Erindi við ungliða 14. mars 2005 00:01 Erindi flutt á þingi Ungliðasamtaka stjórnmálaflokkanna, Reykjavík 12. mars 2005 Góðir gestir. Mér hefur alltaf þótt merkilegt það fólk sem gengur snemma til liðs við stjórnmálaflokka, fólk sem veit strax á unglingsaldri að það ætlar sér út í pólitík. Það virkar alltaf dáldið á mig eins og maður spyrji litla frænda sinn hvað hann ætli að verða þegar hann er orðinn stór og sá stutti horfi svona upp á mann og svari: “Ég ætla að ráða yfir þér!” Ég sé það á ykkur að þið eruð svona fólk. Þið hafið fundið hlutverk ykkar í lífinu. Þið vitið hvað þið viljið. Þið viljið stjórna. Þið viljið ráða yfir mér. Verði ykkur að góðu. “Ungliðasamtök stjórnmálaflokkanna”. Þetta hljómar alltaf dálítið eins og “Ungbarnasund á vegum eldri borgara”. Stjórnmálin eru í eðli sínu þunglamaleg og gamaldags og virðast eiga fátt skylt með ungliðinu. En. Þið fáið að busla. Ykkur er leyft að busla. Ykkar hlutverk er að busla. Allt í lagi þó að skvettist aðeins, á ímynd flokksins. Það er bara betra, og þornar hvort sem er fljótt. Og ykkur finnst gaman í sundi en verðið samt að muna að það má kaffæra ykkur hvenær sem er. Eitt lítið merki frá formanninum og þið eruð búin að vera. Þess vegna eruð þið eins og þið eruð. Þið verðið að passa ykkur. Eitt feilspor, eitt rangt orð, getur komið ykkur út af framtíðarkorti íslenskra stjórnmála. Þess vegna eru “Ungliðasamtök stjórnmálaflokkanna” full af miðaldra fólki með unglingabólur. Já, það er gaman að vera ungur stjórnmálamaður og það er líka gaman að vera gamall stjórnmálamaður. — Þið hafið tekið eftir því að það er alltaf hlegið dátt á Ríkisstjórnarfundum, allavega þeim sem við sjáum í sjónvarpinu. Stemmningin er ekki ósvipuð þeirri sem ríkir hjá tólf manna hópnum í Idolinu, þessum sem fær að syngja í Smáralind. — Já, það er gaman að vera ungur stjórnmálamaður og það er líka gaman að vera gamall stjórnmálamaður. Munurinn er bara sá að það eru til þúsund ungir stjórnmálamenn en bara nokkrir gamlir. Einhverstaðar á leiðinni hættu níu hundruð og níutíu manns að hlæja. Stjórnmálin eru miskunnarlaus. Búið ykkur undir tuttugu ára langa Stjörnuleit. Það er að mörgu að huga. Velja réttu lögin, réttu fötin, rétta tóntegund og huga að sviðsframkomu. Ekki tala of lengi, ekki of lítið, brosa við þessum og ulla á hinn. En umfram allt að þora að vera maður sjálfur, syngja með sínu nefi, og loks kannski að hafa meðfædda hæfileika. Hér í salnum eru einstaklingar sem eiga eftir að verða ráðherrar og forsætisráðherrar Íslands. Ég vil nota tækifærið og segja við þetta fólk: Þorið að vera fulltrúar ykkar eigin tíma. Ekki hlýða gamla tímanum. Í íslenskum stjórnmálum er gamli tíminn ekkert til að halda upp á. En því miður er það ennþá gert á mörgum sviðum. Þrátt fyrir að Ísland sé meðal ríkustu þjóða heims og þátt fyrir að við höfum það öll frekar gott, þá fer ýmislegt ennþá í taugarnar á manni á þessu landi. Stundum líður manni eins og tómir tréhausar séu við völd, gamlir glerharðir tréhausar sem ekkert fær þokað, sem taka engum rökum; þeir eru svo þrjóskir að það hrekkur allt af þeim. Þrátt fyrir allan heimsborgarabraginn sem ríkir í kringum súper-grúppurnar Baug, Bakkavör og FL er gamla sveitasamfélagið ríkt í okkur ennþá. Við erum enn ekki flutt í borg. Hér sitjum við til dæmis í húsi Háskóla Íslands sem á pappírunum stendur í miðborg Reykjavíkur en stendur þó í raun á mörkum skiplagslegrar auðnar: Hér fyrir utan gluggann er heil sveit af ónýttu svæði sem þó hlýtur að teljast dýrmætasta byggingarland Íslands. Á meðan boruð eru göng norður á Siglufirði, göng sem kosta sex milljarða króna og eiga að þjóna fimmtán