Evrópustefnan sigur fyrir flokkinn 27. febrúar 2005 00:01 "Þetta eru mikil tíðindi í níutíu ára sögu Framsóknarflokksins," segir Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra um ályktun flokksþingsins í Evrópumálum. "Þetta er í fyrsta skipti sem Framsóknarflokkurinn opnar með beinum hætti fyrir aðild að Evrópusambandinu þannig að við höfum umboð flokksmanna til þess að vinna á þeim grundvelli. Það finnst mér mjög góð niðurstaða," segir Halldór. Spurður hvort hann líti á niðurstöðuna sem sigur fyrir Evrópusinna innan flokksins segir Halldór niðurstöðuna "sigur fyrir flokkinn". Hann segist túlka niðurstöðuna þannig að flokkurinn telji að vinna eigi að því að skýra betur þau mál er varði hugsanlegar aðildarviðræður svo flokkurinn geti tekið endanlega afstöðu til þess fljótlega í framtíðinni. "Það liggur því fyrir að Framsóknarflokkurinni útilokar ekki aðild að ESB og er ég því mjög sáttur. Það stóð aldrei til á þessu flokksþingi að taka endanlega afstöðu til þess hvort Ísland ætti að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Við höfum verið að vinna mjög mikið í þessu undanfarin ár þannig að þetta er eðlilegt framhald af því," segir Halldór. Ekki víst að verði kosningamál Halldór segist ekki gera sér fyllilega grein fyrir því á þessari stundu hvort Evrópusambandið verði helsta kosningamálið fyrir næstu alþingiskosningar. "Við erum að bíða eftir að sjá hvernig Evrópusambandið þróast. Nú er að hefjast atkvæðagreiðsla um nýja stjórnarskrá og við munum fylgjast með henni. Einnig skiptir verulegu máli hvað Bretar, Svíar og Danir gera í sambandi við aðild að evrunni," segir hann. Hann ítrekar að margt geti haft áhrif á afstöðu Íslendinga gagnvart umsókn að aðild, ekki síst hver umræðan verði í Noregi. Halldór segist finna það afskaplega vel að stefna Norðmanna varðandi Evrópusambandið hafi mikil áhrif á Íslendinga - og öfugt. "Það viðurkenna það allir. Noregur getur ekki hugsað sér að einangrast og Ísland getur það ekki heldur," segir hann. "Við erum á Evrópska efnahagssvæðinu. EES-samningurinn er gerður fyrir Ísland, Noreg og Liechtenstein. Framkvæmd hans er tiltölulega erfið á margan hátt. Það skiptir miklu máli að Sviss ákvað að vera ekki með í samningnum," segir Halldór. "Ef Ísland fer inn í ESB verður það enn erfiðara fyrir Noreg. Ef Noregur fer inn verður mjög erfitt fyrir Ísland og Liechtenstein að reka þennan samning. Áhrif okkar hafa minnkað mjög mikið síðan samningurinn var gerður og það segir sig sjálft að ef Noregur sækir um og fer inn í ESB hefur það mikil áhrif, en Noregur greiðir meginhluta kostnaðarins við framkvæmd samningsins," segir Halldór. Vill ekki meta fyrirætlanir Norðmanna Halldór segist ekki vilja meta það hvort líklegt sé að Norðmenn sæki um aðild á næsta kjörtímabili, sem hefst nú í haust. "Það er hins vegar ljóst að Norðmenn, eins og við, ætla að meta stöðuna á næsta kjörtímabili. Þeir eru líkt og við að bíða og sjá hver þróun sambandsins verður með nýrri stjórnarskrá og hvað gerist með evruna. Þeir eru í svipaðri stöðu og við. Sjávarútvegsmál skipta þá miklu máli en þau skipta okkur hins vegar enn meira máli." Halldór sagði í setningarræðu sinni á flokksþinginu að hann teldi hagsmunum Íslendinga betur borgið innan Evrópusambandsins ef í það stefndi að Norðmenn ætluðu að sækja um aðild. Spurður um það segir hann mjög mikilvægt að ræða þetta mál í mikilli alvöru. "Ég tel að ég hafi miklu betra umboð til að gera það fyrir hönd míns flokks eftir þetta flokksþing. Ég tók málið á dagskrá í flokknum fyrir allmörgum árum og það