Reiðum okkur hvorir á aðra 1. mars 2005 00:01 Kjell Magne Bondevik, forsætisráðherra Noregs, segir tvær meginástæður fyrir því að það hefði veruleg áhrif í Noregi ef Íslendingar færu í aðildarviðræður við Evrópusambandið . "Í fyrsta lagi yrði Noregur þá eitt Norðurlandanna utan Evrópusambandsins og veikti það samstarf Norðurlandanna mjög," segir Bondevik. "Svo lengi sem löndin eru tvö er auðveldara fyrir þau að standa utan ESB, því meira jafnvægi ríkir þá milli landanna sem eru utan sambandsins og þeirra sem eru innan þess. Ef fjögur lönd á Norðurlöndunum eru aðildarríki Evrópusambandsins og eitt land utan þess verður það erfiðara fyrir landið sem stendur fyrir utan," segir Bondevik Veikti EFTA mjög Hin ástæðan, sem jafnframt vegur þyngst, er sú að ef annað landanna ákvæði að ganga í Evrópusambandið, verður hitt landið eina landið ásamt Liechtenstein í EFTA innan Evrópska efnahagssvæðisins," segir Bondevik. "Þó svo að Svisslendingar séu einnig þátttakendur EFTA eru þeir ekki aðilar að EES. Það myndi því veikja EES-samningin mjög ef einungis tvö lönd yrðu þar eftir," segir hann. "Við fylgjumst með umræðunum um Evrópumál á Íslandi af áhuga og ég held að Íslendingar fylgist með umræðunum í Noregi því þjóðirnar reiða sig hvor á aðra í þessu máli. Ef annað landið sækti um aðild myndi hefjast umræða um aðild í hinu landinu," segir Bondevik. Á dagskrá í fyrsta lagi 2007 "Eins og stendur er það ekki á dagskrá hjá okkur að hefja aðildarviðræður vegna þess að við erum mjög sátt við EES-samninginn sem hentar okkar efnahagslífi mjög vel. Við viljum bíða og sjá hver útkoman verður úr þjóðaratkvæðagreiðslum Evrópuríkjanna um stjórnarskrá Evrópusambandsins áður en við förum að skoða hugsanlegar aðildarviðræður," segir Bondevik. Hann segir að ef ákveðið yrði í Noregi að hefja aðildarviðræður við Evrópusambandið muni það ekki gerast fyrr en á síðari hluta næsta kjörtímabils, eða á tímabilinu 2007 til 2009. "Ef við ákveðum að efna til nýrrar þjóðaratkvæðagreiðslu í Noregi um aðild að Evópusambandinu, sem mun verða sú þriðja, verðum við að vita nákvæmlega hvað við erum að taka afstöðu til. Auk þess að sjá útkomuna varðandi stjórnarskrána er nauðsynlegt að sjá hvaða áhrif inntaka nýju aðildarríkjanna tíu frá því í maí hefur á stöðu smáríkja og meðalstórra ríkja í Evrópusambandinu. Við viljum sjá hver reynslan af þessari stækkun verður," segir Bondevik. Löndin reiða sig hvort á annað Bondevik segir að ályktun Framsóknarflokksins um Evrópumál muni hafa mikil áhrif á umræðuna um aðild að Evrópusambandinu í Noregi. "Ályktun flokksþings framsóknarmanna um að kanna frekar aðild að Evrópusambandinu mun hafa áhrif á umræðuna á Íslandi um Evrópusambandið, sem mun hafa áhrif á umræðuna í Noregi," segir Bondevik. "Bæði löndin reiða sig mikið á sjávarútveg og mikil samskipti eru landanna á milli. Það var ástæðan fyrir því að ég hringdi í Halldór Ásgrímsson á föstudaginn. Ég vildi fá að vita hvað væri í gangi í Framsóknarflokknum vegna þess að við fengum þær fregnir hingað til Noregs á föstudagsmorgun að flokkurinn væri að íhuga að samþykkta ályktun þar sem stefnt yrði að því að sækja um aðild að Evrópusambandinu," segir hann. Evrópustefnan gæti breyst með nýrri ríkisstjórn Bondevik segir að Halldór hafi útskýrt fyrir sér að ósennilegt væri að upphafleg drög að ályktun yrðu samþykkt á þinginu. "Mér skilst að útkoman hafi verið sú að undirbúa eigi hugsanlegar aðildarviðræður. Þetta þýðir að umræðan um hugsanlega aðild