hundruð íbúum, eigum við ekki til fjóra milljarða króna til að byggja nýjan flugvöll sem mundi þjóna þeim hundrað og fimmtíu þúsund manns sem í borginni búa og raunar landsmönnum öllum. Og þessir fjórir milljarðar væru að auki hreint lánsfé: Með því að selja landið undir núverandi flugvelli fengjust þeir peningar fljótt og vel og meira til. Tréhausar. Tréhausar á Alþingi. Tréhausar í borgarstjórn. Getið þið ekki rekið nagla í þessi höfuð? Plís. Og hvað segja þingmenn okkar, þingmenn Reykvíkinga, í þessu tiltekna máli? Ekki neitt, ekki bofs, jafnvel þótt þeir séu nýkomnir á þing og vart orðnir þrítugir: Af lufsulegri hlýðni lúta þeir hinni háöldruðu sveitamennsku sem stjórnar þessum málum og vill hafa sinn flugvöll í Alþingisgarðinum. Það virðist engu breyta þótt nýjar kynslóðir streymi inn á þing. Þær hverfa fljótt á fornar slóðir. Flokksóttinn og foringjahræðslan er svo rík í stjórnmálum okkar að hér hefur enginn ungur maður og engin ung kona haft uppi meiningar síðan Vilmundur var og hét. Síðastliðið sumar sáum við fyrrum postula frjálshyggjunnar, unga “vini” athafnalífsins, tala fyrir því að frjálsum fjölmiðlum yrði nánast gert að hætta starfsemi. Gamlar hugsjónir urðu að víkja fyrir foringjahræðslunni. Stundum hvarflar að manni að ungir þingmenn fái heilaþvottavél frá flokknum að gjöf um leið og þeir setjast inn á þing. Hversu lengi þurfum við að bíða þess að gamli tíminn líði undir lok? Gamli tíminn í öllu sínu Framsóknarveldi, með öllum þess stöðuveitingahúsum, biðlaunaþegum og VÍS- og raðforstjórum. Gamli tíminn með öllum sínum álverum og ölverum, ósjálfstæðu Sjálfstæðismönnum og þusandi forsetum Alþingis. Gamli tíminn með sinni barnalegu áfengislöggjöf; þar sem rauðvínsflaskan á restauranti kostar menn vikulaun og ríkið skenkir manni bjórinn og boltann líka, ég endurtek: Þar sem enski boltinn er í boði ríkisins og ensku þulirnir í boði... you know who. Gamli tíminn með sínum vinstri-grænu hrópendum í hálendiseyðimörkinni og Samfylkingarfólki sem enn á eftir að kynna sér New Labor. Gamli tíminn þar sem þingmenn talast einungis við í bundnu máli. Hvenær hverfur hann? Ekki á meðan unga kynslóðin er svona gömul. Bændur eru enn í gíslingu flokksins síns. Mjólkursamsalan malar á þeim gull og okkur neytendum líka með sinni metnaðarlausu og steingeldu starfsemi. Hvernig stendur á því að innflutt spænskt jógúrt er betra en íslenskt? Hvernig stendur á því að allir landsins ostar, nema þeir sem eru framleiddir í Búðardal, eru eins á bragðið? Og hvernig stendur á því að bændur mega ekki setja sitt eigið kjöt beint á markað, án þess að þurfa að leggja það inn í risastóra púllíu sem merkt er heilum landsfjórðungi? Það skiptir engu máli hvort þeir standi sig vel eða illa, þeir fá alltaf sama lága verðið fyrir vöruna. Hversu uppörvandi er að standa í slíkum rekstri? Búskapur á Íslandi í dag minnir meira á hobbí en atvinnugrein. Ríkisrekið hobbí. Afhverju borgum við ekki bændum bara fyrir að spila golf? Markaðsvæðing landbúnaðarins hlýtur að vera eitt af þessum stóru skrefum sem þið verðið að stíga, það er að segja ef þið steinrennið ekki í drögtunum og jakkafötunum um leið og þið stigið fæti inn í Alþingishúsið. Varnarmál. Við hljótum að fara að taka varnir landsins í okkar hendur. Ekki getum við sleikt rassinn á Bandaríkjamönnum til eilífðar, jafnvel þótt hann fitni með hverju árinu. Meira að segja þeir sjálfir eru orðnir leiðir á því. Kannski sleikjum við bara ekki nógu vel? Kannski er íslensk tunga of óhefluð fyrir slíkt? Nei, rökin sem segja að þessi þjóð sé of lítil til að verja landið sitt halda varla lengur þegar viðskiptamenn okkar gleypa stærstu