgun til að kanna hvort Ísland ætlaði að fara að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Það kom ekki á óvart að tillaga um að hefja aðildarviðræður við Evrópusambandið á skyldi hafa verið þurrkuð út úr ályktunardrögum þegar þingfulltrúar hófu umræður í dag. Í staðinn var komin setning þar sem sagði að vegna óljósrar stöðu og framtíðar EES-samningsins væru líkur á að hagsmunum Íslands yrði betur borgið innan Evrópusambandsins. Aðildarviðræður gætu hugsanlega hafist strax á næsta kjörtímabili og á vettvangi Framsóknarflokksins skyldi strax hefjast vinna við mótun samningsmarkmiða og undirbúning aðildarviðræðna. Varaformaður flokksins, Guðni Ágústsson, lýsti sig ósáttan við ályktunina og sagði að það yrði að orða hana með öðrum hætti til að kljúfa ekki flokkinn. Það væri engin leið að fullyrða um það á þessu stigi að Ísland sé betur komið innan ESB Formaðurinn, Halldór Ásgrímsson, varði hins vegar þetta orðalag og sagði á margan hátt stigið varlega til jarðar í tillögunni - þar væru allir fyrirvarar. Hins vegar verði menn að átta sig á því í hvað stefni og athuga hvað aðild geti gefið Íslendingum. Halldór bauð svo að hún yrði tekin til frekari skoðunar í nefnd fyrir morgundaginn. Halldór kvaðst gera sér grein fyrir því að málið sé mjög viðkvæmt, og ekki eingöngu inn á við heldur líka gagnvart öðrum þjóðum innan EES. Í því sambandi upplýsti Halldór að forsætisráðherra Noregs hefði hringt í sig í morgun til að kanna hvort Ísland ætlaði að fara að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Guðni Ágústsson segir þá sterka innan Framsóknarflokksins sem vilji skoða aðild að ESB en þeir sem vilji fara mjög varlega í þeim efnum séu einnig mjög fjölmennir. Niðurstöðu flokksþingsins um afstöðu til Reykjavíkurflugvallar er einnig beðið með eftirvæntingu en framtíð hans var í fyrirspurn Hjalta Björnssonar þingfulltrúa til ráðherra tengd uppbyggingu Landspítalans. Spurt var hvort eitt af aðalatriðum í staðarvali fyrir spítalann hafi ekki verið að flugvöllurinn yrði þar sem hann er. Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra sagði það vissulega hafa verið verið svo. Nálægðin við flugvöllinn sé mjög stór kostur þó það sé ekki algert skilyrði. En Halldór slapp ekki við gagnrýni. Hjalti Björnsson sagði það skilyrði hafa verið sett þegar Ísland gekk í NATO árið 1949 að þjóðin þyrfti og myndi aldrei, með beinum eða óbeinum hætti, taka þátt í stríðsrekstri eða hernaðarlegum ákvörðunum. í framhldinu spurði hann hverjir hefðu breytt þessu og hvenær. Halldór sagði Íslendinga ekki hafa sent fólk til að taka þátt í beinum átökum, aðeins „ ... til að hjálpa til við að halda friðinn. Og ég tel að við Íslendingar eigum að vera stoltir af því,“ sagði Halldór.
Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Sjá meira