er alveg ljóst að það er ekkert létt mál að taka slíkt mál upp í jafn rótgrónum stjórnmálaflokki og Framsóknarflokkurinn er. Umboðið frá flokknum eftir þetta flokksþing er mjög skýrt og skiptir verulegu máli. Það skiptir öllu máli." Við höfum mikið vægi Halldór hefur bent á að hann telji að vægi Íslands sem smáríkis yrði hlutfallslega stórt innan ESB. Hins vegar höfum við ekkert að segja um þær ákvarðanir sem teknar séu innan EFTA og Evrópska efnahagssvæðisins. "Við höfum afskaplega lítið að segja í sambandi við þær ákvarðanir. Það skiptir okkur alltaf máli að vera við borðið. Ef maður er ekki við borðið getur maður ekki tekið þátt í umræðunni," segir hann. "Mér hefur fundist alls staðar þar sem ég hef komið fram fyrir hönd Íslands að ef um mikilvæg hagsmunamál okkar sé að ræða komum við því alltaf að. Okkur gengur vel að halda okkar málstað. Ég hef engar áhyggjur af því," segir Halldór. Höfuðborgarstefnan merkileg Þegar Halldór er spurður út í önnur helstu mál sem flokksþingið ályktaði um segir hann það mjög merkilegt að Framsóknarflokkurinn hafi markað sér sérstaka höfuðborgarstefnu. "Það er alveg nýtt. Oft hefur verið talað um Framsóknarflokkinn sem sérstakan landsbyggðarflokk og ég tel að þessi stefna staðfesti það að Framsóknarflokkurinn er flokkur landsins alls og gerir sér grein fyrir mikilvægi höfuðborgarinnar," segir Halldór. Stórt skref í jafnréttismálum Þá var tekið stórt skref í jafnréttismálum á þinginu er samþykkt var ákvæði í lögum flokksins er kveður á um að hlutur hvors kyns skuli ekki vera lægri en 40 prósent við skipan í trúnaðar- og ábyrgðarstöður innan flokksins sem og við val á framboðslista. "Mér líst vel á 40 prósenta regluna. Ég er mjög ánægður með það að þáttur kvenna í flokknum hefur stóraukist. Þegar ég kom fyrst í þingflokkinn gekk ég inn í þingflokk sautján karla og ég man eftir fyrsta fundinum sem ég sat í einu ákveðnu sveitarfélagi, þar mættu nánast allir bændur, engin kona. Tvær komu inn á fundinn til þess að hafa tal af mönnum sínum. Síðan eru liðin rúm þrjátíu ár þannig að ég er afskaplega ánægður með þessa þróun," segir Halldór. Spurður hvort þetta marki upphaf nýrrar framsóknar segir hann að flokkurinn hafi alltaf verið að breytast og þróast. "Við hljótum að taka mið af breyttum tímum, taka mið af framtíðinni, og ég tel að við höfum gert það á þessu flokksþingi," segir hann. Formaður í sjötta sinn Halldór var kjörinn formaður í sjötta sinn á flokksþinginu. "Ég er ánægður með þessa niðurstöðu. Þetta er fjölmennasta flokksþing sem ég hef setið frá því að ég byrjaði að sitja þau. Flokkurinn hefur gengið í gegnum mörg erfið og umdeild mál undanfarið og við vorum að taka hér skýra afstöðu til Evrópumála. Ég tel því að þetta sé góð niðurstaða," segir hann. Halldór segir að fram undan sé að vinna að þeim mörgu málum sem fjallað hafi verið um á þinginu og halda áfram því ágæta stjórnarsamstarfi sem Framsóknarflokkurinn er í. "Ég tel að þetta flokksþing styrki stöðu Framsóknarflokksins mjög mikið." Halldór vill ekki kannast við það að átök hafi verið innan flokksins að undanförnu. "Ég vil ekki kalla það beint átök. Það er eðlilegt að það sé tekist á í tíu þúsund manna hreyfingu, það eru ekkert allir sammála. Framsóknarflokkurinn er tæki fólks til þess að hafa áhrif á sín mál og áhrif á framtíðina," segir Halldór. Spurður hvort þetta sjötta sinn verði hið síðasta sem hann er kjörinn formaður segir hann: "Það ætla ég að vona ekki." Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Fleiri fréttir Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík Sjá meira