gámafyrirtæki Evrópu á hverjum degi og eru á góðri leið með að vera búnir að kaupa hálft Bretland. Ráðamenn okkar fara með reglulegu millibili vestur til Washington til að skríða þar fyrir fólki sem heitir Hrísgrjón og Trjárunni á meðan aðrir fara til London þar sem menn skríða fyrir þeim. Hvort er nýja Ísland og hvort er gamla Ísland? Þið segið mér. En spurningin um herinn er erfið. Og sjálfur hef ég engin einföld svör. Við þurfum bara að fara að hugsa þetta. Við þurfum að feisa þetta. Eigum við sjálf að sjá um varnir okkar eða eigum við að sýna reisn og vera áfram herlaus þjóð, bjóða heiminum byrginn með opnum örmum, boðandi frið og traust? Þorum við að vera herlaus? Þorum við að vera varnarlaus? Þetta eru spurningar sem við, sem ÞIÐ, verðið að svara á næstu árum. Við getum ekki verið Kanamellur til eilífðar. Og talandi um Kanamellur... Það furðulegasta í öllu því mellustandi er sú ömurlega staðreynd að við erum orðin að mellu sem þarf að nuða í kúnnanum til að taka sig. Við förum vestur um haf og BIÐJUM þá um að borga fyrir að liggja ofan á okkur. Herfræðilega er Ísland ekkert sexý lengur. Fátt er sorglegra en mella sem enginn vill. Sjálfsvirðingin er minni en engin. Við þorum ekki að hafa neinar skoðanir á neinu og látum teyma okkur með í illa ígrundað árásarstríð í Írak. Davíð situr við hliðina á Bush í Hvíta húsinu og syngur: “The world is a better place”. Við erum ekki frjáls í afstöðu okkar. Við getum ekki haft neinar sjálfstæðar skoðanir í utanríkismálum. Eða hvernig ætti annað að vera þegar utanríkisráðherrann okkar fyrrverandi fær aðsvif yfir því að kollegi hans vestra skuli hringja í hann? En samt viljum við í Öryggisráðið. Til hvers? Til að rétta upp hönd þegar Bandaríkjamenn gefa okkur merki? Nei. Við þurfum aðra tegund af ráðamönnum. Ráðamenn með sjálfstraust. Ráðamenn með sjálfsvirðingu. Menn með hugsun víða. Ekki menn sem skríða. Við þurfum að endurmeta og endurhugsa stöðu Íslands á alþjóðlegum vettvangi. Hingaðtil hefur utanríkispólitík okkar miðast við að verjast innrás en nú stendur hinsvegar annar hver Íslendingur í útrás. Erum við kannski, sem þjóð, orðin sterkari en við höldum? Stemmningin á Íslandi hefur nefnilega breyst á undanförnum árum. Við erum ekki sama þjóð og við vorum í lok síðustu aldar. Alþjóðavæðingin og heimsborgaramennskan, atvinnumennskan vil ég segja, setur nú mark sitt á æ fleiri svið samfélagsins. Heimóttarskapurinn er á undanhaldi, en hann lifir þó enn. Hræðslan við útlönd þekkist enn. Ekki síst í pólitíkinni. Á síðustu árum hefur hér myndast gjá á milli atvinnulífs og stjórnmála. Stundum finnst manni eins og flokkarnir séu ekki með á nótunum. Þeir hafa glatað tökum sínum á markaðnum, á fyrirtækjunum og fjölmiðlunum og vita ekki alveg hvernig þeir eiga að haga sér. Með reglulegu millibili reka stjórnarflokkarnir upp ramakvein og hrinda illa ígrunduðum frumvörpum inn á þing eða þrýsta “sínum mönnum” inn í hin ímynduðu arnarhreiður “óvina” sinna. Allt minnir þetta á gamlan mann sem veit að hans tími er liðinn en neitar að horfast í augu við það og gefur geðvonsku sinni orðið af og til. Fjörtök deyjandi valds eru það sem einkennir helstu uppákomur í íslenskum fréttaveruleika síðustu misserin. Ég bið ykkur að hugleiða þetta: Gjá á milli flokka og fyrirtækja, milli staðnaðra stjórnmála og hins frjálsa atvinnulífs. Annars vegar útrás, hinsvegar ótti við innrás. Annars vegar atvinnumennska, hinsvegar áhugamennska. Annarsvegar alþjóðleg hugsun, hinsvegar heimóttarskapur. Þið getið breytt þessu. Hvernig? Með því að skóla ykkur í útlöndum, með því að fylgjast með því sem er að gerast úti í heimi, með því að