að Evrópusambandinu mun aukast á Íslandi. Það mun hafa áhrif hér í Noregi með þeim hætti að Norðmenn munu ræða enn frekar sín á milli um hugsanlegar aðildarviðræður," segir hann. Bondevik segir ályktun Framsóknarflokksins ekki síst áhugaverða í ljósi þess að hugsanlega gætu breytingar orðið á ríkisstjórn Íslands í næstu alþingiskosningum. "Ef Framsóknarflokkurinn fer í ríkisstjórn með Samfylkingunni eftir næstu kosningar er ljóst að viðhorf íslensku ríkisstjórnarinnar til aðildar að ESB gæti breyst. Það hefði veruleg áhrif á umræðuna hér í Noregi," segir Bondevik. EES-samningurinn staðnaður Aðspurður segist Bondevik að mörgu leyti sammála Halldóri Ásgrímssyni um að EES-samningurinn hafi staðnað. "Á hinn bóginn hentar hann Noregi vel og efnahagi landsins. Auðvitað höfum við ekki sömu pólitísk áhrif og aðildarríki Evrópusambandsins hafa og það er ókostur," segir hann. Hann bendir á að vandi Norðmanna í aðildvarviðræðum yrði einna helst vegna landbúnaðarmála og að einhverju leyti sjávarútvegsmála er snýr að forræði yfir fiskimiðum. Hann segist hins vegar ekki búast við því að erfitt reynist að semja um olíulindir Norðmanna. "Forræði yfir fiskimiðunum mun hins vegar reynast erfitt. Það var einmitt stóra deilumálið þegar við sóttum síðast um aðild, árið 1994," segir Bondevik. Hann bendir jafnframt á að útflutningur á fiski verði Norðmönnum auðveldari ef þeir gerðust aðilar að Evrópusambandinu. "Útflutningur fiskiafurða yrði þá gefinn frjáls en nú eru vissar takmarkanir á útflutningi," segir hann. "Kosturinn við að vera ekki aðildarríki er hins vegar sá að við höfum meira frelsi í byggðamálum, utanríkismálum og að ákveðnu marki í efnahagsmálum," segir Bondevik Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Sjá meira
Kjell Magne Bondevik, forsætisráðherra Noregs, segir tvær meginástæður fyrir því að það hefði veruleg áhrif í Noregi ef Íslendingar færu í aðildarviðræður við Evrópusambandið . "Í fyrsta lagi yrði Noregur þá eitt Norðurlandanna utan Evrópusambandsins og veikti það samstarf Norðurlandanna mjög," segir Bondevik. "Svo lengi sem löndin eru tvö er auðveldara fyrir þau að standa utan ESB, því meira jafnvægi ríkir þá milli landanna sem eru utan sambandsins og þeirra sem eru innan þess. Ef fjögur lönd á Norðurlöndunum eru aðildarríki Evrópusambandsins og eitt land utan þess verður það erfiðara fyrir landið sem stendur fyrir utan," segir Bondevik Veikti EFTA mjög Hin ástæðan, sem jafnframt vegur þyngst, er sú að ef annað landanna ákvæði að ganga í Evrópusambandið, verður hitt landið eina landið ásamt Liechtenstein í EFTA innan Evrópska efnahagssvæðisins," segir Bondevik. "Þó svo að Svisslendingar séu einnig þátttakendur EFTA eru þeir ekki aðilar að EES. Það myndi því veikja EES-samningin mjög ef einungis tvö lönd yrðu þar eftir," segir hann. "Við fylgjumst með umræðunum um Evrópumál á Íslandi af áhuga og ég held að Íslendingar fylgist með umræðunum í Noregi því þjóðirnar reiða sig hvor á aðra í þessu máli. Ef annað landið sækti um aðild myndi hefjast umræða um aðild í hinu landinu," segir Bondevik. Á dagskrá í fyrsta lagi 2007 "Eins og stendur er það ekki á dagskrá hjá okkur að hefja aðildarviðræður vegna þess að við erum mjög sátt við EES-samninginn sem hentar okkar efnahagslífi mjög vel. Við viljum bíða og sjá hver útkoman verður úr þjóðaratkvæðagreiðslum Evrópuríkjanna um stjórnarskrá Evrópusambandsins áður en við förum að skoða hugsanlegar aðildarviðræður," segir Bondevik. Hann