Innlent

Háskólasetur Vestfjarða stofnað

Háskólasetur Vestfjarða var stofnað við hátíðlega athöfn í framtíðarhúsnæði setursins, Vestrahúsinu á Ísafirði, í dag. Stofnfundurinn var í sal Ísfangs þar sem var margt góðra gesta. Ávörp fluttu m.a. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra, Valgerður Sverrisdóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra, Sturla Böðvarsson samgönguráðherra og Dóra Hlín Gísladóttir, framkvæmdastjóri rannsóknastofunnar Agars á Ísafirði. Setrið tekur við háskólakennslu fyrir vestan af Fræðslusetri Vestfjarða. Stefnt er að því að eftir fimm ár stundi um 500 nemendur nám við hið nýja Háskólasetur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×