fljúga nógu mikið og nógu oft, þiggja áhrif, opna augu, víkka hug. Eitt höfuðvandamál íslenskra stjórnmála í dag er sú staðreynd að inn á Alþingi setjast tómir heimalingar; Menn og konur sem aldrei hafa farið neitt, nema suður. Reykjavíkurflugvöllur er þeirra Heathrow, þeirra Kastrup. Þess vegna er þeim svo annt um hann. Hann er þeirra forfrömun; sönnun þess að þeir séu orðnir eitthvað; þeir fljúga vikulega norður, vestur og austur. Í fyrra var gerð úttekt á því hversu margir þingmenn höfðu menntað sig erlendis. Þeir voru örfáir og miklu mun færri en þeir sem fylltu þingsali fyrir fimmtíu árum. Að þessu leytinu hafði þinginu farið aftur. Öfugt við það sem maður hefði haldið var meiri heimsbragur á þingheimi fyrir fimmtíu árum. Þetta var heldur sorgleg uppgötvun. Í dag telst það hátíð hafi þingmaður einhverju sinni farið sem skiptinemi suður í lönd. Ein skýringin á þessari nesjamennsku er sú að innan stóru flokkanna er samkeppnin svo hörð og byrjar svo snemma að menn treysta sér ekki til útlanda, þora ekki að dvelja þrjú ár ytra af ótta við að missa þá af kapphlaupinu til æðstu metorða. Það eru kosningar í SUS og SUF og SUJ sem ekki má missa af og svo koma prófkjörin fyrir sveitastjórna- og alþingiskosningar og lengi er líka von á starfi aðstoðarmanns fyrir einhvern ráðherrann. Þess vegna sitja menn heima og þora ekki út. Þess vegna læra menn ekki tungumál, taka ekki inn ný áhrif og geta aldrei séð Ísland úr fjarlægð og hlutina í stærra samhengi. Menn eru alltaf fastir í fathenginu hér heima. Í hvert sinn sem íslenskur ráðamaður opnar munninn á ensku roðnar maður af fósturjarðarskömm. Og sagt er að sumir ráðherranna séu ekki einu sinni mellufærir á heimstungunni. Ekki Kanamellufærir. Eða hvað eruð þið, kæru vinir, að gera hér í dag? Hangandi á klakanum eins og hræddir gemlingar, verandi ekki eldri en þið eruð, í stað þess að stæla krafta ykkar við erfiðar aðstæður, andsnúna prófessora, ískaldar íbúðir, einmanaleika stórborgar, finna á ykkar eigin skinni smæð einstaklingsins í milljónasamfélaginu, gráta af heimþrá á aðfangadagskvöld, úti í horni á einhverjum ömurlegum úthverfa-McDonaldsinum, og snúa síðan margfalt sterkari til baka? “Nei nei, ég get ekki farið, það er aðalfundur í miðstjórn hverfasamtakanna eftir rúman mánuð og þá á að kjósa nýjan varaformann bla bla bla...” Þeir sem hugsa smátt verða aldrei stórir. Ísland er ekki lengur smáþjóð. Við eigum að hætta að hugsa þannig. Við eigum að hætta að keppa á þessum endalausu smáþjóðaleikum. Hugsum stærra. Heimurinn er hér og nú, hjá okkur, í þessari litlu skrýtnu borg við andyri íshafsins. Hættum að horfa endalaust til hinna margumtöluðu nágrannaþjóða. Látum þær horfa til okkar. Hættum að herma eftir. Tökum forystu. Verðum fyrst. (Það er freistandi að segja núna: “Áfram Ísland!” En ég held ég sleppi því, þetta er víst orðið alveg nógu rembingslegt hjá mér.) En þið skiljið vonandi hvert ég er að fara. Það sem ég er að reyna að segja við ykkur er: Verið óhrædd. Verið ekki hrædd við flokkinn ykkar. Verið ekki hrædd við formanninn ykkar. Verið ekki hrædd við kerfið. Verið ekki hrædd að taka af skarið. Verið ekki hrædd að vera þið sjálf. Þeir sem ekki þora ungir eru þegar orðnir gamlir. Og fátt er jafn leiðinlegt og kjarklaust og litlaust fólk. Ég segi því við ykkur: Ekki bera neina virðingu fyrir eldri kynslóðinni. Eða hvers vegna ættuð þið annars að gera það? Þetta er lið sem kann ekki einu sinni ensku. Og ekki sitja endalaust og bíða. Takið bara völdin og það sem fyrst. Ég treysti á ykkur. Takk fyrir. Hallgrímur Helgason Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Silfur Egils