Innlent

Rektorskjör í HÍ í dag

Rektorskjör verður í Háskóla Íslands í dag. Ágúst Einarsson, prófessor við viðskipta- og hagfræðideild, og Kristín Ingólfsdóttir, prófessor við lyfjafræðideild, eru í framboði en þau urðu hlutskörpust í fyrri umferð kosninganna sem fram fór 10. mars. Búist er við að úrslit liggi fyrir um klukkan ellefu í kvöld en fyrstu tölur verða birtar um klukkan átta. Nýr rektor tekur við af Páli Skúlasyni, núverandi rektor, í byrjun júlí.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×