Viðskipti erlent

Olíuverð fór yfir 53 dollara

Heimsmarkaðsverð á olíu náði fjögurra mánaða hámarki í gær þegar verðið á tunnunni fór yfir fimmtíu og þrjá dollara. Að sögn sérfræðinga á olíumarkaði er ástæða hækkunarinnar aukin eftirspurn eftir olíu á heimsvísu. Eftir lækkun á olíuverði í byrjun ársins og lok þess síðasta hefur olíuverð snarhækkað á nýjan leik undanfarnar vikur. Sérfræðingar segja aðeins tímaspursmál hvenær verðið á tunnu fari yfir sextíu dollara. Íslendingar fara ekki varhluta af þessum hækkunum og í gær hækkuðu öll olíufélög hér á landi, nema Atlantsolía, verðið á bensínlítranum.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×