Silfur-Bréf Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Erindi flutt á þingi Ungliðasamtaka stjórnmálaflokkanna, Reykjavík 12. mars 2005 Góðir gestir. Mér hefur alltaf þótt merkilegt það fólk sem gengur snemma til liðs við stjórnmálaflokka, fólk sem veit strax á unglingsaldri að það ætlar sér út í pólitík. Það virkar alltaf dáldið á mig eins og maður spyrji litla frænda sinn hvað hann ætli að verða þegar hann er orðinn stór og sá stutti horfi svona upp á mann og svari: “Ég ætla að ráða yfir þér!” Ég sé það á ykkur að þið eruð svona fólk. Þið hafið fundið hlutverk ykkar í lífinu. Þið vitið hvað þið viljið. Þið viljið stjórna. Þið viljið ráða yfir mér. Verði ykkur að góðu. “Ungliðasamtök stjórnmálaflokkanna”. Þetta hljómar alltaf dálítið eins og “Ungbarnasund á vegum eldri borgara”. Stjórnmálin eru í eðli sínu þunglamaleg og gamaldags og virðast eiga fátt skylt með ungliðinu. En. Þið fáið að busla. Ykkur er leyft að busla. Ykkar hlutverk er að busla. Allt í lagi þó að skvettist aðeins, á ímynd flokksins. Það er bara betra, og þornar hvort sem er fljótt. Og ykkur finnst gaman í sundi en verðið samt að muna að það má kaffæra ykkur hvenær sem er. Eitt lítið merki frá formanninum og þið eruð búin að vera. Þess vegna eruð þið eins og þið eruð. Þið verðið að passa ykkur. Eitt feilspor, eitt rangt orð, getur komið ykkur út af framtíðarkorti íslenskra stjórnmála. Þess vegna eru “Ungliðasamtök stjórnmálaflokkanna” full af miðaldra fólki með unglingabólur. Já, það er gaman að vera ungur stjórnmálamaður og það er líka gaman að vera gamall stjórnmálamaður. — Þið hafið tekið eftir því að það er alltaf hlegið dátt á Ríkisstjórnarfundum, allavega þeim sem við sjáum í sjónvarpinu. Stemmningin er ekki ósvipuð þeirri sem ríkir hjá tólf manna hópnum í Idolinu, þessum sem fær að syngja í Smáralind. — Já, það er gaman að vera ungur stjórnmálamaður og það er líka gaman að vera gamall stjórnmálamaður. Munurinn er bara sá að það eru til þúsund ungir stjórnmálamenn en bara nokkrir gamlir. Einhverstaðar á leiðinni hættu níu hundruð og níutíu manns að hlæja. Stjórnmálin eru miskunnarlaus. Búið ykkur undir tuttugu ára langa Stjörnuleit. Það er að mörgu að huga. Velja réttu lögin, réttu fötin, rétta tóntegund og huga að sviðsframkomu. Ekki tala of lengi, ekki of lítið, brosa við þessum og ulla á hinn. En umfram allt að þora að vera maður sjálfur, syngja með sínu nefi, og loks kannski að hafa meðfædda hæfileika. Hér í salnum eru einstaklingar sem eiga eftir að verða ráðherrar og forsætisráðherrar Íslands. Ég vil nota tækifærið og segja við þetta fólk: Þorið að vera fulltrúar ykkar eigin tíma. Ekki hlýða gamla tímanum. Í íslenskum stjórnmálum er gamli tíminn ekkert til að halda upp á. En því miður er það ennþá gert á mörgum sviðum. Þrátt fyrir að Ísland sé meðal ríkustu þjóða heims og þátt fyrir að við höfum það öll frekar gott, þá fer ýmislegt ennþá í taugarnar á manni á þessu landi. Stundum líður manni eins og tómir tréhausar séu við völd, gamlir glerharðir tréhausar sem ekkert fær þokað, sem taka engum rökum; þeir eru svo þrjóskir að það hrekkur allt af þeim. Þrátt fyrir allan heimsborgarabraginn sem ríkir í kringum súper-grúppurnar Baug, Bakkavör og FL er gamla sveitasamfélagið ríkt í okkur ennþá. Við erum enn ekki flutt í borg. Hér sitjum við til dæmis í húsi Háskóla Íslands sem á pappírunum stendur í miðborg Reykjavíkur en stendur þó í raun á mörkum skiplagslegrar auðnar: Hér fyrir utan gluggann er heil sveit af ónýttu svæði sem þó hlýtur að teljast dýrmætasta byggingarland Íslands. Á meðan boruð eru göng norður á Siglufirði, göng sem kosta sex milljarða króna og eiga