"Þetta eru mikil tíðindi í níutíu ára sögu Framsóknarflokksins," segir Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra um ályktun flokksþingsins í Evrópumálum. "Þetta er í fyrsta skipti sem Framsóknarflokkurinn opnar með beinum hætti fyrir aðild að Evrópusambandinu þannig að við höfum umboð flokksmanna til þess að vinna á þeim grundvelli. Það finnst mér mjög góð niðurstaða," segir Halldór. Spurður hvort hann líti á niðurstöðuna sem sigur fyrir Evrópusinna innan flokksins segir Halldór niðurstöðuna "sigur fyrir flokkinn". Hann segist túlka niðurstöðuna þannig að flokkurinn telji að vinna eigi að því að skýra betur þau mál er varði hugsanlegar aðildarviðræður svo flokkurinn geti tekið endanlega afstöðu til þess fljótlega í framtíðinni. "Það liggur því fyrir að Framsóknarflokkurinni útilokar ekki aðild að ESB og er ég því mjög sáttur. Það stóð aldrei til á þessu flokksþingi að taka endanlega afstöðu til þess hvort Ísland ætti að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Við höfum verið að vinna mjög mikið í þessu undanfarin ár þannig að þetta er eðlilegt framhald af því," segir Halldór. Ekki víst að verði kosningamál Halldór segist ekki gera sér fyllilega grein fyrir því á þessari stundu hvort Evrópusambandið verði helsta kosningamálið fyrir næstu alþingiskosningar. "Við erum að bíða eftir að sjá hvernig Evrópusambandið þróast. Nú er að hefjast atkvæðagreiðsla um nýja stjórnarskrá og við munum fylgjast með henni. Einnig skiptir verulegu máli hvað Bretar, Svíar og Danir gera í sambandi við aðild að evrunni," segir hann. Hann ítrekar að margt geti haft áhrif á afstöðu Íslendinga gagnvart umsókn að aðild, ekki síst hver umræðan verði í Noregi. Halldór segist finna það afskaplega vel að stefna Norðmanna varðandi Evrópusambandið hafi mikil áhrif á Íslendinga - og öfugt. "Það viðurkenna það allir. Noregur getur ekki hugsað sér að einangrast og Ísland getur það ekki heldur," segir hann. "Við erum á Evrópska efnahagssvæðinu. EES-samningurinn er gerður fyrir Ísland, Noreg og Liechtenstein. Framkvæmd hans er tiltölulega erfið á margan hátt. Það skiptir miklu máli að Sviss ákvað að vera ekki með í samningnum," segir Halldór. "Ef Ísland fer inn í ESB verður það enn erfiðara fyrir Noreg. Ef Noregur fer inn verður mjög erfitt fyrir Ísland og Liechtenstein að reka þennan samning. Áhrif okkar hafa minnkað mjög mikið síðan samningurinn var gerður og það segir sig sjálft að ef Noregur sækir um og fer inn í ESB hefur það mikil áhrif, en Noregur greiðir meginhluta kostnaðarins við framkvæmd samningsins," segir Halldór. Vill ekki meta fyrirætlanir Norðmanna Halldór segist ekki vilja meta það hvort líklegt sé að Norðmenn sæki um aðild á næsta kjörtímabili, sem hefst nú í haust. "Það er hins vegar ljóst að Norðmenn, eins og við, ætla að meta stöðuna á næsta kjörtímabili. Þeir eru líkt og við að bíða og sjá hver þróun sambandsins verður með nýrri stjórnarskrá og hvað gerist með evruna. Þeir eru í svipaðri stöðu og við. Sjávarútvegsmál skipta þá miklu máli en þau skipta okkur hins vegar enn meira máli." Halldór sagði í setningarræðu sinni á flokksþinginu að hann teldi hagsmunum Íslendinga betur borgið innan Evrópusambandsins ef í það stefndi að Norðmenn ætluðu að sækja um aðild. Spurður um það segir hann mjög mikilvægt að ræða þetta mál í mikilli alvöru. "Ég tel að ég hafi miklu betra umboð til að gera það fyrir hönd míns flokks eftir þetta flokksþing. Ég tók málið á dagskrá í flokknum fyrir allmörgum árum og það er alveg ljóst að það er