Þriðjungur hersins heim 13. mars 2005 00:01 Sýrlendingar lofa að kalla þriðjung hersveita sinna í Líbanon heim fyrir lok þessa mánaðar og hafa samþykkt áætlun sem gerir ráð fyrir að hernaðarafskiptum Sýrlendinga í Líbanon ljúki. Engin tímamörk eru þó sett um endanlegt brotthvarf. Áætlunin sem Sýrlendingar samþykktu gerir ráð fyrir tveimur stigum og því fyrra á að ljúka fyrir lok marsmánaðar. Í því felst að þriðjungur hermanna Sýrlendinga haldi frá Líbanon og að allir hermenn sem og leyniþjónustumenn haldi einungis til í Bekaa-dalnum, skammt frá landamærum Sýrlands. Í seinna stiginu felst að hernaðarafskiptum Sýrlendinga í Líbanon ljúki endanlega en enn sem komið er hefur ekki verið gengið frá neinni dagsetningu fyrir það skref sem vakið hefur nokkrar efasemdir meðal Bandaríkjamanna. Það var þrýstingur frá þeim, sem og Evrópuþjóðum og arabaríkjum og mótmælendum í Líbanon, sem varð þess valdandi að stjórnvöld í Damaskus sáu sér þann kost vænstan að gefa eftir og samþykkja þær hugmyndir sem Terje Roed-Larsen, sendifulltrúi Kofis Annans, lagði fram á fundi með Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, í gær. Í byrjun aprílmánaðar eiga fulltrúar sýrlenskra og líbanskra hermálayfirvalda að hittast til að ræða endanlegt brotthvarf. Niðurstaða þess fundar verður í raun prófið sem Sýrlendingar verða að standast til að efasemdarmenn sannfærist, en ef Sýrlendingar beita áhrifum sínum í Líbanon, sem eru töluverð, og niðurstaða fundarins verður loðin, er hætt við að enn verði sótt að stjórn Assads forseta og þrýstingurinn aukist á ný. Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Fleiri fréttir Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Sjá meira
Sýrlendingar lofa að kalla þriðjung hersveita sinna í Líbanon heim fyrir lok þessa mánaðar og hafa samþykkt áætlun sem gerir ráð fyrir að hernaðarafskiptum Sýrlendinga í Líbanon ljúki. Engin tímamörk eru þó sett um endanlegt brotthvarf. Áætlunin sem Sýrlendingar samþykktu gerir ráð fyrir tveimur stigum og því fyrra á að ljúka fyrir lok marsmánaðar. Í því felst að þriðjungur hermanna Sýrlendinga haldi frá Líbanon og að allir hermenn sem og leyniþjónustumenn haldi einungis til í Bekaa-dalnum, skammt frá landamærum Sýrlands. Í seinna stiginu felst að hernaðarafskiptum Sýrlendinga í Líbanon ljúki endanlega en enn sem komið er hefur ekki verið gengið frá neinni dagsetningu fyrir það skref sem vakið hefur nokkrar efasemdir meðal Bandaríkjamanna. Það var þrýstingur frá þeim, sem og Evrópuþjóðum og arabaríkjum og mótmælendum í Líbanon, sem varð þess valdandi að stjórnvöld í Damaskus sáu sér þann kost vænstan að gefa eftir og samþykkja þær hugmyndir sem Terje Roed-Larsen, sendifulltrúi Kofis Annans, lagði fram á fundi með Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, í gær. Í byrjun aprílmánaðar eiga fulltrúar sýrlenskra og líbanskra hermálayfirvalda að hittast til að ræða endanlegt brotthvarf. Niðurstaða þess fundar verður í raun prófið sem Sýrlendingar verða að standast til að efasemdarmenn sannfærist, en ef Sýrlendingar beita áhrifum sínum í Líbanon, sem eru töluverð, og niðurstaða fundarins verður loðin, er hætt við að enn verði sótt að stjórn Assads forseta og þrýstingurinn aukist á ný.
Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Fleiri fréttir Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Sjá meira