að þjóna fimmtán hundruð íbúum, eigum við ekki til fjóra milljarða króna til að byggja nýjan flugvöll sem mundi þjóna þeim hundrað og fimmtíu þúsund manns sem í borginni búa og raunar landsmönnum öllum. Og þessir fjórir milljarðar væru að auki hreint lánsfé: Með því að selja landið undir núverandi flugvelli fengjust þeir peningar fljótt og vel og meira til. Tréhausar. Tréhausar á Alþingi. Tréhausar í borgarstjórn. Getið þið ekki rekið nagla í þessi höfuð? Plís. Og hvað segja þingmenn okkar, þingmenn Reykvíkinga, í þessu tiltekna máli? Ekki neitt, ekki bofs, jafnvel þótt þeir séu nýkomnir á þing og vart orðnir þrítugir: Af lufsulegri hlýðni lúta þeir hinni háöldruðu sveitamennsku sem stjórnar þessum málum og vill hafa sinn flugvöll í Alþingisgarðinum. Það virðist engu breyta þótt nýjar kynslóðir streymi inn á þing. Þær hverfa fljótt á fornar slóðir. Flokksóttinn og foringjahræðslan er svo rík í stjórnmálum okkar að hér hefur enginn ungur maður og engin ung kona haft uppi meiningar síðan Vilmundur var og hét. Síðastliðið sumar sáum við fyrrum postula frjálshyggjunnar, unga “vini” athafnalífsins, tala fyrir því að frjálsum fjölmiðlum yrði nánast gert að hætta starfsemi. Gamlar hugsjónir urðu að víkja fyrir foringjahræðslunni. Stundum hvarflar að manni að ungir þingmenn fái heilaþvottavél frá flokknum að gjöf um leið og þeir setjast inn á þing. Hversu lengi þurfum við að bíða þess að gamli tíminn líði undir lok? Gamli tíminn í öllu sínu Framsóknarveldi, með öllum þess stöðuveitingahúsum, biðlaunaþegum og VÍS- og raðforstjórum. Gamli tíminn með öllum sínum álverum og ölverum, ósjálfstæðu Sjálfstæðismönnum og þusandi forsetum Alþingis. Gamli tíminn með sinni barnalegu áfengislöggjöf; þar sem rauðvínsflaskan á restauranti kostar menn vikulaun og ríkið skenkir manni bjórinn og boltann líka, ég endurtek: Þar sem enski boltinn er í boði ríkisins og ensku þulirnir í boði... you know who. Gamli tíminn með sínum vinstri-grænu hrópendum í hálendiseyðimörkinni og Samfylkingarfólki sem enn á eftir að kynna sér New Labor. Gamli tíminn þar sem þingmenn talast einungis við í bundnu máli. Hvenær hverfur hann? Ekki á meðan unga kynslóðin er svona gömul. Bændur eru enn í gíslingu flokksins síns. Mjólkursamsalan malar á þeim gull og okkur neytendum líka með sinni metnaðarlausu og steingeldu starfsemi. Hvernig stendur á því að innflutt spænskt jógúrt er betra en íslenskt? Hvernig stendur á því að allir landsins ostar, nema þeir sem eru framleiddir í Búðardal, eru eins á bragðið? Og hvernig stendur á því að bændur mega ekki setja sitt eigið kjöt beint á markað, án þess að þurfa að leggja það inn í risastóra púllíu sem merkt er heilum landsfjórðungi? Það skiptir engu máli hvort þeir standi sig vel eða illa, þeir fá alltaf sama lága verðið fyrir vöruna. Hversu uppörvandi er að standa í slíkum rekstri? Búskapur á Íslandi í dag minnir meira á hobbí en atvinnugrein. Ríkisrekið hobbí. Afhverju borgum við ekki bændum bara fyrir að spila golf? Markaðsvæðing landbúnaðarins hlýtur að vera eitt af þessum stóru skrefum sem þið verðið að stíga, það er að segja ef þið steinrennið ekki í drögtunum og jakkafötunum um leið og þið stigið fæti inn í Alþingishúsið. Varnarmál. Við hljótum að fara að taka varnir landsins í okkar hendur. Ekki getum við sleikt rassinn á Bandaríkjamönnum til eilífðar, jafnvel þótt hann fitni með hverju árinu. Meira að segja þeir sjálfir eru orðnir leiðir á því. Kannski sleikjum við bara ekki nógu vel? Kannski er íslensk tunga of óhefluð fyrir slíkt? Nei, rökin sem segja að þessi þjóð sé of lítil til að verja landið sitt halda varla lengur þegar viðskiptamenn