Bragðgóð matarsýning 11. mars 2005 00:01 Matvælasýning Norðurlands, Matur-inn 2005, verður haldin í Verkmenntaskólanum á Akureyri laugardaginn 12. og sunnudaginn 13. mars. Um 30 fyrirtæki kynna vörur sínar og þjónustu á sýningunni auk þess sem keppt verður um titilinn Matreiðslumaður ársins 2005. Matvælasýning Norðurlands var haldin í fyrsta sinn árið 2003 en ætlunin er að hún verði haldin á tveggja ára fresti. Friðrik V. Karlsson sýningarstjóri segir að öll helstu matvælatengd fyrirtæki á Norðurlandi verði með bás á sýningunni. "Við væntum fjölda gesta en aðgangur er ókeypis og öllum opinn. Fólk getur fengið að bragða á matnum á sýningunni auk þess sem margvísleg tilboð verða," segir Friðrik. Alls eru 18 keppendur, vítt og breitt af landinu, skráðir í keppnina um Matreiðslumann ársins 2005 og segir Friðrik að þrír alþjóðlegir dómarar frá Norðurlöndunum muni meta hæfni þeirra. Matur Mest lesið Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Tíska og hönnun Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Sóli mátti bara tala í eftirhermum Lífið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Lífið Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Lífið Djörf á dreglinum Tíska og hönnun Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Lífið Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Lífið Fitusmánuð á rauða dreglinum Lífið Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Jól
Matvælasýning Norðurlands, Matur-inn 2005, verður haldin í Verkmenntaskólanum á Akureyri laugardaginn 12. og sunnudaginn 13. mars. Um 30 fyrirtæki kynna vörur sínar og þjónustu á sýningunni auk þess sem keppt verður um titilinn Matreiðslumaður ársins 2005. Matvælasýning Norðurlands var haldin í fyrsta sinn árið 2003 en ætlunin er að hún verði haldin á tveggja ára fresti. Friðrik V. Karlsson sýningarstjóri segir að öll helstu matvælatengd fyrirtæki á Norðurlandi verði með bás á sýningunni. "Við væntum fjölda gesta en aðgangur er ókeypis og öllum opinn. Fólk getur fengið að bragða á matnum á sýningunni auk þess sem margvísleg tilboð verða," segir Friðrik. Alls eru 18 keppendur, vítt og breitt af landinu, skráðir í keppnina um Matreiðslumann ársins 2005 og segir Friðrik að þrír alþjóðlegir dómarar frá Norðurlöndunum muni meta hæfni þeirra.
Matur Mest lesið Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Tíska og hönnun Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Sóli mátti bara tala í eftirhermum Lífið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Lífið Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Lífið Djörf á dreglinum Tíska og hönnun Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Lífið Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Lífið Fitusmánuð á rauða dreglinum Lífið Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Jól