Innlent

Dagskrárráð í stað útvarpsráðs

Vinstri hreyfingin - grænt framboð kynnti nýjar tillögur að frumvarpi fyrir Ríkisútvarpið á fundi í morgun en vinstri grænir segja það frumvarp, sem nú liggi fyrir Alþingi, meingallað. Samkvæmt tillögum flokksins verða gerðar grundvallarbreytingar á stjórnsýslu stofnunarinnar þar sem lagt er til að útvarpsráð verði lagt niður í núverandi mynd og í stað þess komi sérstakt dagskrárráð sem hafi ekki afskipti af innri málefnum stofnunarinnar. Í tillögunum er gert ráð fyrir að framkvæmdastjórn Ríkisútvarpsins skuli bera fulla ábyrgð á allri stjórnsýslu stofnunarinnar og að framkvæmdastjórnin sé skipuð forsvarsmönnum deilda ríkisútvarpsins, auk fulltrúa starfsmanna. Ennfremur vilja vinstri grænir að afnotagjöld verði lögð niður.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×