segir að ef ákveðið yrði í Noregi að hefja aðildarviðræður við Evrópusambandið muni það ekki gerast fyrr en á síðari hluta næsta kjörtímabils, eða á tímabilinu 2007 til 2009. "Ef við ákveðum að efna til nýrrar þjóðaratkvæðagreiðslu í Noregi um aðild að Evópusambandinu, sem mun verða sú þriðja, verðum við að vita nákvæmlega hvað við erum að taka afstöðu til. Auk þess að sjá útkomuna varðandi stjórnarskrána er nauðsynlegt að sjá hvaða áhrif inntaka nýju aðildarríkjanna tíu frá því í maí hefur á stöðu smáríkja og meðalstórra ríkja í Evrópusambandinu. Við viljum sjá hver reynslan af þessari stækkun verður," segir Bondevik. Löndin reiða sig hvort á annað Bondevik segir að ályktun Framsóknarflokksins um Evrópumál muni hafa mikil áhrif á umræðuna um aðild að Evrópusambandinu í Noregi. "Ályktun flokksþings framsóknarmanna um að kanna frekar aðild að Evrópusambandinu mun hafa áhrif á umræðuna á Íslandi um Evrópusambandið, sem mun hafa áhrif á umræðuna í Noregi," segir Bondevik. "Bæði löndin reiða sig mikið á sjávarútveg og mikil samskipti eru landanna á milli. Það var ástæðan fyrir því að ég hringdi í Halldór Ásgrímsson á föstudaginn. Ég vildi fá að vita hvað væri í gangi í Framsóknarflokknum vegna þess að við fengum þær fregnir hingað til Noregs á föstudagsmorgun að flokkurinn væri að íhuga að samþykkta ályktun þar sem stefnt yrði að því að sækja um aðild að Evrópusambandinu," segir hann. Evrópustefnan gæti breyst með nýrri ríkisstjórn Bondevik segir að Halldór hafi útskýrt fyrir sér að ósennilegt væri að upphafleg drög að ályktun yrðu samþykkt á þinginu. "Mér skilst að útkoman hafi verið sú að undirbúa eigi hugsanlegar aðildarviðræður. Þetta þýðir að umræðan um hugsanlega aðild að Evrópusambandinu mun aukast á Íslandi. Það mun hafa áhrif hér í Noregi með þeim hætti að Norðmenn munu ræða enn frekar sín á milli um hugsanlegar aðildarviðræður," segir hann. Bondevik segir ályktun Framsóknarflokksins ekki síst áhugaverða í ljósi þess að hugsanlega gætu breytingar orðið á ríkisstjórn Íslands í næstu alþingiskosningum. "Ef Framsóknarflokkurinn fer í ríkisstjórn með Samfylkingunni eftir næstu kosningar er ljóst að viðhorf íslensku ríkisstjórnarinnar til aðildar að ESB gæti breyst. Það hefði veruleg áhrif á umræðuna hér í Noregi," segir Bondevik. EES-samningurinn staðnaður Aðspurður segist Bondevik að mörgu leyti sammála Halldóri Ásgrímssyni um að EES-samningurinn hafi staðnað. "Á hinn bóginn hentar hann Noregi vel og efnahagi landsins. Auðvitað höfum við ekki sömu pólitísk áhrif og aðildarríki Evrópusambandsins hafa og það er ókostur," segir hann. Hann bendir á að vandi Norðmanna í aðildvarviðræðum yrði einna helst vegna landbúnaðarmála og að einhverju leyti sjávarútvegsmála er snýr að forræði yfir fiskimiðum. Hann segist hins vegar ekki búast við því að erfitt reynist að semja um olíulindir Norðmanna. "Forræði yfir fiskimiðunum mun hins vegar reynast erfitt. Það var einmitt stóra deilumálið þegar við sóttum síðast um aðild, árið 1994," segir Bondevik. Hann bendir jafnframt á að útflutningur á fiski verði Norðmönnum auðveldari ef þeir gerðust aðilar að Evrópusambandinu. "Útflutningur fiskiafurða yrði þá gefinn frjáls en nú eru vissar takmarkanir á útflutningi," segir hann. "Kosturinn við að vera ekki aðildarríki er hins vegar sá að við höfum meira frelsi í byggðamálum, utanríkismálum og að ákveðnu marki í efnahagsmálum," segir Bondevik
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Sjá meira