Innlent

Stofnunin sýknuð af kröfu föður

Tryggingastofnun var í Hæstarétti í gær sýknuð af kröfu föður um ógildingu á ákvörðun Tryggingastofnunar um synjun á greiðslum í fæðingarorlofi. Maðurinn var ekki talinn uppfylla þau skilyrði laga um fæðingar- og foreldraorlof að hafa verið samfellt sex mánuði á innlendum vinnumarkaði fyrir upphafsdag fæðingarorlofs. Maðurinn hélt því ennfremur fram að honum hafi verið veittar rangar upplýsingar af starfsmönnum stofnunarinnar þegar hann sótti um greiðslu fæðingarorlofs. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að ósannað væri að hann hefði fengið rangar upplýsingar eða að stofnunin hefði vanrækt upplýsingaskyldu sína, eða að dráttur hefði orðið á afgreiðslu á umsókn hans um þessar greiðslur sem leiða ættu til skaðabótaskyldu. Héraðsdómur hafði áður hafnað kröfum mannsins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×