Brösug stjórnarmyndun í Írak 16. mars 2005 00:01 Það gengur brösuglega að koma á starfhæfri stjórn í Írak. Trúarhópar og þjóðernisbrot deila sín á milli og á sama tíma fækkar í fjölþjóðahernum þegar bandamenn heltast úr lestinni. Í dag lauk þinghaldi á írakska þinginu þar sem ganga átti frá myndun ríkisstjórnar. Það tókst hins vegar ekki. Kúrdar og sjítar hafa skipt embættum forseta og forsætisráðherra á milli sín en deilt er um allt annað: embætti, yfirráð á ákveðnum svæðum og framtíð ýmissra vopnaðra sveita. Fulltrúar ólíkra hópa vonast þó til þess að geta náð samkomulagi hið fyrsta. Á sama tíma kvarnast úr fjölþjóðahernum í Írak. Sveitir Hollendinga og Úkraínumanna fara í þessari viku og í gærkvöldi tilkynnti Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, í sjónvarpsþætti óvænt um brotthvarf ríflega þrjú þúsund ítalskra hermanna, sama dag og ítalska þingið samþykkti að fjármagna áframhaldandi úthald hermanna þar. Berlusconi kvaðst ekki getað staðist almennan þrýsting og óánægju með stríðið, en kosið verður til þings á Ítalíu í vor. Þingmenn stjórnarandstöðunnar þar voru ekki alls kostar sáttir við framsetningu forsætisráðherrans. Einn þeirra, Giovanna Melandri, sagði þetta algjörlega óviðunandi því sama dag hafi verið umræða í þinginu um endurfjármögnun sveitanna. Almenningur á Ítalíu er þó væntanlega sáttur, enda hefur þess verið krafist í fjölmennum mótmælagöngum undanfarinn hálfan mánuð að Ítalía hætti öllum afskiptum af Írak. Óánægjan jókst mjög í kjölfar þess að ítalskur leyniþjónustumaður var skotinn til bana. Bandarískir hermenn skutu hann skömmu eftir að hann náði að frelsa umdeilda, ítalska blaðakonu og kringumstæðurnar eru á reiki. Talsmenn Hvíta hússins eru þó ekki á því að neitt samhengi sé þarna á milli og þverneita því í sífellu. Það lendir svo líkast til á breskum sveitum að fylla í skarðið sem myndast við brotthvarf Ítala í september, sem og Hollendinga og Úkraínumanna í þessari viku. Erlent Fréttir Írak Stj.mál Mest lesið „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Litlu mátti muna á flugbrautinni Erlent Fleiri fréttir Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Sjá meira
Það gengur brösuglega að koma á starfhæfri stjórn í Írak. Trúarhópar og þjóðernisbrot deila sín á milli og á sama tíma fækkar í fjölþjóðahernum þegar bandamenn heltast úr lestinni. Í dag lauk þinghaldi á írakska þinginu þar sem ganga átti frá myndun ríkisstjórnar. Það tókst hins vegar ekki. Kúrdar og sjítar hafa skipt embættum forseta og forsætisráðherra á milli sín en deilt er um allt annað: embætti, yfirráð á ákveðnum svæðum og framtíð ýmissra vopnaðra sveita. Fulltrúar ólíkra hópa vonast þó til þess að geta náð samkomulagi hið fyrsta. Á sama tíma kvarnast úr fjölþjóðahernum í Írak. Sveitir Hollendinga og Úkraínumanna fara í þessari viku og í gærkvöldi tilkynnti Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, í sjónvarpsþætti óvænt um brotthvarf ríflega þrjú þúsund ítalskra hermanna, sama dag og ítalska þingið samþykkti að fjármagna áframhaldandi úthald hermanna þar. Berlusconi kvaðst ekki getað staðist almennan þrýsting og óánægju með stríðið, en kosið verður til þings á Ítalíu í vor. Þingmenn stjórnarandstöðunnar þar voru ekki alls kostar sáttir við framsetningu forsætisráðherrans. Einn þeirra, Giovanna Melandri, sagði þetta algjörlega óviðunandi því sama dag hafi verið umræða í þinginu um endurfjármögnun sveitanna. Almenningur á Ítalíu er þó væntanlega sáttur, enda hefur þess verið krafist í fjölmennum mótmælagöngum undanfarinn hálfan mánuð að Ítalía hætti öllum afskiptum af Írak. Óánægjan jókst mjög í kjölfar þess að ítalskur leyniþjónustumaður var skotinn til bana. Bandarískir hermenn skutu hann skömmu eftir að hann náði að frelsa umdeilda, ítalska blaðakonu og kringumstæðurnar eru á reiki. Talsmenn Hvíta hússins eru þó ekki á því að neitt samhengi sé þarna á milli og þverneita því í sífellu. Það lendir svo líkast til á breskum sveitum að fylla í skarðið sem myndast við brotthvarf Ítala í september, sem og Hollendinga og Úkraínumanna í þessari viku.
Erlent Fréttir Írak Stj.mál Mest lesið „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Litlu mátti muna á flugbrautinni Erlent Fleiri fréttir Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Sjá meira