ekkert létt mál að taka slíkt mál upp í jafn rótgrónum stjórnmálaflokki og Framsóknarflokkurinn er. Umboðið frá flokknum eftir þetta flokksþing er mjög skýrt og skiptir verulegu máli. Það skiptir öllu máli." Við höfum mikið vægi Halldór hefur bent á að hann telji að vægi Íslands sem smáríkis yrði hlutfallslega stórt innan ESB. Hins vegar höfum við ekkert að segja um þær ákvarðanir sem teknar séu innan EFTA og Evrópska efnahagssvæðisins. "Við höfum afskaplega lítið að segja í sambandi við þær ákvarðanir. Það skiptir okkur alltaf máli að vera við borðið. Ef maður er ekki við borðið getur maður ekki tekið þátt í umræðunni," segir hann. "Mér hefur fundist alls staðar þar sem ég hef komið fram fyrir hönd Íslands að ef um mikilvæg hagsmunamál okkar sé að ræða komum við því alltaf að. Okkur gengur vel að halda okkar málstað. Ég hef engar áhyggjur af því," segir Halldór. Höfuðborgarstefnan merkileg Þegar Halldór er spurður út í önnur helstu mál sem flokksþingið ályktaði um segir hann það mjög merkilegt að Framsóknarflokkurinn hafi markað sér sérstaka höfuðborgarstefnu. "Það er alveg nýtt. Oft hefur verið talað um Framsóknarflokkinn sem sérstakan landsbyggðarflokk og ég tel að þessi stefna staðfesti það að Framsóknarflokkurinn er flokkur landsins alls og gerir sér grein fyrir mikilvægi höfuðborgarinnar," segir Halldór. Stórt skref í jafnréttismálum Þá var tekið stórt skref í jafnréttismálum á þinginu er samþykkt var ákvæði í lögum flokksins er kveður á um að hlutur hvors kyns skuli ekki vera lægri en 40 prósent við skipan í trúnaðar- og ábyrgðarstöður innan flokksins sem og við val á framboðslista. "Mér líst vel á 40 prósenta regluna. Ég er mjög ánægður með það að þáttur kvenna í flokknum hefur stóraukist. Þegar ég kom fyrst í þingflokkinn gekk ég inn í þingflokk sautján karla og ég man eftir fyrsta fundinum sem ég sat í einu ákveðnu sveitarfélagi, þar mættu nánast allir bændur, engin kona. Tvær komu inn á fundinn til þess að hafa tal af mönnum sínum. Síðan eru liðin rúm þrjátíu ár þannig að ég er afskaplega ánægður með þessa þróun," segir Halldór. Spurður hvort þetta marki upphaf nýrrar framsóknar segir hann að flokkurinn hafi alltaf verið að breytast og þróast. "Við hljótum að taka mið af breyttum tímum, taka mið af framtíðinni, og ég tel að við höfum gert það á þessu flokksþingi," segir hann. Formaður í sjötta sinn Halldór var kjörinn formaður í sjötta sinn á flokksþinginu. "Ég er ánægður með þessa niðurstöðu. Þetta er fjölmennasta flokksþing sem ég hef setið frá því að ég byrjaði að sitja þau. Flokkurinn hefur gengið í gegnum mörg erfið og umdeild mál undanfarið og við vorum að taka hér skýra afstöðu til Evrópumála. Ég tel því að þetta sé góð niðurstaða," segir hann. Halldór segir að fram undan sé að vinna að þeim mörgu málum sem fjallað hafi verið um á þinginu og halda áfram því ágæta stjórnarsamstarfi sem Framsóknarflokkurinn er í. "Ég tel að þetta flokksþing styrki stöðu Framsóknarflokksins mjög mikið." Halldór vill ekki kannast við það að átök hafi verið innan flokksins að undanförnu. "Ég vil ekki kalla það beint átök. Það er eðlilegt að það sé tekist á í tíu þúsund manna hreyfingu, það eru ekkert allir sammála. Framsóknarflokkurinn er tæki fólks til þess að hafa áhrif á sín mál og áhrif á framtíðina," segir Halldór. Spurður hvort þetta sjötta sinn verði hið síðasta sem hann er kjörinn formaður segir hann: "Það ætla ég að vona ekki."
Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Fleiri fréttir Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík Sjá meira