Hafísinn hamlaði skipaumferð 13. mars 2005 00:01 "Við máttum prísa okkur sæla að vera ekki mikið seinna á ferð enda var flóinn við það að lokast," sagði Stefán Sigurðsson, skipstjóri á ísfisktogaranum Árbaki, en hann lenti í hrakningum vegna hafíss í Húnaflóa í gærdag. Allt fór vel að lokum en Stefán sagði að litlu hefði munað og stýra hefði þurft skipinu því sem næst upp í land Skagafjarðarmegin til að komast á auðan sjó. Eitthvað var um að önnur skip og bátar lentu í tímabundnum vandræðum vegna íssins en sökum brælu víða á miðum fyrir norðan fóru mun færri skip út en ella. Olíuskip sem lagði af stað frá Akureyri áleiðis til meginlands Evrópu undir morgun sneri við til hafnar þegar ljóst var orðið að talsverður ís var í mynni Eyjafjarðar. Þrír aðrir bátar lentu einnig í smávægilegum vandræðum þar en komust um síðir farsællega burt. Skipstjóri rækjuveiðibáts frá Húsavík taldi sig heppinn að komast hjá tjóni í Húnaflóa og um kvöldmatarleytið í gærkvöld var hafís kominn inn á flesta firði og flóa fyrir norðan landið. Húnaflóinn var við að lokast og umferð þar orðin afar varhugaverð. Steinn Leó Rögnvaldsson, bóndi að Hrauni á Skaga, sagði eitthvað af ís farið að berast inn á Skagafjörðinn og fylla smærri víkur við mynnið en ísinn væri laus í sér og líklegur til að bráðna fljótlega. "Það er þó enn talsvert magn að berast inn fjörðinn enda gola af norðri og eitthvað á eftir að bæta í áður en hann fer að bráðna." "Það hefur verið áberandi hvað ísinn hefur heldur leitað vestur á bóginn í dag," sagði Hafþór Þorvaldsson, skipstjóri á Röstinni frá Sauðárkróki, en skipið hefur verið rækjuveiðum á Skjálfanda síðustu daga. Hafþór sagðist ekki haft lent í ís sem neinu næmi en stór ísrönd væri vel sjáanleg skammt frá og stöku jakar ættu leið hjá. Ekkert ískönnunarflug var flogið í gær og staðan óviss fyrir vestan og austan en þeir sjómenn sem Fréttablaðið náði tali af á þessum stöðum höfðu ekki orðið varir við mikinn ís í gærkvöld. Í Grímsey var staðan betri en í fyrradag þar sem mestur ísinn var farinn framhjá eynni. Fréttir Innlent Veður Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Ætlar að hitta kónginn í dag Erlent Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Innlent Fleiri fréttir Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Sjá meira
"Við máttum prísa okkur sæla að vera ekki mikið seinna á ferð enda var flóinn við það að lokast," sagði Stefán Sigurðsson, skipstjóri á ísfisktogaranum Árbaki, en hann lenti í hrakningum vegna hafíss í Húnaflóa í gærdag. Allt fór vel að lokum en Stefán sagði að litlu hefði munað og stýra hefði þurft skipinu því sem næst upp í land Skagafjarðarmegin til að komast á auðan sjó. Eitthvað var um að önnur skip og bátar lentu í tímabundnum vandræðum vegna íssins en sökum brælu víða á miðum fyrir norðan fóru mun færri skip út en ella. Olíuskip sem lagði af stað frá Akureyri áleiðis til meginlands Evrópu undir morgun sneri við til hafnar þegar ljóst var orðið að talsverður ís var í mynni Eyjafjarðar. Þrír aðrir bátar lentu einnig í smávægilegum vandræðum þar en komust um síðir farsællega burt. Skipstjóri rækjuveiðibáts frá Húsavík taldi sig heppinn að komast hjá tjóni í Húnaflóa og um kvöldmatarleytið í gærkvöld var hafís kominn inn á flesta firði og flóa fyrir norðan landið. Húnaflóinn var við að lokast og umferð þar orðin afar varhugaverð. Steinn Leó Rögnvaldsson, bóndi að Hrauni á Skaga, sagði eitthvað af ís farið að berast inn á Skagafjörðinn og fylla smærri víkur við mynnið en ísinn væri laus í sér og líklegur til að bráðna fljótlega. "Það er þó enn talsvert magn að berast inn fjörðinn enda gola af norðri og eitthvað á eftir að bæta í áður en hann fer að bráðna." "Það hefur verið áberandi hvað ísinn hefur heldur leitað vestur á bóginn í dag," sagði Hafþór Þorvaldsson, skipstjóri á Röstinni frá Sauðárkróki, en skipið hefur verið rækjuveiðum á Skjálfanda síðustu daga. Hafþór sagðist ekki haft lent í ís sem neinu næmi en stór ísrönd væri vel sjáanleg skammt frá og stöku jakar ættu leið hjá. Ekkert ískönnunarflug var flogið í gær og staðan óviss fyrir vestan og austan en þeir sjómenn sem Fréttablaðið náði tali af á þessum stöðum höfðu ekki orðið varir við mikinn ís í gærkvöld. Í Grímsey var staðan betri en í fyrradag þar sem mestur ísinn var farinn framhjá eynni.
Fréttir Innlent Veður Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Ætlar að hitta kónginn í dag Erlent Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Innlent Fleiri fréttir Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Sjá meira