Segja ráðningu ekki pólitíska 10. mars 2005 00:01 Ráðning fréttastjórans hefur ekkert með pólitík að gera, segja Framsóknarmenn, og benda á að Auðun Georg sé ekki í neinum stjórnmálaflokki og hafi aldrei tekið þátt í starfi Framsóknarflokksins. Málið var rætt í heitum umræðum á þingi í dag. Þingmenn stjórnarandstöðunnar fóru fram á það á Alþingi í dag að útvarpsstjóri endurskoðaði ákvörðun sína um að ráða Auðun Georg í starf fréttastjóra Útvarps. Sögðu þeir stjórnarflokkana hafi misnotað vald sitt í útvarpsráði, pólitísku valdi hefði verið misbeitt og litið fram hjá reynslu og hæfni annarra umsækjenda. Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði öllu vikið til hliðar fyrir sérhagsmuni flokksgæðinganna og Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri - grænna, sagði að flokksskíteini í Sjálfstæðisflokknum væri nánast skilyrði fyrir ráðningu í yfirmannsstöðu á RÚV en Framsóknarflokkurinn ætti manninn í stöðu fréttastjóra útvarps. Auðun hefur hins vegar aldrei verið skráður í Framsóknarflokkinn eða nokkurn annan flokk og ekki tekið þátt í starfi hans. Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði að þær dylgjur sem hafðar hefðu verið frammi um meint pólitísk tengsl nýráðins fréttastjóra hefðu ekki verið studdar með neinum rökum. Það væri bara fullyrt og fullyrt en engin tilraun gerð til þess að renna stoðum undir þær fullyrðingar. Pétur Gunnarsson, skrifstofustjóri Framsóknarflokksins og varamaður í útvarpsráði, greiddi atkvæði í ráðinu með Auðuni. Hann rökstyður það á fréttasíðu Framsóknarflokksins og segir að Auðun Georg einfaldlega hæfasta umsækjandanna bæði vegna menntunar og reynslu af fjölmiðlum og stjórnunarstörfum. Fréttir Innlent Stj.mál Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sjá meira
Ráðning fréttastjórans hefur ekkert með pólitík að gera, segja Framsóknarmenn, og benda á að Auðun Georg sé ekki í neinum stjórnmálaflokki og hafi aldrei tekið þátt í starfi Framsóknarflokksins. Málið var rætt í heitum umræðum á þingi í dag. Þingmenn stjórnarandstöðunnar fóru fram á það á Alþingi í dag að útvarpsstjóri endurskoðaði ákvörðun sína um að ráða Auðun Georg í starf fréttastjóra Útvarps. Sögðu þeir stjórnarflokkana hafi misnotað vald sitt í útvarpsráði, pólitísku valdi hefði verið misbeitt og litið fram hjá reynslu og hæfni annarra umsækjenda. Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði öllu vikið til hliðar fyrir sérhagsmuni flokksgæðinganna og Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri - grænna, sagði að flokksskíteini í Sjálfstæðisflokknum væri nánast skilyrði fyrir ráðningu í yfirmannsstöðu á RÚV en Framsóknarflokkurinn ætti manninn í stöðu fréttastjóra útvarps. Auðun hefur hins vegar aldrei verið skráður í Framsóknarflokkinn eða nokkurn annan flokk og ekki tekið þátt í starfi hans. Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði að þær dylgjur sem hafðar hefðu verið frammi um meint pólitísk tengsl nýráðins fréttastjóra hefðu ekki verið studdar með neinum rökum. Það væri bara fullyrt og fullyrt en engin tilraun gerð til þess að renna stoðum undir þær fullyrðingar. Pétur Gunnarsson, skrifstofustjóri Framsóknarflokksins og varamaður í útvarpsráði, greiddi atkvæði í ráðinu með Auðuni. Hann rökstyður það á fréttasíðu Framsóknarflokksins og segir að Auðun Georg einfaldlega hæfasta umsækjandanna bæði vegna menntunar og reynslu af fjölmiðlum og stjórnunarstörfum.
Fréttir Innlent Stj.mál Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sjá meira