okkar gleypa stærstu gámafyrirtæki Evrópu á hverjum degi og eru á góðri leið með að vera búnir að kaupa hálft Bretland. Ráðamenn okkar fara með reglulegu millibili vestur til Washington til að skríða þar fyrir fólki sem heitir Hrísgrjón og Trjárunni á meðan aðrir fara til London þar sem menn skríða fyrir þeim. Hvort er nýja Ísland og hvort er gamla Ísland? Þið segið mér. En spurningin um herinn er erfið. Og sjálfur hef ég engin einföld svör. Við þurfum bara að fara að hugsa þetta. Við þurfum að feisa þetta. Eigum við sjálf að sjá um varnir okkar eða eigum við að sýna reisn og vera áfram herlaus þjóð, bjóða heiminum byrginn með opnum örmum, boðandi frið og traust? Þorum við að vera herlaus? Þorum við að vera varnarlaus? Þetta eru spurningar sem við, sem ÞIÐ, verðið að svara á næstu árum. Við getum ekki verið Kanamellur til eilífðar. Og talandi um Kanamellur... Það furðulegasta í öllu því mellustandi er sú ömurlega staðreynd að við erum orðin að mellu sem þarf að nuða í kúnnanum til að taka sig. Við förum vestur um haf og BIÐJUM þá um að borga fyrir að liggja ofan á okkur. Herfræðilega er Ísland ekkert sexý lengur. Fátt er sorglegra en mella sem enginn vill. Sjálfsvirðingin er minni en engin. Við þorum ekki að hafa neinar skoðanir á neinu og látum teyma okkur með í illa ígrundað árásarstríð í Írak. Davíð situr við hliðina á Bush í Hvíta húsinu og syngur: “The world is a better place”. Við erum ekki frjáls í afstöðu okkar. Við getum ekki haft neinar sjálfstæðar skoðanir í utanríkismálum. Eða hvernig ætti annað að vera þegar utanríkisráðherrann okkar fyrrverandi fær aðsvif yfir því að kollegi hans vestra skuli hringja í hann? En samt viljum við í Öryggisráðið. Til hvers? Til að rétta upp hönd þegar Bandaríkjamenn gefa okkur merki? Nei. Við þurfum aðra tegund af ráðamönnum. Ráðamenn með sjálfstraust. Ráðamenn með sjálfsvirðingu. Menn með hugsun víða. Ekki menn sem skríða. Við þurfum að endurmeta og endurhugsa stöðu Íslands á alþjóðlegum vettvangi. Hingaðtil hefur utanríkispólitík okkar miðast við að verjast innrás en nú stendur hinsvegar annar hver Íslendingur í útrás. Erum við kannski, sem þjóð, orðin sterkari en við höldum? Stemmningin á Íslandi hefur nefnilega breyst á undanförnum árum. Við erum ekki sama þjóð og við vorum í lok síðustu aldar. Alþjóðavæðingin og heimsborgaramennskan, atvinnumennskan vil ég segja, setur nú mark sitt á æ fleiri svið samfélagsins. Heimóttarskapurinn er á undanhaldi, en hann lifir þó enn. Hræðslan við útlönd þekkist enn. Ekki síst í pólitíkinni. Á síðustu árum hefur hér myndast gjá á milli atvinnulífs og stjórnmála. Stundum finnst manni eins og flokkarnir séu ekki með á nótunum. Þeir hafa glatað tökum sínum á markaðnum, á fyrirtækjunum og fjölmiðlunum og vita ekki alveg hvernig þeir eiga að haga sér. Með reglulegu millibili reka stjórnarflokkarnir upp ramakvein og hrinda illa ígrunduðum frumvörpum inn á þing eða þrýsta “sínum mönnum” inn í hin ímynduðu arnarhreiður “óvina” sinna. Allt minnir þetta á gamlan mann sem veit að hans tími er liðinn en neitar að horfast í augu við það og gefur geðvonsku sinni orðið af og til. Fjörtök deyjandi valds eru það sem einkennir helstu uppákomur í íslenskum fréttaveruleika síðustu misserin. Ég bið ykkur að hugleiða þetta: Gjá á milli flokka og fyrirtækja, milli staðnaðra stjórnmála og hins frjálsa atvinnulífs. Annars vegar útrás, hinsvegar ótti við innrás. Annars vegar atvinnumennska, hinsvegar áhugamennska. Annarsvegar alþjóðleg hugsun, hinsvegar heimóttarskapur. Þið getið breytt þessu. Hvernig? Með því að skóla ykkur í útlöndum, með því að fylgjast með því sem er að gerast úti í