Ertu með í mjólkurferð? 17. mars 2005 00:01 Kanadísk mjólk 1 bolli mjólk eða léttmjólk 1/2 bolli litlir sykurpúðar 1/2 teskeið vanilludropar 1 matskeið hlynsíróp Hitið mjólkina í litlum potti. Setjið sykurpúða, vanilludropa og síróp í hitabrúsa og hellið heitri mjólkinni varlega yfir. Setjið lokið á og hristið brúsann í svona 20 sekúndur eða þar til blandan er farin að freyða og sykurpúðarnir eru bráðnaðir. Opnið varlega, hellið í krús og berið fram.Indverskt mjólkurte4 bollar vatn8 negulnaglar4 heilar kardimommur1 teskeið fenníkufræ1 kanilstöng5 cm sneið af ferskum engifer3 pokar af Darjeeling-te eða 3 matskeiðar af Darjeeling-telaufum1 bolli léttmjólk eða fjörmjólk1/4 bolli sykur Blandið saman kryddi og vatni í meðalstóran pott og látið suðuna koma upp. Lækkið hitann, setjið lokið á og látið malla í tíu mínútur. Bætið tepokunum út í og takið pottinn af hellunni. Lokið aftur og mallið í hálftíma. Síið svo vökvann ofan í annan pott og bætið sykri og mjólk í. Sjóðið aftur þar til sykurinn leysist alveg upp. Hellið í fjórar könnur eða há kaffiglös og skreytið með kanilstöngum og appelsínuberki.Hnetuhristingur1 bolli kekkjalaust hnetusmjör1/4 bolli súkkulaðisíróp1 1/4 bolli mjólk12 ísmolar Blandið saman hnetusmjöri, súkkulaðisírópi, mjólk og ísmolum í matvinnsluvél. Hellið í há glös og skreytið með súkkulaðispænum.Hollur morgunhristingur3 bollar undanrenna1/4 bolli All Bran1/4 teskeið kanill1/2 teskeið vanilludropar1 meðalstórt epli í sneiðum Frystið 2 1/2 bolla af undanrennu í ísmolabakka yfir nótt. Setjið All Bran, kanil, vanilludropa og epli í matvinnsluvél og blandið saman við 1/2 bolla af undanrennu. Blandið saman í 20 sekúndur. Bætið frosnu undanrennumolunum einum af öðrum út í hristinginn þar til ákjósanlegri áferð er náð, en hún fer eftir smekk hvers og eins. Geymið afganginn frosinn til seinni nota. Í staðinn fyrir epli má nota hvaða ávexti sem er. Matur Uppskriftir Mest lesið Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Tíska og hönnun Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Sóli mátti bara tala í eftirhermum Lífið Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Lífið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Lífið Djörf á dreglinum Tíska og hönnun Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Lífið Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Lífið Fitusmánuð á rauða dreglinum Lífið Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Jól
Kanadísk mjólk 1 bolli mjólk eða léttmjólk 1/2 bolli litlir sykurpúðar 1/2 teskeið vanilludropar 1 matskeið hlynsíróp Hitið mjólkina í litlum potti. Setjið sykurpúða, vanilludropa og síróp í hitabrúsa og hellið heitri mjólkinni varlega yfir. Setjið lokið á og hristið brúsann í svona 20 sekúndur eða þar til blandan er farin að freyða og sykurpúðarnir eru bráðnaðir. Opnið varlega, hellið í krús og berið fram.Indverskt mjólkurte4 bollar vatn8 negulnaglar4 heilar kardimommur1 teskeið fenníkufræ1 kanilstöng5 cm sneið af ferskum engifer3 pokar af Darjeeling-te eða 3 matskeiðar af Darjeeling-telaufum1 bolli léttmjólk eða fjörmjólk1/4 bolli sykur Blandið saman kryddi og vatni í meðalstóran pott og látið suðuna koma upp. Lækkið hitann, setjið lokið á og látið malla í tíu mínútur. Bætið tepokunum út í og takið pottinn af hellunni. Lokið aftur og mallið í hálftíma. Síið svo vökvann ofan í annan pott og bætið sykri og mjólk í. Sjóðið aftur þar til sykurinn leysist alveg upp. Hellið í fjórar könnur eða há kaffiglös og skreytið með kanilstöngum og appelsínuberki.Hnetuhristingur1 bolli kekkjalaust hnetusmjör1/4 bolli súkkulaðisíróp1 1/4 bolli mjólk12 ísmolar Blandið saman hnetusmjöri, súkkulaðisírópi, mjólk og ísmolum í matvinnsluvél. Hellið í há glös og skreytið með súkkulaðispænum.Hollur morgunhristingur3 bollar undanrenna1/4 bolli All Bran1/4 teskeið kanill1/2 teskeið vanilludropar1 meðalstórt epli í sneiðum Frystið 2 1/2 bolla af undanrennu í ísmolabakka yfir nótt. Setjið All Bran, kanil, vanilludropa og epli í matvinnsluvél og blandið saman við 1/2 bolla af undanrennu. Blandið saman í 20 sekúndur. Bætið frosnu undanrennumolunum einum af öðrum út í hristinginn þar til ákjósanlegri áferð er náð, en hún fer eftir smekk hvers og eins. Geymið afganginn frosinn til seinni nota. Í staðinn fyrir epli má nota hvaða ávexti sem er.
Matur Uppskriftir Mest lesið Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Tíska og hönnun Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Sóli mátti bara tala í eftirhermum Lífið Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Lífið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Lífið Djörf á dreglinum Tíska og hönnun Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Lífið Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Lífið Fitusmánuð á rauða dreglinum Lífið Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Jól