Innlent

Enginn kennari sagði upp störfum

Allir grunnskólakennarar utan tveggja þeirra sem sögðu upp í hópum í Mosfellsbæ, Fáskrúðsfirði og Hólmavík í verkfallinu drógu uppsagnir sínar til baka að því loknu. Tveir kennarar í Reykjavík sem sögðu upp í verkfallinu eru hættir störfum. Viktor A. Guðlaugsson, skólastjóri Varmárskóla, segir einn kennara skólans af þeim tólf sem sögðu upp hafa hætt og horfið til annarra starfa. "Ég hugsa að mörgum hafi verið full alvara en svo standa menn frammi fyrir því að velja og hafna. Það var full alvara hvað það varðar að menn vildu fá leiðréttingu á sínum kjörum," segir Viktor. Jóhanna Magnúsdóttir, skólastjóri Lágafellsskóla, segir einn hafa hætt störfum af þeim sextán sem sögðu upp í verkfalli kennara. Hann hafi hætt í gær af persónulegum ástæðum. Ingunn Gísladóttir, starfsmannastjóri hjá Fræðslumiðstöðinni í Reykjavík, segir tvo kennara hafa hætt frá því verkfallinu lauk. Kennarar sem hætti á miðju skólaári geri það oftast þegar persónulegar aðstæður breytist. Svo virðist einnig hafa verið nú.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×