heimi, með því að fljúga nógu mikið og nógu oft, þiggja áhrif, opna augu, víkka hug. Eitt höfuðvandamál íslenskra stjórnmála í dag er sú staðreynd að inn á Alþingi setjast tómir heimalingar; Menn og konur sem aldrei hafa farið neitt, nema suður. Reykjavíkurflugvöllur er þeirra Heathrow, þeirra Kastrup. Þess vegna er þeim svo annt um hann. Hann er þeirra forfrömun; sönnun þess að þeir séu orðnir eitthvað; þeir fljúga vikulega norður, vestur og austur. Í fyrra var gerð úttekt á því hversu margir þingmenn höfðu menntað sig erlendis. Þeir voru örfáir og miklu mun færri en þeir sem fylltu þingsali fyrir fimmtíu árum. Að þessu leytinu hafði þinginu farið aftur. Öfugt við það sem maður hefði haldið var meiri heimsbragur á þingheimi fyrir fimmtíu árum. Þetta var heldur sorgleg uppgötvun. Í dag telst það hátíð hafi þingmaður einhverju sinni farið sem skiptinemi suður í lönd. Ein skýringin á þessari nesjamennsku er sú að innan stóru flokkanna er samkeppnin svo hörð og byrjar svo snemma að menn treysta sér ekki til útlanda, þora ekki að dvelja þrjú ár ytra af ótta við að missa þá af kapphlaupinu til æðstu metorða. Það eru kosningar í SUS og SUF og SUJ sem ekki má missa af og svo koma prófkjörin fyrir sveitastjórna- og alþingiskosningar og lengi er líka von á starfi aðstoðarmanns fyrir einhvern ráðherrann. Þess vegna sitja menn heima og þora ekki út. Þess vegna læra menn ekki tungumál, taka ekki inn ný áhrif og geta aldrei séð Ísland úr fjarlægð og hlutina í stærra samhengi. Menn eru alltaf fastir í fathenginu hér heima. Í hvert sinn sem íslenskur ráðamaður opnar munninn á ensku roðnar maður af fósturjarðarskömm. Og sagt er að sumir ráðherranna séu ekki einu sinni mellufærir á heimstungunni. Ekki Kanamellufærir. Eða hvað eruð þið, kæru vinir, að gera hér í dag? Hangandi á klakanum eins og hræddir gemlingar, verandi ekki eldri en þið eruð, í stað þess að stæla krafta ykkar við erfiðar aðstæður, andsnúna prófessora, ískaldar íbúðir, einmanaleika stórborgar, finna á ykkar eigin skinni smæð einstaklingsins í milljónasamfélaginu, gráta af heimþrá á aðfangadagskvöld, úti í horni á einhverjum ömurlegum úthverfa-McDonaldsinum, og snúa síðan margfalt sterkari til baka? “Nei nei, ég get ekki farið, það er aðalfundur í miðstjórn hverfasamtakanna eftir rúman mánuð og þá á að kjósa nýjan varaformann bla bla bla...” Þeir sem hugsa smátt verða aldrei stórir. Ísland er ekki lengur smáþjóð. Við eigum að hætta að hugsa þannig. Við eigum að hætta að keppa á þessum endalausu smáþjóðaleikum. Hugsum stærra. Heimurinn er hér og nú, hjá okkur, í þessari litlu skrýtnu borg við andyri íshafsins. Hættum að horfa endalaust til hinna margumtöluðu nágrannaþjóða. Látum þær horfa til okkar. Hættum að herma eftir. Tökum forystu. Verðum fyrst. (Það er freistandi að segja núna: “Áfram Ísland!” En ég held ég sleppi því, þetta er víst orðið alveg nógu rembingslegt hjá mér.) En þið skiljið vonandi hvert ég er að fara. Það sem ég er að reyna að segja við ykkur er: Verið óhrædd. Verið ekki hrædd við flokkinn ykkar. Verið ekki hrædd við formanninn ykkar. Verið ekki hrædd við kerfið. Verið ekki hrædd að taka af skarið. Verið ekki hrædd að vera þið sjálf. Þeir sem ekki þora ungir eru þegar orðnir gamlir. Og fátt er jafn leiðinlegt og kjarklaust og litlaust fólk. Ég segi því við ykkur: Ekki bera neina virðingu fyrir eldri kynslóðinni. Eða hvers vegna ættuð þið annars að gera það? Þetta er lið sem kann ekki einu sinni ensku. Og ekki sitja endalaust og bíða. Takið bara völdin og það sem fyrst. Ég treysti á ykkur. Takk fyrir. Hallgrímur Helgason
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun