Fréttamenn ræða allsherjaruppsögn 10. mars 2005 00:01 Fréttamenn á fréttastofu Útvarpsins ræða nú að segja upp störfum, allir sem einn, verði ekki horfið frá ráðningu Auðuns Georgs Ólafssonar í starf fréttastjóra. Þá ætla þeir að kanna lagagrundvöll fyrir því hvort hægt sé að kæra ráðningu hans. Þetta sagði Jón Gunnar Grjetarsson, formaður Félags fréttamanna útvarpsins, í gærkvöld að loknum fundi stjórnar félagsins. Stjórnin hefur boðað til félagsfundar í hádeginu í dag, þar sem fulltrúi Bandalags háskólamanna mun mæta. Þar verður farið yfir réttarstöðu fréttamannanna og ýmis lagaleg atriði vegna ráðningar Auðuns Georgs. "Við munum meðal annars fara yfir það hver réttarstaða okkar er gagnvart skerðingu eða röskun á fréttaútsendingum, sem við viljum helst ekki að hlustendur okkar þurfi að verða fyrir," sagði Jón Gunnar. "Jafnframt munum við skoða lagalega stöðu okkar ef til uppsagna kemur. Menn eru að ræða þann möguleika sem einn af nokkrum. Það er enginn bilbugur á okkur." "Þeir atburðir sem hér hafa orðið eru með þeim ólíkindum að mér hefði aldrei komið til hugar að þetta gæti gerst," sagði Bogi Ágústsson, forstöðumaður fréttasviðs Ríkisútvarpsins. "Ástandið er engu líkt og ég man ekki eftir öðru eins þó hef ég verið hér í hartnær 30 ár," sagði hann og bætti við að hann þyrði engu að spá um framtíðina. Einörð andstaða fréttamanna og annarra starfsmanna Ríkisútvarpsins gegn ráðningu Auðuns Georgs leiddi til tíðra fundahalda og þess að fréttatímar gengu úr skorðum í gær. Fréttamennirnir samþykktu vantraust á Markús Örn Antonsson útvarpsstjóra og starfsmannafundur samþykkti áskorun um að útvarpsstjóri endurskoðaði ákvörðun sína um ráðningu í starf fréttastjóra útvarpsins. Fréttamenn biðu lengi dags í gær viðbragða útvarpsstjóra og nýráðins fréttastjóra við ályktunum og áskorunum, en þeir létu hvorugur ná í sig. Auðun Georg vildi ekki tjá sig um málið við Fréttablaðið í gærkvöldi og ekki náðist Markús Örn Antonsson útvarpsstjóra. Fréttir Innlent Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent Skipverji brotnaði og móttöku frestað Innlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Fleiri fréttir Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Líkamsárásir, skemmdarverk og klifurslys Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Sjá meira
Fréttamenn á fréttastofu Útvarpsins ræða nú að segja upp störfum, allir sem einn, verði ekki horfið frá ráðningu Auðuns Georgs Ólafssonar í starf fréttastjóra. Þá ætla þeir að kanna lagagrundvöll fyrir því hvort hægt sé að kæra ráðningu hans. Þetta sagði Jón Gunnar Grjetarsson, formaður Félags fréttamanna útvarpsins, í gærkvöld að loknum fundi stjórnar félagsins. Stjórnin hefur boðað til félagsfundar í hádeginu í dag, þar sem fulltrúi Bandalags háskólamanna mun mæta. Þar verður farið yfir réttarstöðu fréttamannanna og ýmis lagaleg atriði vegna ráðningar Auðuns Georgs. "Við munum meðal annars fara yfir það hver réttarstaða okkar er gagnvart skerðingu eða röskun á fréttaútsendingum, sem við viljum helst ekki að hlustendur okkar þurfi að verða fyrir," sagði Jón Gunnar. "Jafnframt munum við skoða lagalega stöðu okkar ef til uppsagna kemur. Menn eru að ræða þann möguleika sem einn af nokkrum. Það er enginn bilbugur á okkur." "Þeir atburðir sem hér hafa orðið eru með þeim ólíkindum að mér hefði aldrei komið til hugar að þetta gæti gerst," sagði Bogi Ágústsson, forstöðumaður fréttasviðs Ríkisútvarpsins. "Ástandið er engu líkt og ég man ekki eftir öðru eins þó hef ég verið hér í hartnær 30 ár," sagði hann og bætti við að hann þyrði engu að spá um framtíðina. Einörð andstaða fréttamanna og annarra starfsmanna Ríkisútvarpsins gegn ráðningu Auðuns Georgs leiddi til tíðra fundahalda og þess að fréttatímar gengu úr skorðum í gær. Fréttamennirnir samþykktu vantraust á Markús Örn Antonsson útvarpsstjóra og starfsmannafundur samþykkti áskorun um að útvarpsstjóri endurskoðaði ákvörðun sína um ráðningu í starf fréttastjóra útvarpsins. Fréttamenn biðu lengi dags í gær viðbragða útvarpsstjóra og nýráðins fréttastjóra við ályktunum og áskorunum, en þeir létu hvorugur ná í sig. Auðun Georg vildi ekki tjá sig um málið við Fréttablaðið í gærkvöldi og ekki náðist Markús Örn Antonsson útvarpsstjóra.
Fréttir Innlent Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent Skipverji brotnaði og móttöku frestað Innlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Fleiri fréttir Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Líkamsárásir, skemmdarverk og klifurslys Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Sjá meira